Andlát

Fréttamynd

Fyrsti forseti Sambíu fallinn frá

Kenneth Kaunda, sem var fyrstur til að gegna embætti forseta Afríkuríkisins Sambíu, er látinn, 97 ára að aldri. Hann var einn síðasti eftirlifandi af þeirri kynslóð leiðtoga Afríkuríkja sem hafði barðist gegn nýlendustefnu Evrópuríkja.

Erlent
Fréttamynd

Látin eftir slys í Hval­firði

Konan sem féll í skriðu í Hvalfirði síðastliðið þriðjudagskvöld lést á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi í morgun. Hún hét Sólveig Katrín Hallgrímsdóttir og var fædd árið 1977.

Innlent
Fréttamynd

Gone-Girl stjarnan Lisa Banes látin eftir árekstur

Bandaríska leikkonan Lisa Banes, sem meðal annars er þekkt fyrir hlutverk sitt í spennumyndinni Gone Girl, er látin, 65 ára að aldri. Rafhlaupahjóli eða léttu bifhjóli var ekið á Banes nærri Lincoln Center í New York þann 4. júní og hafði hún dvalið á gjörgæslu sjúkrahúss í borginni síðan.

Lífið
Fréttamynd

Gunnar Birgisson er látinn

Gunnar Birgisson, fyrrverandi alþingismaður og bæjar- og sveitarstjóri, er látinn. Samkvæmt andlátstilkynningu í Morgunblaðinu lést Gunnar á heimili sínu í gær. Hann var 73 ára.

Innlent
Fréttamynd

Hefja söfnun fyrir fjölskyldu Eyfa

Vinir Sveins Eyjólfs Tryggvasonar, sem lést af slysförum í Ósá fyrir botni Patreksfjarðar síðustu helgi, hafa sett af stað söfnun til stuðnings eiginkonu hans og börnum. Sveinn Eyjólfur, eða Eyfi eins og hann var kallaður, átti sjö börn og var fæddur árið 1972.

Innlent
Fréttamynd

Einn lög­manna O.J. er dáinn

F. Lee Bailey einn þekktasti lögmaður bandarískrar réttarsögu er látinn, 87 ára að aldri. Bailey var verjandi margra þekktra einstaklinga, þar á meðal O.J. Simpson, Albert DeSalvo, sem er betur þekktur sem Boston Strangler, Patty Hearst og Sam Sheppard.

Lífið
Fréttamynd

Kara Guð­rún Mel­stað er látin

Kara Guðrún Melstað lést á heimili sínu í Þýskalandi í gær, 61 árs að aldri. Kara hafði verið búsett um árabil í Þýskalandi ásamt eiginmanni sínum Alfreð Gíslasyni, landsliðsþjálfara Þýskalands í handbolta.

Innlent
Fréttamynd

B.J. Thomas er dáinn

Margverðlaunaði tónlistarmaðurinn B.J. Thomas er dáinn, 78 ára að aldri. Thomas lést eftir að hafa glímt við alvarlegt lungnakrabbamein í nokkra mánuði.

Erlent
Fréttamynd

Höfundur Gráðugu lirfunnar er látinn

Bandaríski rithöfundurinn og teiknarinn Eric Carle er látinn, 91 árs að aldri. Carle skrifaði og myndskreytti rúmlega sjötíu barnabækur en er þekktastur fyrir bókina um Gráðugu lirfuna (e. The Very Hungry Caterpillar).

Menning
Fréttamynd

Síðasti liðs­maður al­þjóða­her­deildarinnar allur

Síðasti eftirlifandi sjálfboðaliðinn í svonefndri alþjóðaherdeild lýðveldissinna í borgarastríðinu á Spáni er látinn, 101 árs að aldri. Nokkrir Íslendingar tóku upp málstað lýðveldissinnanna gegn fasistaher Francisco Franco, herforingja.

Erlent
Fréttamynd

Leikarinn Charles Grodin er látinn

Leikarinn og þúsundþjalasmiðurinn Charles Grodin, sem er hvað þekktastur fyrir að leika í myndunum Midnight Run, The Heartbreak Kid og Beethoven, er dáinn. Hann var 86 ára gamall og dó úr krabbameini í dag.

Lífið
Fréttamynd

Maðurinn á bak við „Vi er røde, vi er hvide“ er fallinn frá

Danski tónlistarmaðurinn Michael Bruun er látinn, sjötugur að aldri. Bruun er einna þekktastur fyrir að hafa samið og framleitt lagið Re-Sepp-Ten, með laglínuna „Vi er røde, vi er hvide“ í viðlaginu. Lagið ómaði í kringum leiki danska landsliðsins á HM í knattspyrnu 1986 og raunar löngu eftir það og gerir enn.

Lífið
Fréttamynd

Söngvarinn Lloyd Price fallinn frá

Bandaríski söngvarinn Lloyd Price er látinn, 88 ára að aldri. Price samdi og söng fjölda af fyrstu rokksmellum sögunnar og var valinn inn í Frægðarhöll rokksins árið 1998.

Lífið
Fréttamynd

Bachelor Par­ty-stjarnan Tawny Kitaen er látin

Bandaríska leikkonan Tawny Kitaen er látin, 59 ára að aldri. Kitaen sló í gegn í kvikmyndinni Bachelor Party, Steggjaveislunni, frá árinu 1984 sem skartaði Tom Hanks í aðalhlutverki, en hún átti síðar eftir að birtast í fjölda annarra kvikmynda og tónlistarmyndböndum, meðal annars með rokksveitinni Whitesnake.

Lífið