Norris hleypti Piastri fram úr sér og Ástralinn vann sinn fyrsta sigur Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 21. júlí 2024 15:11 Oscar Piastri fagnar sigri í ungverska kappakstrinum. getty/Bryn Lennon Oscar Piastri á McLaren vann sinn fyrsta sigur í Formúlu 1 þegar hann vann Ungverjalandskappaksturinn í dag. Samherji Piastris, Lando Norris, var með forystuna en hleypti Ástralanum fram úr sér undir lokin og hann kom fyrstur í mark. Þetta er í fyrsta sinn í þrjú ár sem ökumenn McLarens eru í efstu tveimur sætunum í keppni í Formúlu 1. Lewis Hamilton á Mercedes varð þriðji og komst þar með á verðlaunapall í 200. sinn á ferlinum. Charles Leclerc á Ferrari endaði í 4. sæti og heimsmeistarinn Max Verstappen á Red Bull varð að gera sér 5. sætið að góðu. Þrátt fyrir niðurstöðu dagsins er Verstappen enn efstur í keppni ökuþóra. Hann er með 265 stig en Norris er annar með 189 stig. Piastri er í 5. sæti með 149 stig. Red Bull er efst í keppni bílasmiða með 373 stig, Ferrari er í 2. sæti með 302 stig og McLaren í því þriðja með 295 stig. Akstursíþróttir Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Fleiri fréttir Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Samherji Piastris, Lando Norris, var með forystuna en hleypti Ástralanum fram úr sér undir lokin og hann kom fyrstur í mark. Þetta er í fyrsta sinn í þrjú ár sem ökumenn McLarens eru í efstu tveimur sætunum í keppni í Formúlu 1. Lewis Hamilton á Mercedes varð þriðji og komst þar með á verðlaunapall í 200. sinn á ferlinum. Charles Leclerc á Ferrari endaði í 4. sæti og heimsmeistarinn Max Verstappen á Red Bull varð að gera sér 5. sætið að góðu. Þrátt fyrir niðurstöðu dagsins er Verstappen enn efstur í keppni ökuþóra. Hann er með 265 stig en Norris er annar með 189 stig. Piastri er í 5. sæti með 149 stig. Red Bull er efst í keppni bílasmiða með 373 stig, Ferrari er í 2. sæti með 302 stig og McLaren í því þriðja með 295 stig.
Akstursíþróttir Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Fleiri fréttir Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira