
Akstursíþróttir

Hamilton og Verstappen ósammála um stóra reglubreytingu
Sjöfaldi heimsmeistarinn Lewis Hamilton vill að ný regla verði kynnt til leiks í Formúlu 1 sem segir til um hvenær lið megi byrja að vinna í bíl næsta tímabils. Tvöfaldi heimsmeistarinn Max Verstappen er þó ekki sammála.

NASCAR-stjarna dregur sig í hlé eftir blóðugan fjölskylduharmleik
Sjöfaldi NASCAR-meistarinn Jimmie Johnson keppir ekki um helgina eftir að foreldrar og ungur frændi eiginkonu hans fundust látin á mánudag. Svo virðist sem að tengdamóðir hans hafi skotið eiginmann sinn og barnabarn til bana áður en hún svipti sig lífi.

Eyþór hálsbrotnaði við keppni í Ólafsvík
Eyþór Reynisson, einn fremsti og reynslumesti vélhjólaíþróttamaður landsins, hálsbrotnaði við keppni í fjörunni á milli Ólafsvíkur og Rifs um helgina.

Hefur áhyggjur af því að yfirvofandi reglubreyting muni valda árekstrum
Liðin í Formúlu 1 kjósa í næsta mánuði um reglubreytingu sem myndi banna dekkjahlífar sem halda hita á dekkjum bílanna inni í skúr. George Russell, ökumaður Mercedes, segist ekki í vafa um að sú breyting myndi valda árekstrum, en dekkjaframleiðandinn Pirelli segir að ökumenn verði einfaldlega að aðlagast breytingunum.

Keyrði með fugl fastan í bremsubúnaði stóran hluta keppninnar
Tvöfaldi heimsmeistarinn Max Verstappen þurfti að keyra með óvæntan laumufarþega er hann tryggði Red Bull liðinu sinn hundraðasta sigur í Formúlu 1 í gær.

Max Verstappen á ráspól í Montreal í kvöld
Max Verstappen, ökumaður Red Bull, verður á ráspól í Montreal í Kanada í kvöld en hann tryggði sér stöðuna með nokkrum yfirburðum í tímatökum í gær, sem lituðust af úrkomu og óhöppum á brautinni.

Ferrari batt enda á fimm ára sigurgöngu Toyota í Le Mans
Hin goðasagnakennda 24 klukkustunda þolaksturskeppni í Le Mans í Frakkland fór fram um helgina og var það lið Ferrari sem fór með sigur af hólmi. Var þetta fyrsti sigur Ferrari í keppninni síðan 1965.

Kristaps Porzingis gefur Formúlu 1 frama upp á bátinn
Kristaps Porzingis, leikmaður Washington Wizards, er einn af hávöxnustu leikmönnum NBA en hann er skráður 221 cm. Hann var staddur á Grand Prix F1 mótinu á Spáni á dögunum og er óhætt að fullyrða að Porzingis sé ólíklegur til að setjast undir stýri á formúlubíl í nánustu framtíð.

Toto vonar að Hamilton undirriti nýjan samning fyrir næstu keppni
Toto Wolff, liðsstjóri Mercedes í Formúlu 1, segir að nú sé það frekar spurning um daga en vikur hvenær sjöfaldi heimsmeistarinn Lewis Hamilton muni skrifa undir nýjan samning við liðið.

Þyrlan flutti þrjá slasaða mótorhjólamenn á sjúkrahús
Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út síðdegis vegna tveggja aðskilinna vélhjólaslysa, annars vegar á Búðarhálsi þar sem tveir slösuðust og hins vegar við Flúðir þar sem einn slasaðist á krossaramóti. Allir þrír voru fluttir á Landspítala til aðhlynningar.

Shakira fer úr boltanum í formúluna
Kólumbíska stjarnan Shakira virðist vera búin að finna sér nýjan elskhuga ef marka má myndir sem náðust af henni með breska ökuþórnum Lewis Hamilton í Madríd. Í síðasta mánuði sást parið einnig saman á snekkju í Miami.

Segir ómögulegt að ná Verstappen og er farinn að huga að næsta tímabili
Þrátt fyrir að aðeins tæplega þriðjungur af tímabilinu í Formúlu 1 sé lokið segist sjöfaldi heimsmeistarinn Lewis Hamilton strax vera farinn að huga að næsta tímabili. Ekki sé hægt að berjast við Max Verstappen á Red Bull um heimsmeistaratitilinn í ár.

Verstappen vann á Spáni og Mercedes minnti á sig
Max Verstappen, ríkjandi Formúlu 1 heimsmeistari og ökumaður Red Bull Racing, bar sigur úr býtum í Spánar-kappakstrinum sem fór fram í dag.

Hamilton þurfi að biðjast afsökunar: „Hefði ekki átt að gerast“
Nico Rosberg, Formúlu 1 heimsmeistari og nú sérfræðingur Sky Sports í tengslum við mótaröðina, segir að fyrrum liðsfélagi sinn og keppinautur Lewis Hamilton ætti að biðjast afsökunar líkt og George Russell vegna uppákomu sem varð á milli þeirra í tímatökum á Spáni í gær.

Óvæntar vendingar á Spáni í dag
Max Verstappen, ríkjandi heimsmeistari ökumanna í Formúlu 1 og ökumaður Red Bull Racing, verður á rásspól í Spánarkappakstrinum sem fram fer á morgun.

Verstappen ræsir fremstur en liðsfélaginn aftastur
Tvöfaldi heimsmeistarinn Max Verstappen verður á ráspól þegar farið verður af stað í Mónakó-kappakstrinum í Formúlu 1 á morgun. Liðsfélagi hans hjá Red Bull, Sergio Perez, ræsir hins vegar aftastur.

Blæs á sögusagnir um Ferrari og er við það að undirrita nýjan samning
Sjöfaldi heimsmeistarinn Lewis Hamilton, sigursælasti ökuþór allra tíma í Formúlu 1, segist ekki vera í viðræðum við Ferrari og að hann sé nálægt því að skrifa undir nýjan samning við Mercedes.

Ferrari leggur sitt af mörkum í kjölfar mannskæðra flóða á Ítalíu
Formúlu 1 lið Ferrari hefur gefið eina milljón evra, yfir 150 milljónum íslenskra króna, til hjálparstarfs í Emilia-Romagna héraði en flóð hafa valdið manntjóni og mikilli eyðileggingu á svæðinu.

Myndasyrpa: Sindra torfæran á Hellu
Sindra torfæran á Hellu var á sínum stað og fór hún fram með pompi og prakt um helgina. Gríðarleg stemning var á svæðinu eins og myndirnar hér að neðan bera með sér.

Charles Leclerc gæti komið í stað Lewis Hamilton
Toto Wolff, framkvæmdarstjóri Mercedes, segir að Charles Leclerc, ökuþór Ferrari, sé undir smásjá liðsins. Samningsviðræður Mercedes og Lewis Hamilton ganga illa.

Hefur fulla trú á því að hann geti barist um titilinn við Verstappen
Sergio Perez, ökumaður Red Bull í Formúlu 1, segist hafa fulla trú á því að hann geti barist við liðsfélaga sinn, tvöfalda heimsmeistarann Max Verstappen, um heimsmeistaratitilinn á tímabilinu.

Red Bull fyrstir í mark í Bakú
Red Bull kom, sá og sigraði Formúlu 1 kappaksturinn í Bakú í Aserbaísjan.

Leclerc á ráspól í Aserbaídsjan
Charles Leclerc á Ferrari verður á ráspól þegar farið verður af stað í Bakú í Aserbaídsjan í Formúlu 1 á morgun. Tvöfaldi heimsmeistarinn Max Verstappen ræsir annar, en þetta verður þriðja árið í röð sem Leclerc ræsir fremstur í Bakú.

Ritstjóri rekinn vegna „gervigreindarviðtalsins“ við Schumacher
Útgefandi þýsks tímarits sem birti uppdiktað viðtal við Michael Schumacher rak ritstjóra sinn og bað fjölskyldu margfalda Formúlu 1-meistarans afsökunar. Fjölskyldan sagðist ætla að stefna tímaritinu vegna greinarinnar í síðustu viku.

Ritstjórinn rekinn eftir smekklausa og villandi grein um Schumacher
Ritstjóra þýska tímaritsins Die Aktuelle hefur verið sagt upp störfum eftir að viðtal, sem sagt var vera við þýsku Formúlu 1 goðsögnina Michael Schumacher en var í raun texti settur saman af gervigreindarforriti, birtist í nýlegu tölublaði tímaritsins.

Verstappen kom fyrstur út úr óreiðunni í Melbourne
Formúlu 1 kappakstur helgarinnar fór fram í Melbourne í Ástralíu. Segja má að óreiða hafi einkennt keppni dagsins en alls þurftu átta bílar að draga sig úr keppni áður en yfir lauk.

Verstappen á ráspól en sigurvegari síðustu keppni ræsir aftastur
Tvöfaldi heimsmeistarinn Max Verstappen verður á ráspól þegar farið verður af stað í ástralska kappakstrinum í Formúlu 1 á morgun, en liðsfélagi hans hjá Red Bull, Sergio Perez, ræsir hins vegar aftastur.

Alonso komst á verðlaunapall í hundraðasta skipti eftir allt saman
Það var viðburðarrík helgi í Formúlu 1 þar sem keppt var í Sádi-Arabíu að þessu sinni. Sergio Pérez kom, sá og sigraði. Max Verstappen endaði í 2. sæti eftir að byrja fimmtándi í rásröðinni og gamla brýnið Fernando Alonso endaði að lokum í 3. sæti eftir að refsingin sem honum var gefin að kappakstri loknum var dæmd ógild.

Öruggur sigur Pérez og magnaður Verstappen komst á verðlaunapall
Sergio Pérez, ökumaður Red Bull, kom sá og sigraði í Formúlu 1 kappakstrinum í Sádi-Arabíu. Samherji hans, heimsmeistarinn Max Verstappen, tókst á undraverðan hátt að enda á verðlaunapalli þrátt fyrir að ræsa fimmtándi.

Perez á ráspól en heimsmeistarinn ræsir fimmtándi
Mexíkóski ökuþórinn Sergio Perez verður á ráspól þegar farið verður af stað í Sádí Arabíu í öðrum kappakstri tímabilsins í Formúlu 1 síðar í dag. Liðsfélagi hans hjá Red Bull, tvöfaldi heimsmeistarinn Max Verstappen, verður hins vegar fimmtándi í rásröðinni.