Hljóð og mynd í Efstaleiti Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar 1. febrúar 2024 08:00 „Unnið verður að því á gildistíma samningsins að minnka umsvif Ríkisútvarpsins á samkeppnismarkaði, t.d. með frekari takmörkunum á birtingu viðskiptaboða og/eða með því að breyta eðli og umfangi auglýsingasölu,“ sagði í sameiginlegri yfirlýsingu RÚV og mennta- og menningarmálaráðherra í tilefni af undirritun nýs þjónustusamnings um starfsemi Ríkisútvarpsins nú rétt eftir áramótin. Á fyrstu vikum í nýju starfi sem forstjóri stærsta einkarekna fjölmiðlafyrirtækis landsins þóttist ég heyra af kollegum mínum að ekki væru bundnar miklar vonir við þessa yfirlýsingu. Sporin hræða enda um margendurunnið loforð að ræða. Um árabil hefur heyrst að til standi að minnka umsvif RÚV á auglýsingamarkaði, eða jafnvel að ríkismiðillinn hætti alveg að starfa á þeim markaði. Ekki grunaði mig þó að einungis tæki örfáar vikur fyrir Ríkisútvarpið að afhjúpa að orð og gjörðir fari engan veginn saman. Í nýlegri fundargerð stjórnar kemur nefnilega fram að áætlanir stjórnenda RÚV geri ráð fyrir tæplega 18% vexti í auglýsingasölu milli áranna 2023 og 2024. Svo mikið fyrir fyrirheitin fögru um “minnkandi umsvif Ríkisútvarpsins á samkeppnismarkaði”. Fjölmiðlamarkaðurinn er síbreytilegur. Á undanförnum árum höfum við séð rótgróna miðla hverfa af markaði. Fréttablaðið - sem ekki alls fyrir löngu var stærsti auglýsingamiðill landsins - dó drottni sínum á síðasta ári. Alls staðar í kringum okkur eru prentmiðlar að leggja upp laupana. Mikil samþjöppun er á sjónvarpsmarkaði, þar sem hefðbundin línuleg áskriftarmódel eru á undanhaldi. Meira að segja rótgrónu risarnir Paramount, Warner og Discovery ræða nú kosti og galla sameiningar félaganna. Nýir miðlar skjóta svo í sífellu upp kollinum. Streymisveiturnar þekktust varla fyrir nokkrum árum en eru nú með verulega markaðshlutdeild þvert á landamæri. Facebook, Google, Youtube og fleiri erlend stórfyrirtæki taka nú til sín stóran hluta auglýsingatekna á Íslandi sem annarsstaðar. Þrátt fyrir þetta er mesta furða hve mikil gróska er á íslenskum fjölmiðlamarkaði. Ekki þýðir heldur að kveinka sér undan þeirri samkeppni sem kemur að utan og grundvallast á tækninýjungum og hugviti á heimsmælikvarða. Hitt er hins vegar verra þegar ógnin kemur að innan, og byggist á íhaldssemi, ótta við breytingar og tækni sem er á undanhaldi. Hver myndi annars leggja til í dag að stofnaður yrði ríkisfjölmiðill með skylduáskrift sem fyrst og fremst byggði á útvarpi og línulegri dagskrá í sjónvarpi? Og ekki nóg með það heldur skyldi hann líka keppast við einkareknu miðlana um takmarkaðar auglýsingatekjur? Rekstrarumhverfi fjölmiðla er erfitt og óstöðugt. Þá ríður á að ríkisvaldið geri sitt til að bæta umhverfið, eða flækist að minnsta kosti ekki fyrir. Þátttaka RÚV á auglýsingamarkaði stendur kraftmiklum einkareknum fjölmiðlum fyrir þrifum. Sömu miðlar og þurfa að keppa við Ríkisútvarpið um starfsfólk og afþreyingarefni. Í þessu samhengi eru mikil vonbrigði að átta sig á því að fjögurra vikna gömul yfirlýsing menntamálaráðherra virðist vera orðin tóm. Stjórnvöld ætla ekki að hjálpa einkareknu miðlunum að blómstra í erfiðu alþjóðlegu umhverfi, heldur virðast þvert á móti ætla að auka enn á séríslenska, heimagerða hindrun. Hljóð og mynd fara einfaldlega ekki saman í málefnum RÚV. Höfundur er forstjóri Sýnar hf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjölmiðlar Ríkisútvarpið Sýn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed Skoðun Skoðun Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Sjá meira
„Unnið verður að því á gildistíma samningsins að minnka umsvif Ríkisútvarpsins á samkeppnismarkaði, t.d. með frekari takmörkunum á birtingu viðskiptaboða og/eða með því að breyta eðli og umfangi auglýsingasölu,“ sagði í sameiginlegri yfirlýsingu RÚV og mennta- og menningarmálaráðherra í tilefni af undirritun nýs þjónustusamnings um starfsemi Ríkisútvarpsins nú rétt eftir áramótin. Á fyrstu vikum í nýju starfi sem forstjóri stærsta einkarekna fjölmiðlafyrirtækis landsins þóttist ég heyra af kollegum mínum að ekki væru bundnar miklar vonir við þessa yfirlýsingu. Sporin hræða enda um margendurunnið loforð að ræða. Um árabil hefur heyrst að til standi að minnka umsvif RÚV á auglýsingamarkaði, eða jafnvel að ríkismiðillinn hætti alveg að starfa á þeim markaði. Ekki grunaði mig þó að einungis tæki örfáar vikur fyrir Ríkisútvarpið að afhjúpa að orð og gjörðir fari engan veginn saman. Í nýlegri fundargerð stjórnar kemur nefnilega fram að áætlanir stjórnenda RÚV geri ráð fyrir tæplega 18% vexti í auglýsingasölu milli áranna 2023 og 2024. Svo mikið fyrir fyrirheitin fögru um “minnkandi umsvif Ríkisútvarpsins á samkeppnismarkaði”. Fjölmiðlamarkaðurinn er síbreytilegur. Á undanförnum árum höfum við séð rótgróna miðla hverfa af markaði. Fréttablaðið - sem ekki alls fyrir löngu var stærsti auglýsingamiðill landsins - dó drottni sínum á síðasta ári. Alls staðar í kringum okkur eru prentmiðlar að leggja upp laupana. Mikil samþjöppun er á sjónvarpsmarkaði, þar sem hefðbundin línuleg áskriftarmódel eru á undanhaldi. Meira að segja rótgrónu risarnir Paramount, Warner og Discovery ræða nú kosti og galla sameiningar félaganna. Nýir miðlar skjóta svo í sífellu upp kollinum. Streymisveiturnar þekktust varla fyrir nokkrum árum en eru nú með verulega markaðshlutdeild þvert á landamæri. Facebook, Google, Youtube og fleiri erlend stórfyrirtæki taka nú til sín stóran hluta auglýsingatekna á Íslandi sem annarsstaðar. Þrátt fyrir þetta er mesta furða hve mikil gróska er á íslenskum fjölmiðlamarkaði. Ekki þýðir heldur að kveinka sér undan þeirri samkeppni sem kemur að utan og grundvallast á tækninýjungum og hugviti á heimsmælikvarða. Hitt er hins vegar verra þegar ógnin kemur að innan, og byggist á íhaldssemi, ótta við breytingar og tækni sem er á undanhaldi. Hver myndi annars leggja til í dag að stofnaður yrði ríkisfjölmiðill með skylduáskrift sem fyrst og fremst byggði á útvarpi og línulegri dagskrá í sjónvarpi? Og ekki nóg með það heldur skyldi hann líka keppast við einkareknu miðlana um takmarkaðar auglýsingatekjur? Rekstrarumhverfi fjölmiðla er erfitt og óstöðugt. Þá ríður á að ríkisvaldið geri sitt til að bæta umhverfið, eða flækist að minnsta kosti ekki fyrir. Þátttaka RÚV á auglýsingamarkaði stendur kraftmiklum einkareknum fjölmiðlum fyrir þrifum. Sömu miðlar og þurfa að keppa við Ríkisútvarpið um starfsfólk og afþreyingarefni. Í þessu samhengi eru mikil vonbrigði að átta sig á því að fjögurra vikna gömul yfirlýsing menntamálaráðherra virðist vera orðin tóm. Stjórnvöld ætla ekki að hjálpa einkareknu miðlunum að blómstra í erfiðu alþjóðlegu umhverfi, heldur virðast þvert á móti ætla að auka enn á séríslenska, heimagerða hindrun. Hljóð og mynd fara einfaldlega ekki saman í málefnum RÚV. Höfundur er forstjóri Sýnar hf.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun