Verstappen ætlar ekki að biðjast afsökunar: „Geta haldið sig heima“ Aron Guðmundsson skrifar 22. júlí 2024 13:30 Verstappen var ósáttur í gær, það er óhætt að segja það. Vísir/Getty Ríkjandi Formúlu 1 heimsmeistarinn Max Verstappen, ökuþór Red Bull Racing segist ekki þurfa biðjast afsökunar á framferði sínu og orðbragði í samskiptum við lið sitt í ungverska kappakstrinum í gær. Segja má að allt sem gat farið úrskeiðis, fyrir Red Bull Racing og Max Verstappen í kappakstri gærdagsins, hafi farið úrskeiðis. Eftir að hafa ræst í þriðja sæti í kappakstrinum og haldið þeirri stöðu sá röð atvika og slæmra ákvarðana til þess að Hollendingurinn féll niður listann og fór svo að hann endaði í fimmta sæti kappakstursins eftir að hafa lent í árekstri við Bretann Lewis Hamilton undir lok hans. Á meðan á kappakstrinum stóð mátti heyra hvöss orðaskipti Verstappen við liðs sitt í gegnum samskiptakerfi bílsins. Þurfti ítrekað að þagga niður í hluta orðræðu Verstappen í beinni sjónvarpsútsendingu frá kappakstrinum því þau voru mörg orðin, sem Hollendingurinn lét falla, sem þóttu ekki birtingahæf. Ástralinn Oscar Piastri, ökuþór McLaren, fór með sigur af hólmi í kappakstrinum. Hans fyrsti sigur í Formúlu 1 mótaröðinni og liðsfélagi hans, Lando Norris, hreppti annað sætið á undan Lewis Hamilton, ökuþór Mercedes sem endaði í þriðja sæti. Í viðtali hjá Sky Sports eftir ungverska kappakstursinn var Verstappen spurður að því hvort hann hyggðist biðjast liðsfélaga sína afsökunar á hegðun sinni á meðan á kappakstrinum stóð. „Ég tel okkur ekki þurfa að biðjast afsökunar þegar að svona staða kemur upp. Við þurfum bara að standa okkur betur,“ svaraði Verstappen sem leiðir stigakeppni ökuþóra í Formúlu 1. „Ég skil ekki af hverju sumir telja að þú megir ekki láta heyra í þér í gegnum samskiptakerfi bílsins. Þetta er íþrótt. Ef þetta er ekki að skapi einhverra þá geta þeir hinir sömu haldið sig heima.“ Góðu fréttirnar fyrir Verstappen og liðsfélaga hans í Red Bull Racing eru þær að ekki er langt þangað til að þeir geta kvittað fyrir slæma frammistöðu um nýliðna helgi. Tímabilið í Formúlu 1 heldur áfram um komandi helgi þegar að keppnishelgin á Spa Francorchamps fer fram. Akstursíþróttir Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Körfubolti Fleiri fréttir Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Segja má að allt sem gat farið úrskeiðis, fyrir Red Bull Racing og Max Verstappen í kappakstri gærdagsins, hafi farið úrskeiðis. Eftir að hafa ræst í þriðja sæti í kappakstrinum og haldið þeirri stöðu sá röð atvika og slæmra ákvarðana til þess að Hollendingurinn féll niður listann og fór svo að hann endaði í fimmta sæti kappakstursins eftir að hafa lent í árekstri við Bretann Lewis Hamilton undir lok hans. Á meðan á kappakstrinum stóð mátti heyra hvöss orðaskipti Verstappen við liðs sitt í gegnum samskiptakerfi bílsins. Þurfti ítrekað að þagga niður í hluta orðræðu Verstappen í beinni sjónvarpsútsendingu frá kappakstrinum því þau voru mörg orðin, sem Hollendingurinn lét falla, sem þóttu ekki birtingahæf. Ástralinn Oscar Piastri, ökuþór McLaren, fór með sigur af hólmi í kappakstrinum. Hans fyrsti sigur í Formúlu 1 mótaröðinni og liðsfélagi hans, Lando Norris, hreppti annað sætið á undan Lewis Hamilton, ökuþór Mercedes sem endaði í þriðja sæti. Í viðtali hjá Sky Sports eftir ungverska kappakstursinn var Verstappen spurður að því hvort hann hyggðist biðjast liðsfélaga sína afsökunar á hegðun sinni á meðan á kappakstrinum stóð. „Ég tel okkur ekki þurfa að biðjast afsökunar þegar að svona staða kemur upp. Við þurfum bara að standa okkur betur,“ svaraði Verstappen sem leiðir stigakeppni ökuþóra í Formúlu 1. „Ég skil ekki af hverju sumir telja að þú megir ekki láta heyra í þér í gegnum samskiptakerfi bílsins. Þetta er íþrótt. Ef þetta er ekki að skapi einhverra þá geta þeir hinir sömu haldið sig heima.“ Góðu fréttirnar fyrir Verstappen og liðsfélaga hans í Red Bull Racing eru þær að ekki er langt þangað til að þeir geta kvittað fyrir slæma frammistöðu um nýliðna helgi. Tímabilið í Formúlu 1 heldur áfram um komandi helgi þegar að keppnishelgin á Spa Francorchamps fer fram.
Akstursíþróttir Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Körfubolti Fleiri fréttir Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira