Fjölmiðlar

Fréttamynd

Eitt stykki RÚV er horfið af aug­lýsinga­markaði

Fall Fréttablaðsins er stórviðburður á íslenskum fjölmiðlamarkaði. Ekki bara því þar hverfur sögufrægur miðill sem um tíma var ekki aðeins útbreiddasti fjölmiðill landsins, heldur sá langsamlega arðbærasti í þokkabót.

Klinkið
Fréttamynd

Edda hætt á Heimildinni

Edda Falak lét af störfum á fjölmiðlinum Heimildinni í síðustu viku. Nýlega tilkynnti hún stjórnendum miðilsins að hún hefði ekki sagt rétt frá starfsferli sínum erlendis.

Innlent
Fréttamynd

And­blær orðanna

Fákur, klár og bykkja eru strangt tiltekið samheiti. Þessi orð vekja þó ólík hughrif og geta haft afgerandi áhrif á túlkun áheyrandans á frásögninni. Andblæ orðanna má nota til sannleiksförðunar sem jaðrar við lygi. Sannleikanum er þá ekki beinlínis afneitað eða leynt heldur eru veigrunarorð notuð til að lappa upp á hann. Nú eða þá að orðavalinu er ætlað að blása málið upp og fá lesandann til að súpa hveljur yfir smáatriðum.

Skoðun
Fréttamynd

Love Is­land, kyn­líf­stæki og póst­hross

Margir hlupu eflaust apríl í gær. Fjöldi fyrirtækja tók þátt í þessari alþjóðlegu hefð; Elko sagðist ætla að opna nýja verslun á Tenerife, Krónan auglýsti grænmetisfyllt páskaegg, Pósturinn boðaði umhverfisvæna aðgerð með dreifingu pósts á hestbaki, ný göng undir Selfoss áttu að verða að veruleika og svo lengi mætti telja.

Lífið
Fréttamynd

Tímamót í 25 ára sögu Vísis

Aldarfjórðungur er liðinn síðan Vísi var komið á koppinn. Fjölmargir blaðamenn, fréttastjórar, ljósmyndarar, umbrotsmenn, tökumenn, klipparar og fagfólk með aðra titla hafa tekið þátt í vexti miðilsins sem í dag er sá mest lesni á landinu. 

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Væri búin að taka RÚV af aug­lýsinga­markaði væri það lausnin

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og ferðamálaráðherra, segir daginn í dag hvorki vera góðan fyrir fjölmiðlun né lýðræði í landinu. Hún segir yfirvöld hafa stóraukið stuðning við einkarekna fjölmiðla og að hún væri búin að taka Ríkisútvarpið af auglýsingamarkaði væri það lausnin við vanda fjölmiðla á borð við Fréttablaðið, sem gefið var út í hinsta sinn í morgun.

Innlent
Fréttamynd

Vilja valda­menn kannski bara veika fjöl­miðla?

Gjaldþrot útgáfufélags Fréttablaðsins og sjónvarpsstöðvarinnar Hringbrautar er sorgleg staðfesting á því sem Blaðamannafélagið hefur varað við árum saman – að algjör markaðsbrestur hefur orðið á íslenskum fjölmiðlamarkaði.

Skoðun
Fréttamynd

„Eins og engi­sprettu­plága gangi yfir markaðinn“

Framkvæmdastjóri miðla hjá Símanum segir umsvif RÚV á auglýsingamarkaði vera alltof mikil, sérstaklega í kringum stór verkefni eins og heimsmeistaramótið í knattspyrnu og Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva. Ummæli formanns blaðamannafélagsins á Vísi í dag skuli skoða í ljósi þess að hún vinni fyrir RÚV. 

Innlent
Fréttamynd

„Þetta er sam­eigin­legt á­fall fyrir okkur öll“

„Fólk var náttúrulega í nettu áfalli. Og ég held að við séum öll ennþá í áfalli yfir þessum tíðindum núna,“ segir Lovísa Arnardóttir, fréttastjóri á Fréttablaðinu, sem er í hópi þeirra hátt í hundrað starfsmanna Torgs sem sagt var upp í morgun. Tilkynnt var í morgun að útgáfu Fréttablaðsins yrði hætt og útsendingum Hringbrautar sömuleiðis.

Innlent
Fréttamynd

Fréttablaðið og Hringbraut heyra sögunni til

Útgáfu Fréttablaðsins hefur verið hætt og sömuleiðis útsendingu á sjónvarpsstöðinni Hringbraut. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Torgi. Rekstri vefmiðlanna DV.is og Hringbraut.is verður haldið áfram. Allir ráðnir starfsmenn Torgs fengu greidd laun í dag á síðasta degi mánaðar.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Pálmi ráðinn til Ár­vakurs

Pálmi Guðmunds­son fjöl­miðla- og rekstr­ar­hag­fræðing­ur hef­ur verið ráðinn for­stöðumaður þró­un­ar­mála hjá Árvakri. Hann lét af störfum sem dagskrárstjóri Símans síðasta sumar en hann hafði þá gegnt stöðunni í fjölda ára.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Fanney Birna ráðin dagskrárstjóri Rásar 1

Fanney Birna Jónsdóttir blaðamaður og formaður siðanefndar Blaðamannafélags Íslands hefur verið ráðin dagskrárstjóri Rásar 1. Hún tekur við af Þresti Helgasyni en hann sagði starfi sínu lausu í febrúar síðastliðnum eftir að hafa gegnt starfinu í nærri níu ár.

Innlent
Fréttamynd

Vilja breyta orðalagi laganna til að tryggja gagnsæi hjá dómstólum

Þingmenn Viðreisnar hafa lagt til breytingu á lögum um meðferð einka- og sakamála til að skýra lög sem dómstólar hafa undanfarið vísað til þegar þeir hafa takmarkað fréttaflutning úr dómssal. Þingmennirnir segja samfélagið hafa ríka hagsmuni af því að starfsemi dómstóla sé gagnsæ og fari fram fyrir opnum tjöldum.

Innlent