Kalli svikinn um löggilt kynþokkavottorðið Jakob Bjarnar skrifar 26. janúar 2024 12:06 Því verður ekki á móti mælt að Karl Sigurðsson, tölvunarfræðingur og poppstjarna, er löðrandi í kynþokka. Sjóðheitur að sögn Tobbu, sem vill hafa hann fyrir sig. Í tilefni bóndadags birti DV lista yfir kynþokkafyllstu karlmenn landsins. Og eru eins og vænta má margir álitlegir menn kynntir til sögunnar. Þar vekur til að mynda athygli að þeir feðgar Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra og sonur hans Benedikt Bjarnason komast báðir á blað. Löðrandi í kynþokka, myndarlegir og hávaxnir feðgar. Þegar litið er til þeirra sem eru álitsgjafar kemur á daginn að þar eru þekktar drottningar: Tobba Marinós, athafna- og fjölmiðlakona, Ellý Ármanns, spákona, Viktor Andersen, hjúkrunarfræðingur, Ásdís Rán Gunnarsdóttir, Ísdrottning og glamúrfyrirsæta. Það sem vekur ennfremur athygli er að bæði Ellý og Ásdís Rán komu sínum körlum á lista, þeim Hlyni Jakobssyni veitingamanni og plötusnúði og svo er ískóngurinn Þórður Daníel á lista. Sjóðheitur Kalli ekki á lista Hér verður því ekki haldið fram að þeir séu þarna af annarlegum ástæðum, vegna klíku en … þetta æpir á spurninguna: Hvar er Karl Sigurðsson, tölvunarfræðingur, poppstjarna og eiginmaður Tobbu? Af hverju er hann ekki á lista? Tobba Marinós ásamt eiginmanni sínum Karli Sigurðssyni. Fjarvera Kalla á lista yfir kynþokkafyllstu karlmenn landsins, sér í lagi af því að Tobba var meðal álitsgjafa, hafa vakið upp ýmsar spurningar. „Já,“ segir Karl. „Sko, mér skilst að henni hafi verið meinað að nefna sinn eiginmann. Ég held að það séu oftast reglurnar.“ Já, ók. Hún er þá bara að fylgja reglunum. „Jájá, hún er svo ofboðslega hlýðin.“ Þær Ásdís Rán og Ellý hafa ekki gefið mikið fyrir þessar reglur, að því er virðist. Nema einhverjir aðrir álitsgjafar hafi nefnt þeirra karla til sögunnar? En þetta getur reyndar átt sér aðrar skýringar, nefnilega þær að Tobba vilji hafa Kalla útaf fyrir sig: „Kona vill auðvitað ekki fá einhverjar einhleypar guggur á eftir eiginmanninum. Hann er sjóðheitur, sko," segir Tobba í samtali við Vísi. Og því til staðfestingar sendir hún blaðamanni Vísis mynd því til sönnunar. „Dálítið fölur, en samt.“ Karl ásamt félögum sínum í Baggalúti. Svolítið fölur en sjóðheitur, að mati eiginkonu sinnar. Fréttir af Klopp yfirskyggja kynþokkatíðindin Karl var ekki búinn að berja listann augum þegar Vísir náði tali af honum, hann var upptekinn af fregnum af Jurgen Klopp og fyrirhuguðu brotthvarfi hans frá Liverpool. „Hræðilegar fréttir. Það ætti að gera frétt af viðbrögðum Liverpool-manna við þeirri frétt. Kynþokkafyllsti þjálfari heimsins. Hvað segir Sóli Hólm? Þetta eru fréttir sem maður man alltaf hvar maður var þegar maður heyrir þær.“ Karl segir vert að gefa kynþokkanum gaum þó sjálfur sé hann ekki að eltast við slíkt, orðinn fimmtugur. En þetta sé klassík. „Þetta var alltaf á rás 2 á sínum tíma, þá var alltaf verið að velja kynþokkafyllstu karlana. Jón Ólafs var að birta 20 ára kynþokkaafmælið sitt af þeim vettvangi,“ segir Karl og flettir yfir á kynþokkaúttekt DV. „Jájá, þetta eru margir álitlegir menn þarna. Heldur betur.“ Fjölmiðlar Ástin og lífið Bóndadagur Mest lesið Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Lífið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Sleikurinn við Collin Farrell ógleymanlegur Lífið Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Lífið Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Menning Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Fleiri fréttir Sleikurinn við Collin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Sjá meira
Þar vekur til að mynda athygli að þeir feðgar Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra og sonur hans Benedikt Bjarnason komast báðir á blað. Löðrandi í kynþokka, myndarlegir og hávaxnir feðgar. Þegar litið er til þeirra sem eru álitsgjafar kemur á daginn að þar eru þekktar drottningar: Tobba Marinós, athafna- og fjölmiðlakona, Ellý Ármanns, spákona, Viktor Andersen, hjúkrunarfræðingur, Ásdís Rán Gunnarsdóttir, Ísdrottning og glamúrfyrirsæta. Það sem vekur ennfremur athygli er að bæði Ellý og Ásdís Rán komu sínum körlum á lista, þeim Hlyni Jakobssyni veitingamanni og plötusnúði og svo er ískóngurinn Þórður Daníel á lista. Sjóðheitur Kalli ekki á lista Hér verður því ekki haldið fram að þeir séu þarna af annarlegum ástæðum, vegna klíku en … þetta æpir á spurninguna: Hvar er Karl Sigurðsson, tölvunarfræðingur, poppstjarna og eiginmaður Tobbu? Af hverju er hann ekki á lista? Tobba Marinós ásamt eiginmanni sínum Karli Sigurðssyni. Fjarvera Kalla á lista yfir kynþokkafyllstu karlmenn landsins, sér í lagi af því að Tobba var meðal álitsgjafa, hafa vakið upp ýmsar spurningar. „Já,“ segir Karl. „Sko, mér skilst að henni hafi verið meinað að nefna sinn eiginmann. Ég held að það séu oftast reglurnar.“ Já, ók. Hún er þá bara að fylgja reglunum. „Jájá, hún er svo ofboðslega hlýðin.“ Þær Ásdís Rán og Ellý hafa ekki gefið mikið fyrir þessar reglur, að því er virðist. Nema einhverjir aðrir álitsgjafar hafi nefnt þeirra karla til sögunnar? En þetta getur reyndar átt sér aðrar skýringar, nefnilega þær að Tobba vilji hafa Kalla útaf fyrir sig: „Kona vill auðvitað ekki fá einhverjar einhleypar guggur á eftir eiginmanninum. Hann er sjóðheitur, sko," segir Tobba í samtali við Vísi. Og því til staðfestingar sendir hún blaðamanni Vísis mynd því til sönnunar. „Dálítið fölur, en samt.“ Karl ásamt félögum sínum í Baggalúti. Svolítið fölur en sjóðheitur, að mati eiginkonu sinnar. Fréttir af Klopp yfirskyggja kynþokkatíðindin Karl var ekki búinn að berja listann augum þegar Vísir náði tali af honum, hann var upptekinn af fregnum af Jurgen Klopp og fyrirhuguðu brotthvarfi hans frá Liverpool. „Hræðilegar fréttir. Það ætti að gera frétt af viðbrögðum Liverpool-manna við þeirri frétt. Kynþokkafyllsti þjálfari heimsins. Hvað segir Sóli Hólm? Þetta eru fréttir sem maður man alltaf hvar maður var þegar maður heyrir þær.“ Karl segir vert að gefa kynþokkanum gaum þó sjálfur sé hann ekki að eltast við slíkt, orðinn fimmtugur. En þetta sé klassík. „Þetta var alltaf á rás 2 á sínum tíma, þá var alltaf verið að velja kynþokkafyllstu karlana. Jón Ólafs var að birta 20 ára kynþokkaafmælið sitt af þeim vettvangi,“ segir Karl og flettir yfir á kynþokkaúttekt DV. „Jájá, þetta eru margir álitlegir menn þarna. Heldur betur.“
Fjölmiðlar Ástin og lífið Bóndadagur Mest lesið Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Lífið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Sleikurinn við Collin Farrell ógleymanlegur Lífið Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Lífið Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Menning Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Fleiri fréttir Sleikurinn við Collin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Sjá meira