Ralf Schumacher kemur út úr skápnum Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 15. júlí 2024 10:01 Ralf Schumacher frumsýndi nýja kærastann á Instagram-síðu sinni í gær. Marco Canoniero/LightRocket via Getty Images Ralf Schumacher, fyrrverandi ökuþór í Formúlu 1 og yngri bróðir sjöfalda heimsmeistarans Michael Schumacher, hefur tilkynnt að hann sé samkynhneigður. Schumacher birti mynd á Instagram-síðu sinni í gær þar sem hann heldur utan um annan mann og þeir horfa saman á sólsetrið. Sá heitir Etienne og hafa þeir Ralf verið í sambandi í um tvö ár. „Það fallegasta við þetta líf er þegar þú finnur réttan félaga til að hafa þér við hlið og getur deilt öllu með,“ ritar Schumacher með færslunni á Instagram. View this post on Instagram A post shared by Ralf Schumacher (@ralfschumacher_rsc) Schumacher, sem er 49 ára gamall, var giftur fyrirsætunni Cora-Caroline Brinkmann frá árinu 2001. Saman eiga þau einn son, David Schumacher, en þau skildu árið 2015. Hann keppti í Formúlu 1 á árunum 1997-2007 með liðum Jordan, Williams og Toyota. Ferill Ralf Schumacher er ekki eins glæstur og hjá eldri bróður hans Michael Schumacer sem á sínum tíma varð sjö sinnum heimsmeistari. Ralf Schumacher keppti alls 180 sinnum í Formúlu 1 og fagnaði sigri í sex keppnum. Hann og Michael eru því einu bræðurnir sem hafa fagnað sigri í Formúlu 1. Akstursíþróttir Hinsegin Mest lesið Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Í beinni: Sviss - Ísland | Stelpurnar með bakið upp við vegg Fótbolti „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Fótbolti Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Fótbolti Leik lokið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Íslenski boltinn Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss Fótbolti Í beinni: Noregur - Finnland | Mikilvægur leikur fyrir stelpurnar okkar Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Fleiri fréttir Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira
Schumacher birti mynd á Instagram-síðu sinni í gær þar sem hann heldur utan um annan mann og þeir horfa saman á sólsetrið. Sá heitir Etienne og hafa þeir Ralf verið í sambandi í um tvö ár. „Það fallegasta við þetta líf er þegar þú finnur réttan félaga til að hafa þér við hlið og getur deilt öllu með,“ ritar Schumacher með færslunni á Instagram. View this post on Instagram A post shared by Ralf Schumacher (@ralfschumacher_rsc) Schumacher, sem er 49 ára gamall, var giftur fyrirsætunni Cora-Caroline Brinkmann frá árinu 2001. Saman eiga þau einn son, David Schumacher, en þau skildu árið 2015. Hann keppti í Formúlu 1 á árunum 1997-2007 með liðum Jordan, Williams og Toyota. Ferill Ralf Schumacher er ekki eins glæstur og hjá eldri bróður hans Michael Schumacer sem á sínum tíma varð sjö sinnum heimsmeistari. Ralf Schumacher keppti alls 180 sinnum í Formúlu 1 og fagnaði sigri í sex keppnum. Hann og Michael eru því einu bræðurnir sem hafa fagnað sigri í Formúlu 1.
Akstursíþróttir Hinsegin Mest lesið Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Í beinni: Sviss - Ísland | Stelpurnar með bakið upp við vegg Fótbolti „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Fótbolti Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Fótbolti Leik lokið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Íslenski boltinn Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss Fótbolti Í beinni: Noregur - Finnland | Mikilvægur leikur fyrir stelpurnar okkar Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Fleiri fréttir Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira