Kalli svikinn um löggilt kynþokkavottorðið Jakob Bjarnar skrifar 26. janúar 2024 12:06 Því verður ekki á móti mælt að Karl Sigurðsson, tölvunarfræðingur og poppstjarna, er löðrandi í kynþokka. Sjóðheitur að sögn Tobbu, sem vill hafa hann fyrir sig. Í tilefni bóndadags birti DV lista yfir kynþokkafyllstu karlmenn landsins. Og eru eins og vænta má margir álitlegir menn kynntir til sögunnar. Þar vekur til að mynda athygli að þeir feðgar Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra og sonur hans Benedikt Bjarnason komast báðir á blað. Löðrandi í kynþokka, myndarlegir og hávaxnir feðgar. Þegar litið er til þeirra sem eru álitsgjafar kemur á daginn að þar eru þekktar drottningar: Tobba Marinós, athafna- og fjölmiðlakona, Ellý Ármanns, spákona, Viktor Andersen, hjúkrunarfræðingur, Ásdís Rán Gunnarsdóttir, Ísdrottning og glamúrfyrirsæta. Það sem vekur ennfremur athygli er að bæði Ellý og Ásdís Rán komu sínum körlum á lista, þeim Hlyni Jakobssyni veitingamanni og plötusnúði og svo er ískóngurinn Þórður Daníel á lista. Sjóðheitur Kalli ekki á lista Hér verður því ekki haldið fram að þeir séu þarna af annarlegum ástæðum, vegna klíku en … þetta æpir á spurninguna: Hvar er Karl Sigurðsson, tölvunarfræðingur, poppstjarna og eiginmaður Tobbu? Af hverju er hann ekki á lista? Tobba Marinós ásamt eiginmanni sínum Karli Sigurðssyni. Fjarvera Kalla á lista yfir kynþokkafyllstu karlmenn landsins, sér í lagi af því að Tobba var meðal álitsgjafa, hafa vakið upp ýmsar spurningar. „Já,“ segir Karl. „Sko, mér skilst að henni hafi verið meinað að nefna sinn eiginmann. Ég held að það séu oftast reglurnar.“ Já, ók. Hún er þá bara að fylgja reglunum. „Jájá, hún er svo ofboðslega hlýðin.“ Þær Ásdís Rán og Ellý hafa ekki gefið mikið fyrir þessar reglur, að því er virðist. Nema einhverjir aðrir álitsgjafar hafi nefnt þeirra karla til sögunnar? En þetta getur reyndar átt sér aðrar skýringar, nefnilega þær að Tobba vilji hafa Kalla útaf fyrir sig: „Kona vill auðvitað ekki fá einhverjar einhleypar guggur á eftir eiginmanninum. Hann er sjóðheitur, sko," segir Tobba í samtali við Vísi. Og því til staðfestingar sendir hún blaðamanni Vísis mynd því til sönnunar. „Dálítið fölur, en samt.“ Karl ásamt félögum sínum í Baggalúti. Svolítið fölur en sjóðheitur, að mati eiginkonu sinnar. Fréttir af Klopp yfirskyggja kynþokkatíðindin Karl var ekki búinn að berja listann augum þegar Vísir náði tali af honum, hann var upptekinn af fregnum af Jurgen Klopp og fyrirhuguðu brotthvarfi hans frá Liverpool. „Hræðilegar fréttir. Það ætti að gera frétt af viðbrögðum Liverpool-manna við þeirri frétt. Kynþokkafyllsti þjálfari heimsins. Hvað segir Sóli Hólm? Þetta eru fréttir sem maður man alltaf hvar maður var þegar maður heyrir þær.“ Karl segir vert að gefa kynþokkanum gaum þó sjálfur sé hann ekki að eltast við slíkt, orðinn fimmtugur. En þetta sé klassík. „Þetta var alltaf á rás 2 á sínum tíma, þá var alltaf verið að velja kynþokkafyllstu karlana. Jón Ólafs var að birta 20 ára kynþokkaafmælið sitt af þeim vettvangi,“ segir Karl og flettir yfir á kynþokkaúttekt DV. „Jájá, þetta eru margir álitlegir menn þarna. Heldur betur.“ Fjölmiðlar Ástin og lífið Bóndadagur Mest lesið Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ Lífið Íslenski hönnuðurinn sem Dorrit dýrkar Tíska og hönnun Fékk sterkari bein án lyfja Lífið samstarf Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Lífið Söguleg rappveisla í Laugardalnum Tónlist Með sálfræðigráðu á leið í skartgripahönnun í Róm Tíska og hönnun Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lífið Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin Lífið Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Lífið Fleiri fréttir Fyrsta Ungfrú Grænland í tuttugu og fimm ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Sjá meira
Þar vekur til að mynda athygli að þeir feðgar Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra og sonur hans Benedikt Bjarnason komast báðir á blað. Löðrandi í kynþokka, myndarlegir og hávaxnir feðgar. Þegar litið er til þeirra sem eru álitsgjafar kemur á daginn að þar eru þekktar drottningar: Tobba Marinós, athafna- og fjölmiðlakona, Ellý Ármanns, spákona, Viktor Andersen, hjúkrunarfræðingur, Ásdís Rán Gunnarsdóttir, Ísdrottning og glamúrfyrirsæta. Það sem vekur ennfremur athygli er að bæði Ellý og Ásdís Rán komu sínum körlum á lista, þeim Hlyni Jakobssyni veitingamanni og plötusnúði og svo er ískóngurinn Þórður Daníel á lista. Sjóðheitur Kalli ekki á lista Hér verður því ekki haldið fram að þeir séu þarna af annarlegum ástæðum, vegna klíku en … þetta æpir á spurninguna: Hvar er Karl Sigurðsson, tölvunarfræðingur, poppstjarna og eiginmaður Tobbu? Af hverju er hann ekki á lista? Tobba Marinós ásamt eiginmanni sínum Karli Sigurðssyni. Fjarvera Kalla á lista yfir kynþokkafyllstu karlmenn landsins, sér í lagi af því að Tobba var meðal álitsgjafa, hafa vakið upp ýmsar spurningar. „Já,“ segir Karl. „Sko, mér skilst að henni hafi verið meinað að nefna sinn eiginmann. Ég held að það séu oftast reglurnar.“ Já, ók. Hún er þá bara að fylgja reglunum. „Jájá, hún er svo ofboðslega hlýðin.“ Þær Ásdís Rán og Ellý hafa ekki gefið mikið fyrir þessar reglur, að því er virðist. Nema einhverjir aðrir álitsgjafar hafi nefnt þeirra karla til sögunnar? En þetta getur reyndar átt sér aðrar skýringar, nefnilega þær að Tobba vilji hafa Kalla útaf fyrir sig: „Kona vill auðvitað ekki fá einhverjar einhleypar guggur á eftir eiginmanninum. Hann er sjóðheitur, sko," segir Tobba í samtali við Vísi. Og því til staðfestingar sendir hún blaðamanni Vísis mynd því til sönnunar. „Dálítið fölur, en samt.“ Karl ásamt félögum sínum í Baggalúti. Svolítið fölur en sjóðheitur, að mati eiginkonu sinnar. Fréttir af Klopp yfirskyggja kynþokkatíðindin Karl var ekki búinn að berja listann augum þegar Vísir náði tali af honum, hann var upptekinn af fregnum af Jurgen Klopp og fyrirhuguðu brotthvarfi hans frá Liverpool. „Hræðilegar fréttir. Það ætti að gera frétt af viðbrögðum Liverpool-manna við þeirri frétt. Kynþokkafyllsti þjálfari heimsins. Hvað segir Sóli Hólm? Þetta eru fréttir sem maður man alltaf hvar maður var þegar maður heyrir þær.“ Karl segir vert að gefa kynþokkanum gaum þó sjálfur sé hann ekki að eltast við slíkt, orðinn fimmtugur. En þetta sé klassík. „Þetta var alltaf á rás 2 á sínum tíma, þá var alltaf verið að velja kynþokkafyllstu karlana. Jón Ólafs var að birta 20 ára kynþokkaafmælið sitt af þeim vettvangi,“ segir Karl og flettir yfir á kynþokkaúttekt DV. „Jájá, þetta eru margir álitlegir menn þarna. Heldur betur.“
Fjölmiðlar Ástin og lífið Bóndadagur Mest lesið Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ Lífið Íslenski hönnuðurinn sem Dorrit dýrkar Tíska og hönnun Fékk sterkari bein án lyfja Lífið samstarf Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Lífið Söguleg rappveisla í Laugardalnum Tónlist Með sálfræðigráðu á leið í skartgripahönnun í Róm Tíska og hönnun Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lífið Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin Lífið Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Lífið Fleiri fréttir Fyrsta Ungfrú Grænland í tuttugu og fimm ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Sjá meira