
Landbúnaður

Hvers vegna tollar á innfluttar landbúnaðarvörur?
Stundum og of oft heyrast raddir um að afnema eigi alla tolla á innflutt matvæli m.a. í nafni samkeppninnar sem þar af leiði af sér ódýrari matvæli fyrir neytendur. Í fámennu landi eins og Íslandi hefur það hins vegar sýnt sig að samkeppninni hefur ekki tekist að tryggja betri kjör (matvöru-, banka- og tryggingamarkaður t.d.).

Forseti Íslands kann að strokka smjör og búa til skyr
Forseti Íslands er vön ýmsum sveitastörfum því hún var í sveit í Skagafirði, sem barn og unglingur þar sem hún lærði meðal annars að strokka smjör, búa til skyr og hún sá um að gefa hænunum alla matarafganga af bænum.

Búnaðarþing og geltandi hundar
„Það er brekka hjá bændum landsins en á sama tíma tækifæri, sem bændur ætlar sér að nýta,” sagði formaður Bændasamtakanna meðal annars við setningu Búnaðarþings í morgun, auk þess að ræða um geltandi hunda í vegköntum við sveitabæi.

Brúnastaðir í Fljótum hlutu landbúnaðarverðlaunin 2025
Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra afhenti í dag landbúnaðarverðlaunin fyrir árið 2025 til bændanna á Brúnastöðum í Fljótum í Skagafirði, þeim Stefaníu Hjördísi Leifsdóttur og Jóhannesi Ríkarðssyni. Verðlaunin voru afhent á Búnaðarþingi sem sett var á Hótel Nordica í Reykjavík fyrr í dag.

Bein útsending: Setning Búnaðarþings
Búnaðarþing 2025 verður sett á Hótel Natura í Reykjavík klukkan 11 og hefst með setningarávarpi Trausta Hjálmarssonar, formanns Bændasamtakanna.

Versta kartöfluuppskeran í áratugi
Kartöfluuppskera árið 2024 var 5.514 tonn sem er sú minnsta síðan 1993 þegar hún var 3.913 tonn. Heildaruppskera korns, sem bændur þresktu af ökrum sínum árið 2024, var rúm 5.100 tonn en það er minnsta kornuppskera frá árinu 2018.

Galasýning á hestum og dansað við stóðhest
Það stendur mikið til hjá hópi hestamanna, sem æfir sig nú á fullum krafti fyrir galasýningu á hestunum sínum og á sýningunni mun reiðkennari líka dansa við stóðhest og ljóðið Skúlaskeið eftir Grím Thomsen verður sett á svið með einum af hraðasta skeiðhesti landsins.

Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag
Það stendur mikið til í Kvennaskólanum á Blönduósi í dag því þar verður stofnfundur Rabarbarafélagsins en tilgangur félagsins verður fyrst og fremst að halda sögu rabarbarans og nytjum hans á lofti, ásamt því að halda einu sinni á ári rabarbarahátíð á Blönduósi.

Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi
Varðstjóri hjá Lögreglunni á Suðurlandi hefur verulegar áhyggjur af því hvað ekið er mikið á búfé í umdæminu með tilheyrandi skemmdum á bílum og dauðum skepnum, aðallega sauðfé. Á árunum 2014 til 2024 var ekið 1550 sinnum á búfé með tilheyrandi tjónum.

Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag
Jakob Leó Ægisson vann í dag lambakjötskeppni á Matarmarkaði Íslands. Keppnin snerist um að elda kvöldmat á korteri með íslensku lambi. Keppnin er fyrsta kokkakeppnin sem Jakob vinnur en hann er aðeins þrettán ára gamall. Bróðir hans, Markús Júlían, var aðstoðarkokkurinn hans.

Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina
Um fjörutíu smáframleiðendur af öllu landinu munu standa vaktina í Hörpu um helgina til að kynna sína vörur og leyfa fólki að smakka. Dæmi um vörur er makríll, kvígukjöt, geitaafurðir, sauðakjöt og ærkjöt svo eitthvað sé nefnt.

Skilur ekkert í afstöðu samtakanna
Til stendur að snúa umdeildri breytingu á Búvörulögum í fyrra horf áður en Hæstiréttur kveður upp sinn dóm um lögin. Formaður Bændasamtakanna segir breytingu í fyrra horf vega að hagsmunum bænda, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekanda segir afstöðu samtakanna óskiljanlega.

Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins
Kúabændurnir, sem eiga afurðahæsta kúabú landsins annað árið í röð vilja fá norskar kýr til landsins því þær muni alltaf nýta heyið betur og mjólka meira en íslenska kýrnar. Hér erum við að tala um bændurnar á bænum Stóru – Mörk í Rangárþingi eystra.

Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp
Tuttugu og þremur af tuttugu og átta starfsmönnum sláturhúss SAH afurða á Blönduósi sagt upp á föstudag. Ágúst Torfi Hauksson, framkvæmdastjóri Kjarnafæðis Norðlenska, segir uppsagnirnar hluta af hagræðingaraðgerðum Norðlenska Kjarnafæðis. Sveitarstjóri segir uppsagnirnar mikið högg fyrir allt samfélagið.

Hagur okkar allra
Það þykir eflaust í huga margra rómantískur blær yfir því að vera bóndi. Umvafinn náttúru, dýrum og sveitamenningu.

Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís
Grænmetisræktandi á Ísafirði er þungt hugsi yfir fyrirhugðum framkvæmdum við kláf upp á Eyrarfjall með tilheyrandi skipulagsbreytingum. Verði þær að veruleika komi stæði fyrir bíla og rútur og aðkomuvegur þar sem grænmeti hefur verið ræktað með sjálfbærum hætti í tæpan áratug. Bæjarstjóri segir málið á allra fyrsta stigum og í lýðræðislegu ferli.

Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir
Í fréttaskýringu Viðskiptablaðsins þann 25. febrúar sl. er enn og aftur farið með rangt mál um tollflokkun á tiltekinn vöru sem að uppistöðu er rifinn ostur. Þrátt fyrir að íslenskir dómstólar hafi margoft úrskurðað í málinu og hafnað röngum fullyrðingum stefnanda málsins (Danól ehf., innflutningsaðila vörunnar), heldur blaðið áfram að birta mistúlkanir og ósannindi sem eru upprunnin úr þeim herbúðum.

Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“
Bændasamtök Íslands ásamt Samtökum ungra bænda, Samtökum smáframleiðenda matvæla, Beint frá býli, Samtaka afurðastöðva í mjólkurframleiðslu og Samtök fyrirtækja í landbúnaði boða til fundar á Hótel Hilton Nordica miðvikudaginn 26. febrúar klukkan 13 til 15:30.

Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin
Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, segir það vonbrigði að ríkisstjórnin hafi ákveðið að fresta áformum um breytingar á tollflokkun pítsaosts íblönduðum jurtaolíu. Hann segir fyrri ríkisstjórn hafa keyrt málið í gegn án samráðs við nokkurn mann nema Mjólkursamsöluna og Bændasamtökin.

Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir?
Í nýlegri grein heldur Ólafur Stephensen, framkvæmdarstjóri Félags atvinnurekanda því fram að: innflutningur á pítsuosti með íblandaðri jurtaolíu muni hafa lítil áhrif á íslenska mjólkurframleiðslu og að innlendir grænmetisbændur hafi staðið sig vel í samkeppni við innfluttar vörur.

Mjólkursamsalan færir hundruð milljóna til erlendra bænda
Hagsmunaaðilar í landbúnaði, Mjólkursamsalan og nokkur samtök framleiðenda, hafa farið mikinn vegna áforma fjármálaráðherra um að breyta tollflokkun á pitsuosti með íblandaðri jurtaolíu.

„Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“
Þingflokksformaður Framsóknar segir áform fjármálaráðherra um að breyta tollflokkun pitsaosts íblönduðum jurtaolíu geta haft víðtæk og alvarleg áhrif á íslenska bændur og matvælaframleiðslu. „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta.“

„Það er verið að vernda stórkaupmenn“
Framkvæmdastjóra Bændasamtaka Íslands líst ekkert á áform fjármálaráðherra um að fella niður toll á pitsaost blandaðan jurtaolíu. Með því sé verið að vernda heildsala og stórkaupmenn á kostnað mjólkurbænda.

Þröstur tekur við Bændablaðinu
Þröstur Helgason hefur verið ráðinn nýr ritstjóri Bændablaðsins og mun taka við ritstjórn miðilsins á næstu vikum.

Hækka lágmarksverð mjólkur
Verðlagsnefnd búvara hefur tekið ákvörðun um hækkun lágmarksverðs mjólkur til bænda og heildsöluverðs mjólkur og mjólkurafurða sem nefndin verðleggur. Verðlagsbreytingin tekur gildi þann 17. febrúar.

Fæðuöryggi – Er það eitthvað mál?
Hvað er fæðuöryggi (Food security)? Stutta skilgreiningin er “Aðgengi að fæðu og framboð af heilnæmum og öruggum matvælum.

Rannsaka eitt stærsta svindl með landbúnaðarstyrki í sögu ESB
Embætti saksóknara Evrópusambandsins rannsakar tugi mála þar sem grískir ríkisborgarar þáðu landbúnaðarstyrki frá sambandinu vegna beitilands sem þeir hvorki, áttu, leigðu né stunduðu landbúnað á. Svindlið er sagt eitt það stærsta sinnar tegundar og gæti teygt anga sinna til grískra yfirvalda.

Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga
Heildarbinding í skógum er alltaf meiri en í graslendi samkvæmt þeim rannsóknum sem hafa verið gerðar. Opinber stofnun sem fer með skógrækt og landgræðslu gerir athugasemdir við frétt Ríkisútvarpsins þar sem það gagnstæða var fullyrt.

Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti
Anna María Flygenring geitabóndi á bænum Hlíð II í Skeiða- og Gnúpverjahreppi er ekki bara með geiturnar sínar til gamans og yndisauka, nei, því hún vinnur fatnað úr geitafiðunni eins og geitavesti, sem hún klæðist þegar hún sinnir geitunum sínum.

Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni
Tilraun er nú að hefjast með notkun á kyngreindu sæði í fjósum landsins þar sem hægt verður að velja um hvort kvíga eða naut komi í heiminn með notkun sæðisins í kýrnar.