Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 16. maí 2025 21:04 Sanna Magdalena Mörudóttir, borgarfulltrúi Sósíalista og formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar, segir ríkið fyrst og fremst bera ábyrgð í máli manns sem hefur haldið íbúm Hverfisgötu í heljargreipum. Vísir/Ívar Fannar Formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar segir ríkið draga lappirnar þegar kemur að því að bjóða andlega veikum einstaklingum viðeigandi úrræði. Á sama tíma sé mikilvægt að hlusta á áhyggjur íbúa sem segjast óttast nágranna sinn á Hverfisgötu. Íbúar á Hverfisgötu lýstu nýverið í kvöldfréttum Stöðvar 2 ófremdarástandi vegna manns sem þeir segja að haldi sér í heljargreipum. Maðurinn sem um ræðir heitir Sigurður Almar, býr í húsnæði í eigu Reykjavíkurborgar og hefur margítrekað komið við sögu lögreglu, síðast þegar hann hélt ferðamanni í gíslingu á heimili sínu. Verjandi hans sagði við fréttastofu að hann glími við geðrænan vanda og sögðu nágrannar óteljandi dæmi um ógnandi hegðun mannsins og óspektir úti á götu. Ástandið sé ólíðandi, hann verði að fá úrræði vegna andlegrar heilsu sinnar. Sanna Magdalena Mörtudóttir, formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar, segir spjótin beinast að ríkinu í málinu. „Við sjáum víða að það eru einmitt ekki til úrræði sem eru til staðar og ég myndi segja að þetta sé birtingarmynd þess þegar við erum ekki að setja fjármagn í velferð, þegar við erum ekki með kerfi til staðar sem á að mæta fólki sem þarf á stuðningi að halda,“ sagði Sanna. „Þannig ég myndi segja algjörlega að við þurfum að einblína á það af hverju erum við ekki með þennan stuðning til staðar og af hverju ríkið hefur ekki verið að bjóða upp á það. Og ég vona svo innilega að við sjáum hratt og fljótt hvernig þau sjá fyrir sér að leysa úr þessum málum hvað varðar þetta svið.“ Hugurinn hjá fólki sem upplifi krefjandi aðstæður Sanna segir sitt hlutverk á sama tíma að taka tillit til áhyggja íbúa. Borgin meti ýmsa þætti þegar verið er að úthluta húsnæði. „Þá er verið að líta til ýmissa þátta og ef búseta gengur í einhverjum tilfellum ekki upp þá verður auðvitað að skoða það og þær reglur sem við erum með og sífellt að þora að líta til þess. En ég ítreka að það eru fleiri aðilar sem þurfa að koma að málum,“ sagði hún. Sanna segir að hún muni fylgja máli mannsins eftir við ríkið og halda áfram samtali um bætta þjónustu til handa andlega veikum einstaklingum í borginni. Það að þarna búi veikur maður sem hefur meðal annars haldið ferðamanni í gíslingu og að hann búi þarna enn hlýtur að hafa áhrif á ímynd borgarinnar? „Ég er fyrst og fremst að hugsa um líðan fólks sem upplifir krefjandi aðstæður bæði manneskjunnar sem við á og íbúa, það er það sem ég er fyrst og fremst að hugsa um,“ sagði Sanna. Reykjavík Lögreglumál Geðheilbrigði Tengdar fréttir Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Íslenskur karlmaður sem sætir gæsluvarðhaldi grunaður um að hafa frelsissvipt erlendan ferðamann í húsnæði á Hverfisgötunni hefur endurtekið komið við sögu lögreglu. Hann er með þroskaskerðingu og hefur við afplánun fyrri dóma verið vistaður í einangrun á öryggisgöngum, fjarri öðrum föngum. 2. maí 2025 15:45 Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Íslenskur karlmaður um fertugt var í gær úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald af Héraðsdómi Reykjavíkur vegna gruns um að hafa frelsissvipt erlendan ferðamann aðfaranótt fimmtudags. Ekki liggur fyrir að svo stöddu hvort maðurinn hafi ætlað að kúga fé úr ferðamanninum. 2. maí 2025 12:27 Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira
Íbúar á Hverfisgötu lýstu nýverið í kvöldfréttum Stöðvar 2 ófremdarástandi vegna manns sem þeir segja að haldi sér í heljargreipum. Maðurinn sem um ræðir heitir Sigurður Almar, býr í húsnæði í eigu Reykjavíkurborgar og hefur margítrekað komið við sögu lögreglu, síðast þegar hann hélt ferðamanni í gíslingu á heimili sínu. Verjandi hans sagði við fréttastofu að hann glími við geðrænan vanda og sögðu nágrannar óteljandi dæmi um ógnandi hegðun mannsins og óspektir úti á götu. Ástandið sé ólíðandi, hann verði að fá úrræði vegna andlegrar heilsu sinnar. Sanna Magdalena Mörtudóttir, formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar, segir spjótin beinast að ríkinu í málinu. „Við sjáum víða að það eru einmitt ekki til úrræði sem eru til staðar og ég myndi segja að þetta sé birtingarmynd þess þegar við erum ekki að setja fjármagn í velferð, þegar við erum ekki með kerfi til staðar sem á að mæta fólki sem þarf á stuðningi að halda,“ sagði Sanna. „Þannig ég myndi segja algjörlega að við þurfum að einblína á það af hverju erum við ekki með þennan stuðning til staðar og af hverju ríkið hefur ekki verið að bjóða upp á það. Og ég vona svo innilega að við sjáum hratt og fljótt hvernig þau sjá fyrir sér að leysa úr þessum málum hvað varðar þetta svið.“ Hugurinn hjá fólki sem upplifi krefjandi aðstæður Sanna segir sitt hlutverk á sama tíma að taka tillit til áhyggja íbúa. Borgin meti ýmsa þætti þegar verið er að úthluta húsnæði. „Þá er verið að líta til ýmissa þátta og ef búseta gengur í einhverjum tilfellum ekki upp þá verður auðvitað að skoða það og þær reglur sem við erum með og sífellt að þora að líta til þess. En ég ítreka að það eru fleiri aðilar sem þurfa að koma að málum,“ sagði hún. Sanna segir að hún muni fylgja máli mannsins eftir við ríkið og halda áfram samtali um bætta þjónustu til handa andlega veikum einstaklingum í borginni. Það að þarna búi veikur maður sem hefur meðal annars haldið ferðamanni í gíslingu og að hann búi þarna enn hlýtur að hafa áhrif á ímynd borgarinnar? „Ég er fyrst og fremst að hugsa um líðan fólks sem upplifir krefjandi aðstæður bæði manneskjunnar sem við á og íbúa, það er það sem ég er fyrst og fremst að hugsa um,“ sagði Sanna.
Reykjavík Lögreglumál Geðheilbrigði Tengdar fréttir Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Íslenskur karlmaður sem sætir gæsluvarðhaldi grunaður um að hafa frelsissvipt erlendan ferðamann í húsnæði á Hverfisgötunni hefur endurtekið komið við sögu lögreglu. Hann er með þroskaskerðingu og hefur við afplánun fyrri dóma verið vistaður í einangrun á öryggisgöngum, fjarri öðrum föngum. 2. maí 2025 15:45 Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Íslenskur karlmaður um fertugt var í gær úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald af Héraðsdómi Reykjavíkur vegna gruns um að hafa frelsissvipt erlendan ferðamann aðfaranótt fimmtudags. Ekki liggur fyrir að svo stöddu hvort maðurinn hafi ætlað að kúga fé úr ferðamanninum. 2. maí 2025 12:27 Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira
Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Íslenskur karlmaður sem sætir gæsluvarðhaldi grunaður um að hafa frelsissvipt erlendan ferðamann í húsnæði á Hverfisgötunni hefur endurtekið komið við sögu lögreglu. Hann er með þroskaskerðingu og hefur við afplánun fyrri dóma verið vistaður í einangrun á öryggisgöngum, fjarri öðrum föngum. 2. maí 2025 15:45
Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Íslenskur karlmaður um fertugt var í gær úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald af Héraðsdómi Reykjavíkur vegna gruns um að hafa frelsissvipt erlendan ferðamann aðfaranótt fimmtudags. Ekki liggur fyrir að svo stöddu hvort maðurinn hafi ætlað að kúga fé úr ferðamanninum. 2. maí 2025 12:27