„Enginn íslenskur listamaður þvingaður til þátttöku í Eurovision“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 19. janúar 2024 00:27 Stefán Eiríksson, útvarpsstjóri tók við undirskriftum tónlistarfólks í dag. vísir Það verður enginn íslenskur tónlistarmaður þvingaður til þátttöku í Eurovision. Þetta sagði útvarpsstjóri eftir mótmæli tónlistarfólks við Ríkisútvarpið í dag. Minnst 550 tónlistarmenn vilja að RÚV beiti sér fyrir því að Ísraelum verði meinuð þátttaka í keppninni ellegar dragi Íslendingar sig úr henni. Í morgun var greint frá því að EBU, skipuleggjendur Eurovision ætli ekki að meina Ísrael þátttöku í keppninni sem fram fer í Malmö í ár. Páll Óskar Hjálmtýsson, Margrét Kristín Blöndal og Daníel Ágúst Haraldsson voru á meðal viðstaddra.sigurjón ólason Íslenskt tónlistarfólk kom saman í dag fyrir utan Ríkisútvarpið í þeim tilgangi að afhenda útvarpsstjóra undirskriftalista til að mótmæla þátttöku Ísraels í keppninni. „RÚV hefur völdin til að þrýsta á stjórn EBU um að vísa Ísrael úr keppni og RÚV getur dregið Ísland úr keppni ef svo verður ekki,“ sagði Daníel Ágúst Haraldsson, tónlistarmaður fyrir hönd þeirra tónlistarmanna sem skrifuðu undir áskorunina. Lovísa Elísabet segir að um 550 tónlistarmenn hafi skrifað undir listann þegar útvarpsstjóri tók við honum. Í kvöld fékk fréttastofa sendan listann, en á honum má finna nöfn margra landsþekktra tónlistarmanna. Bragi Valdimar Skúlason, Ragnheiður Gröndal, Hafdís Huld Þrastardóttir, Jón Ólafson, Unnur Eggertsdóttir, Snorri Helgason, Biggi Veira, Eyþór Ingi Gunnlaugsson, Þórdís Björk Þorfinnsdóttir, Una Torfadóttir, Ágústa Eva Erlendsdóttir, Svavar Knútur, Steiney Skúladóttir, Vigdís Hafliðadóttir, Króli, Júlí Heiðar Halldórsson, Sigríður Thorlacius, Ólafía Hrönn Jónsdóttir, GDRN, Salka Sól Eyfeld, Jón Þór Birgisson, Björn Jörundur Friðbjörnsson, Elísabet Ormslev, Erpur Þórólfur Eyvindarson, Mugison ,Páll Óskar Hjálmtýsson, og Bríet Ísis Elfar eru til að mynda á listanum. Um 550 höfðu skrifað undir listann þegar hann var afhentur útvarpsstjóra en Lovísa Elísabet segir að enn bæti í undirskriftir.sigurjón ólason Daníel Ágúst segist hafa skrifað undir listann því hann hafi andstyggð á stríðsrekstri Ísraelsmanna. „Og þessi listi ber vott um það hve vel íslenskt tónlistarfólk stendur í lappirnar,“ segir Margrét Kristín Blöndal, tónlistarkona. Útvarpsstjóri segir það hafa áhrif á stöðu mála að heyra afstöðu fólks í þessum efnum. „En það er ekki Ríkisútvarpið sem tekur ákvörðun um það hverjir taka þátt í Eurovision,“ sagði Stefán Eiríksson, útvarpsstjóri. Stefán Eiríksson segir allt of snemmt að segja til um hvort Ísland dragi þátttöku sína úr keppninni.RÚV En þeirra afstaða er sú að með því að draga Ísland úr keppni þá sé verið að skapa þrýsting? „Já það er alveg örugglega rétt að það skapar ákveðinn þrýsting. Við komum þessum upplýsingum um afstöðu okkar tónlistarfólks að sjálfsögðu á framfæri við EBU.“ Auk þess sem málið verði rætt á vettvangi Norðurlandanna. Allt of snemmt sé að segja til um hvort Ísland dragi þátttöku sína úr keppninni. „En það verður enginn íslenskur listamaður þvingaður til þátttöku í Eurovision, það segir sig sjálft.“ Stefnt verði að því að halda söngvakeppni sjónvarpsins. „Þetta er gríðarlega mikilvægur vettvangur fyrir íslenskt tónlistarfólk. Við stefnum að sjálfsögðu að því að halda okkar söngvakeppni. Hvað sem síðan gerist eftir það, kemur bara í ljós.“ Eurovision Ríkisútvarpið Tónlist Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Fjölmiðlar Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Dró upp hníf í miðbænum Innlent Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Sjá meira
Í morgun var greint frá því að EBU, skipuleggjendur Eurovision ætli ekki að meina Ísrael þátttöku í keppninni sem fram fer í Malmö í ár. Páll Óskar Hjálmtýsson, Margrét Kristín Blöndal og Daníel Ágúst Haraldsson voru á meðal viðstaddra.sigurjón ólason Íslenskt tónlistarfólk kom saman í dag fyrir utan Ríkisútvarpið í þeim tilgangi að afhenda útvarpsstjóra undirskriftalista til að mótmæla þátttöku Ísraels í keppninni. „RÚV hefur völdin til að þrýsta á stjórn EBU um að vísa Ísrael úr keppni og RÚV getur dregið Ísland úr keppni ef svo verður ekki,“ sagði Daníel Ágúst Haraldsson, tónlistarmaður fyrir hönd þeirra tónlistarmanna sem skrifuðu undir áskorunina. Lovísa Elísabet segir að um 550 tónlistarmenn hafi skrifað undir listann þegar útvarpsstjóri tók við honum. Í kvöld fékk fréttastofa sendan listann, en á honum má finna nöfn margra landsþekktra tónlistarmanna. Bragi Valdimar Skúlason, Ragnheiður Gröndal, Hafdís Huld Þrastardóttir, Jón Ólafson, Unnur Eggertsdóttir, Snorri Helgason, Biggi Veira, Eyþór Ingi Gunnlaugsson, Þórdís Björk Þorfinnsdóttir, Una Torfadóttir, Ágústa Eva Erlendsdóttir, Svavar Knútur, Steiney Skúladóttir, Vigdís Hafliðadóttir, Króli, Júlí Heiðar Halldórsson, Sigríður Thorlacius, Ólafía Hrönn Jónsdóttir, GDRN, Salka Sól Eyfeld, Jón Þór Birgisson, Björn Jörundur Friðbjörnsson, Elísabet Ormslev, Erpur Þórólfur Eyvindarson, Mugison ,Páll Óskar Hjálmtýsson, og Bríet Ísis Elfar eru til að mynda á listanum. Um 550 höfðu skrifað undir listann þegar hann var afhentur útvarpsstjóra en Lovísa Elísabet segir að enn bæti í undirskriftir.sigurjón ólason Daníel Ágúst segist hafa skrifað undir listann því hann hafi andstyggð á stríðsrekstri Ísraelsmanna. „Og þessi listi ber vott um það hve vel íslenskt tónlistarfólk stendur í lappirnar,“ segir Margrét Kristín Blöndal, tónlistarkona. Útvarpsstjóri segir það hafa áhrif á stöðu mála að heyra afstöðu fólks í þessum efnum. „En það er ekki Ríkisútvarpið sem tekur ákvörðun um það hverjir taka þátt í Eurovision,“ sagði Stefán Eiríksson, útvarpsstjóri. Stefán Eiríksson segir allt of snemmt að segja til um hvort Ísland dragi þátttöku sína úr keppninni.RÚV En þeirra afstaða er sú að með því að draga Ísland úr keppni þá sé verið að skapa þrýsting? „Já það er alveg örugglega rétt að það skapar ákveðinn þrýsting. Við komum þessum upplýsingum um afstöðu okkar tónlistarfólks að sjálfsögðu á framfæri við EBU.“ Auk þess sem málið verði rætt á vettvangi Norðurlandanna. Allt of snemmt sé að segja til um hvort Ísland dragi þátttöku sína úr keppninni. „En það verður enginn íslenskur listamaður þvingaður til þátttöku í Eurovision, það segir sig sjálft.“ Stefnt verði að því að halda söngvakeppni sjónvarpsins. „Þetta er gríðarlega mikilvægur vettvangur fyrir íslenskt tónlistarfólk. Við stefnum að sjálfsögðu að því að halda okkar söngvakeppni. Hvað sem síðan gerist eftir það, kemur bara í ljós.“
Eurovision Ríkisútvarpið Tónlist Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Fjölmiðlar Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Dró upp hníf í miðbænum Innlent Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Sjá meira