Eknar verða 6 brautir að vanda og má búast við mikilli spennu á toppnum, eins og sýndi sig síðast þegar keppt var á svæðinu árið 2021.
Ingvar Jóhannesson á Víkingnum leiðir Íslandsmótið, með sigri í dag fer hann langleiðina með að tryggja sér titilinn. Í öðru sæti er Þór Þormar Pálsson, sem gerði sér lítið fyrir í gær og keyrði torfærubílnum yfir Blöndu.
Keppni hefst klukkan 11 og má búast við að henni ljúki um kl. 16.
Sýnt verður beint frá torfærunni, sem kölluð er Jón & Margeir torfæran, hér á Vísi og Stöð 2 Sport 5 og hefst útsending klukkan 10:55.