Fyrstu tölur úr Norðausturkjördæmi: Halla Tómasdóttir efst Halla Tómasdóttir er með flest atkvæði í fyrstu tölum úr Norðausturkjördæmi. Halla mælist með 35,42 prósent fylgi. Næst á eftir kemur Katrín Jakobsdóttir með 27 prósent og Halla Hrund Logadóttir með 17 prósent. Talin hafa verið 3000 atkvæði. Auðir seðlar 12. Ógildir 4. 1.6.2024 22:58
Halla Hrund: „Þetta ferðalag mun binda okkur saman út ævina“ Halla Hrund Logadóttir ávarpaði stuðningsmenn sína í kosningapartýi sínu í Björtuloftum í Hörpu í kvöld og þakkaði þeim fyrir 55 daga ferðalag sem hún sagði að myndi binda þau saman út ævina. Halla hvatti stuðningsmennina til að fara bjartsýnir inn í kvöldið í aðdraganda fyrstu talna. 1.6.2024 22:07
Fréttatía vikunnar: Kosningar, eldgos og meistarar Hversu vel fylgdist þú með fréttum í vikunni sem líður? Spreyttu þig á Fréttatíunni til þess að komast að því. Sem fyrr er aðeins montréttur að launum fyrir góða frammistöðu. 1.6.2024 07:02
Af vængjum fram: Grínaðist alltaf með að láta húðflúra einstefnuskilti á rassgatið Eiríkur Ingi Jóhannsson forsetaframbjóðandi er fjölskyldufaðir sem er sjóaður í því að borða sterkan mat og hefur lifað af hryllilegt sjóslys. Hann segist aldrei hafa viljað fá sér húðflúr þó eitt hafi komið til greina. 31.5.2024 07:37
Páll Óskar og Skrattar í fyrsta sinn á sama sviði Páll Óskar og Skrattar leiða saman hesta sína og koma í fyrsta sinn fram saman á sviði, sem og í sitthvoru lagi, á tónlistarhátíðinni Innipúkanum um verslunarmannahelgina, 2-4 ágúst. Meðal annara listamanna sem eru tilkynnt til leiks í fyrstu dagskrártilkynningu hátíðarinnar eru Bjartar sveiflur, Ex.Girls, Hatari, Hipsumhaps, Inspector Spacetime, Lúpína, Una Torfa og Vök. 30.5.2024 14:28
Sjáðu svartþrestina yfirgefa hreiðrið Síðasti svartþrastarunginn í hreiðri við heimili Elmars Snorrasonar húsasmiðs í Hvalfjarðarsveit er horfinn á braut. Elmar hefur undanfarnar tvær vikur boðið upp á beina útsendingu frá hreiðrinu og hefur tekið saman stærstu augnablikin í myndböndum sem horfa má á hér fyrir neðan. 30.5.2024 10:52
Af vængjum fram: Eins og í bíómynd þegar þau byrjuðu loksins saman Helga Þórisdóttir forsetaframbjóðandi var alin upp við að borða sterkan mat og kallar ekki allt ömmu sína í þeim efnum. Hún lýsir því þegar hún hitti æskuástina í fyrsta sinn og hvernig þau felldu hugi loksins saman eftir nokkurra ára brottgenga byrjun. 30.5.2024 08:14
Bauð pabba að syngja með sér um íslensku sumargaslýsinguna Feðgarnir og nafnarnir Þórhallur Þórhallsson og Laddi gefa í dag út sitt fyrsta lag saman. Að sögn Þórhalls er lagið á léttum nótum um íslensku gaslýsinguna sem felst í voninni um almennilegt sumar. Sumarlagið í ár að sögn Ladda. 30.5.2024 07:01
Millie Bobby og Bon Jovi yngri í hnapphelduna Millie Bobby Brown og Jake Bongiovi eru gengin í það heilaga. Þetta staðfestir faðir Jake, söngvarinn og goðsögnin Jon Bon Jovi. 29.5.2024 13:31
Vandaði Eurovision ekki kveðjurnar á tónleikum Hollenski tónlistarmaðurinn Joost Klein sem rekinn var úr Eurovision söngvakeppninni í ár fyrstur allra sagði söngvakeppninni til syndanna áður en hann hóf raust sína á tónleikum í Vancouver í Kanada. „Fokk Eurovision!“ sagði hann á sviðinu. 29.5.2024 10:44