Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 18. maí 2025 16:32 Már Wolfgang Mixa telur að Seðlabankinn ætti að halda áfram vaxtalækkunarferli. Vísir/Egill Dósent í fjármálum við Háskóla Íslands segir það sitt mat að stýrivextir Seðlabankans eigi að lækka í vikunni en vaxtaákvörðunardagur er á miðvikudag. Hann veltir því upp hvort einkaneysla sé að aukast einmitt vegna hárra vaxta og segir hækkandi leiguverð þar spila inn í. Stýrivextir Seðlabankans standa nú í 7,75 prósent og mun Peningastefnunefnd bankans kynna nýja vaxtaákvörðun næstkomandi miðvikudag. Síðustu fjögur skipti hafa vextirnir lækkað, eftir rúmt ár af óbreyttu vaxtastigi. Áður hafa greiningardeildir Landsbanka og Íslandsbanka spáð því að nefndin muni gera hlé á vaxtalækkunarferlinu og halda stýrivöxtum óbreyttum. Már Wolfang Mixa dósent í fjármálum við Háskóla Íslands sagði í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun það vera sitt mat að vextina ætti að lækka um 0,25 stig. „Vextir eru mjög háir og þeir bara að raunvirði, hafa vextir ekki verið jafn háir og síðan fyrir hrun. Það er verið að tala um að slá á einkaneyslu hér og það þyrfti þá að kryfja betur af hverju er einkaneysla að aukast,“ segir Már. Már veltir því upp að mögulega sé hún að aukast þar sem ákveðinn hópur landsmanna sé að gefast upp á því að safna sér fyrir íbúð vegna hárra vaxta. „Það er töluverð samfylgni á því hver greiðslubyrði leigusala er og leiguverði og leiguverð að aukast aftur núna, eftir að hafa verið að hjaðna í nokkur ár þá er leiguverð aftur að hækka og þeir hópar sem eru fastir á leigumarkaði og reyna að koma sér af leigumarkaði að þegar vextir haldast svona háir þá fer það út í leiguverð og þá getur vel verið að þeir hópar hugsi með sér, Yolo you only live once, þetta að safna sér fyrir íbúð er hvorteðer vonlaust dæmi og ég splæsi bara í eina ferð til Tene.“ Hann segist óttast að núverandi ástand geri það að verkum að fólk verði kærulausara í fjármálunum. „Og það er ekkert undirliggjandi svo sem í hagkerfinu sem sýnir að hér sé eitthvað allt að fara úr böndunum.“ Efnahagsmál Sprengisandur Seðlabankinn Mest lesið Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Sjá meira
Stýrivextir Seðlabankans standa nú í 7,75 prósent og mun Peningastefnunefnd bankans kynna nýja vaxtaákvörðun næstkomandi miðvikudag. Síðustu fjögur skipti hafa vextirnir lækkað, eftir rúmt ár af óbreyttu vaxtastigi. Áður hafa greiningardeildir Landsbanka og Íslandsbanka spáð því að nefndin muni gera hlé á vaxtalækkunarferlinu og halda stýrivöxtum óbreyttum. Már Wolfang Mixa dósent í fjármálum við Háskóla Íslands sagði í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun það vera sitt mat að vextina ætti að lækka um 0,25 stig. „Vextir eru mjög háir og þeir bara að raunvirði, hafa vextir ekki verið jafn háir og síðan fyrir hrun. Það er verið að tala um að slá á einkaneyslu hér og það þyrfti þá að kryfja betur af hverju er einkaneysla að aukast,“ segir Már. Már veltir því upp að mögulega sé hún að aukast þar sem ákveðinn hópur landsmanna sé að gefast upp á því að safna sér fyrir íbúð vegna hárra vaxta. „Það er töluverð samfylgni á því hver greiðslubyrði leigusala er og leiguverði og leiguverð að aukast aftur núna, eftir að hafa verið að hjaðna í nokkur ár þá er leiguverð aftur að hækka og þeir hópar sem eru fastir á leigumarkaði og reyna að koma sér af leigumarkaði að þegar vextir haldast svona háir þá fer það út í leiguverð og þá getur vel verið að þeir hópar hugsi með sér, Yolo you only live once, þetta að safna sér fyrir íbúð er hvorteðer vonlaust dæmi og ég splæsi bara í eina ferð til Tene.“ Hann segist óttast að núverandi ástand geri það að verkum að fólk verði kærulausara í fjármálunum. „Og það er ekkert undirliggjandi svo sem í hagkerfinu sem sýnir að hér sé eitthvað allt að fara úr böndunum.“
Efnahagsmál Sprengisandur Seðlabankinn Mest lesið Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Sjá meira