Skýtur fast á Kristrúnu: „Þetta heitir að skrópa í vinnunni“ Jón Ísak Ragnarsson skrifar 28. janúar 2025 22:25 Þórdís Kolbrún segir skýringar Kristrúnar á fjarveru sinni frá skyndifundi leiðtoga Norðurlandanna fráleitar. Vísir/Vilhelm Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra og fráfarandi varaformaður Sjálfstæðisflokksins, segir að fjarvera forsætisráðherra á fundi leiðtoga Norðurlandanna um helgina sýni okkar nánustu bandamönnum að Ísland forgangsraði með allt öðrum og undarlegri hætti en löndin í kringum okkur. „Það minnsta sem við getum gert til að undirstrika að við séum sjálfstæð og fullvalda þjóð er að sýna því hlutverki virðingu, í því felst að mæta á staðinn. Þar eigum við að standa við hlið vina, þjóð á meðal þjóða.“ Svona hefst pistill Þórdísar Kolbrúnar sem birtist á heimasíðu hennar í dag undir yfirskriftinni „Ákvarðanir eru teknar af þeim sem mæta“ Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra hefur sætt gagnrýni fyrir að hafa ekki mætt á fund með leiðtogum Norðurlandanna í Danmörku á sunnudaginn. Ísland var eina Norðurlandið sem ekki átti fulltrúa á fundinum, sem Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur hafði boðað til í skyndi. Fram kom í svari forsætisráðuneytisins að Kristrún hefði fengið boð á fundinn sama dag og hann var haldinn. Nokkrir leiðtogar Norðurlandanna hafi verið á leið til minningarathafnar í Auschwitz og boðið hafi verið til óformlegs fundar þar sem fjallað var um öryggismál í Eystrasalti og í Úkraínu. Ætla má að málefni Grænlands hafi einnig borið á góma. Kristrún fór ekki til Auschwitz Kristrún Frostadóttir var eini leiðtogi Norðurlandanna sem lét ekki sjá sig á minningarathöfn sem haldin var í Auschwitz fangabúðum í gær, í tilefni þess að 80 ár væru liðin frá því að Sóvétmenn frelsuðu búðirnar. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra sótti athöfnina fyrir hönd Íslands. Í gær birti forsætisráðuneytið tilkynningu þar sem fram kom að Kristrún hefði óskað eftir því við starfshóp um minningardag um helförina, sem skipaður var í janúar 2023, að koma með tillögur að því hvernig rétt væri að minnast helfararinnar 27. janúar ár hvert á Íslandi. „Flest nágrannaríki okkar minnast helfararinnar þann 27. janúar ár hvert og það viljum líka gera á Íslandi. Það er mikilvægt að við höldum áfram að læra af sögunni, uppfræða börnin okkar og vera á varðbergi gagnvart fordómum og hatursorðræðu.“ Þá fundaði forsætisráðherra með rabbína gyðinga á Íslandi og eiginkonu hans í tilefni dagsins. Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra ásamt Avraham Feldman, rabbína gyðinga á Íslandi, og eiginkonu hans Mushky Feldman.Forsætisráðuneytið Mætingin meira en táknræn Þórdís Kolbrún segir að hagsmunir Íslands og staða okkar í samfélagi þjóðanna verði ekki varin í gegnum Teams. Hún hafi lært það í sinni tíð sem utanríkisráðherra að það sé meira en táknrænt að mæta. „Allir aðrir leiðtogar Norðurlandanna forgangsröðuðu minningarathöfn í Auschwitz um helförina. Með því er verið sýna þeim sem myrtir voru virðingu.“ Mætingin skapi mikilvæg tækifæri til þess að skilja betur hvað sé raunverulega að gerast í heiminum og ræða við þá aðila sem hafa áhrif á þá þróun. Þannig ávinni forystumenn sér traust og vináttu sem geti orðið helstu verðmæti stjórnvalda þegar á reyni. „Það er ákvörðun að mæta ekki til fundarins. Sú ákvörðun leiddi til þess að forsætisráðherra Íslands er fjarverandi þegar önnur samtöl eiga sér stað. Þetta heitir að skrópa í vinnunni. Fjarvera æðstu fulltrúa þjóðarinnar sýnir okkar nánustu bandamönnum og öðrum að Ísland forgangsraðar með allt öðrum og undarlegri hætti en löndin í kringum okkur,“ segir Þórdís Kolbrún. Fráleitar skýringar á fjarveru Þórdís segir að skýringar Kristrúnar um að ástæðan fyrir fjarverunni hafi verið sú að Alþingi hefji störf eftir viku séu fráleitar. Aðrir þjóðarleiðtogar hafi líka önnur verkefni til að sinna heima við. „Verkaskiptingin var þannig einmitt sú að hún átti að mæta á fundina sem Mette Frederiksen boðaði til, enginn annar fékk að mæta í hennar stað. Það er ekki hægt að ætlast til minna en að forsætisráðherra mæti á staðinn. Varla stór pöntun.“ Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Öryggis- og varnarmál Utanríkismál Sjálfstæðisflokkurinn Samfylkingin Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Fleiri fréttir Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Sjá meira
„Það minnsta sem við getum gert til að undirstrika að við séum sjálfstæð og fullvalda þjóð er að sýna því hlutverki virðingu, í því felst að mæta á staðinn. Þar eigum við að standa við hlið vina, þjóð á meðal þjóða.“ Svona hefst pistill Þórdísar Kolbrúnar sem birtist á heimasíðu hennar í dag undir yfirskriftinni „Ákvarðanir eru teknar af þeim sem mæta“ Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra hefur sætt gagnrýni fyrir að hafa ekki mætt á fund með leiðtogum Norðurlandanna í Danmörku á sunnudaginn. Ísland var eina Norðurlandið sem ekki átti fulltrúa á fundinum, sem Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur hafði boðað til í skyndi. Fram kom í svari forsætisráðuneytisins að Kristrún hefði fengið boð á fundinn sama dag og hann var haldinn. Nokkrir leiðtogar Norðurlandanna hafi verið á leið til minningarathafnar í Auschwitz og boðið hafi verið til óformlegs fundar þar sem fjallað var um öryggismál í Eystrasalti og í Úkraínu. Ætla má að málefni Grænlands hafi einnig borið á góma. Kristrún fór ekki til Auschwitz Kristrún Frostadóttir var eini leiðtogi Norðurlandanna sem lét ekki sjá sig á minningarathöfn sem haldin var í Auschwitz fangabúðum í gær, í tilefni þess að 80 ár væru liðin frá því að Sóvétmenn frelsuðu búðirnar. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra sótti athöfnina fyrir hönd Íslands. Í gær birti forsætisráðuneytið tilkynningu þar sem fram kom að Kristrún hefði óskað eftir því við starfshóp um minningardag um helförina, sem skipaður var í janúar 2023, að koma með tillögur að því hvernig rétt væri að minnast helfararinnar 27. janúar ár hvert á Íslandi. „Flest nágrannaríki okkar minnast helfararinnar þann 27. janúar ár hvert og það viljum líka gera á Íslandi. Það er mikilvægt að við höldum áfram að læra af sögunni, uppfræða börnin okkar og vera á varðbergi gagnvart fordómum og hatursorðræðu.“ Þá fundaði forsætisráðherra með rabbína gyðinga á Íslandi og eiginkonu hans í tilefni dagsins. Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra ásamt Avraham Feldman, rabbína gyðinga á Íslandi, og eiginkonu hans Mushky Feldman.Forsætisráðuneytið Mætingin meira en táknræn Þórdís Kolbrún segir að hagsmunir Íslands og staða okkar í samfélagi þjóðanna verði ekki varin í gegnum Teams. Hún hafi lært það í sinni tíð sem utanríkisráðherra að það sé meira en táknrænt að mæta. „Allir aðrir leiðtogar Norðurlandanna forgangsröðuðu minningarathöfn í Auschwitz um helförina. Með því er verið sýna þeim sem myrtir voru virðingu.“ Mætingin skapi mikilvæg tækifæri til þess að skilja betur hvað sé raunverulega að gerast í heiminum og ræða við þá aðila sem hafa áhrif á þá þróun. Þannig ávinni forystumenn sér traust og vináttu sem geti orðið helstu verðmæti stjórnvalda þegar á reyni. „Það er ákvörðun að mæta ekki til fundarins. Sú ákvörðun leiddi til þess að forsætisráðherra Íslands er fjarverandi þegar önnur samtöl eiga sér stað. Þetta heitir að skrópa í vinnunni. Fjarvera æðstu fulltrúa þjóðarinnar sýnir okkar nánustu bandamönnum og öðrum að Ísland forgangsraðar með allt öðrum og undarlegri hætti en löndin í kringum okkur,“ segir Þórdís Kolbrún. Fráleitar skýringar á fjarveru Þórdís segir að skýringar Kristrúnar um að ástæðan fyrir fjarverunni hafi verið sú að Alþingi hefji störf eftir viku séu fráleitar. Aðrir þjóðarleiðtogar hafi líka önnur verkefni til að sinna heima við. „Verkaskiptingin var þannig einmitt sú að hún átti að mæta á fundina sem Mette Frederiksen boðaði til, enginn annar fékk að mæta í hennar stað. Það er ekki hægt að ætlast til minna en að forsætisráðherra mæti á staðinn. Varla stór pöntun.“
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Öryggis- og varnarmál Utanríkismál Sjálfstæðisflokkurinn Samfylkingin Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Fleiri fréttir Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Sjá meira