Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 18. maí 2025 12:03 Grétar Þór segir ekki hægt að lesa beina stuðningsyfirlýsingu við Ísrael úr úrslitum gærkvöldsins í Eurovision. Inga Auðbjörg segir gengið ekki koma á óvart. Austurríki kom, sá og sigraði Eurovision söngvakeppnina í gær. Á tíma leit hinsvegar út fyrir að Ísrael myndi bera sigur úr býtum, þrátt fyrir umdeilda þátttöku. Stjórnmálafræðingur segist efins um pólitíska þýðingu keppninnar en aðdáandi sem sniðgekk keppnina segist ekki hissa á góðu gengi Ísrael, það sé að þakka gegndarlausum áróðri á samfélagsmiðlum. VÆB bræður urðu að sætta sig við næstneðsta sæti í Eurovision söngvakeppninni sem fram fór í Basel í gær en söngvarinn JJ sigraði keppnina fyrir hönd Austurríkis. Á tíma leit út fyrir að Ísrael myndi bera sigur úr býtum í keppninni en landið rakaði inn stigum frá almenningi í símakosningu og hlaut alls 356 stig. Þátttaka Ísrael í keppninni hefur verið umdeild vegna hernaðar þeirra á Gasa og gríðarlegs mannfalls meðal Palestínumanna. Var þátttökunni mótmælt utan keppnishallarinnar sem og innan hennar. Skiptar skoðanir eru á þýðingu góðs gengis Ísraels í keppninni. Bjarki Sigurðsson fréttamaður greinir stöðuna degi eftir úrslitin á vettvangi í Basel. Ekki bein stuðningsyfirlýsing Grétar Þór Eyþórsson prófessor í stjórnmálafræði segir Ísraelsmenn geta túlkað sigurinn sem ímyndarsigur.„Þeir geta eflaust túlkað það þannig en gott gengi þeirra í keppninni í gær getur náttúrulega líka verið vegna þess að fólki í Evrópu líkaði lagið vel og þá ekki látið það hafa nein áhrif á sig hvað Ísraelsmenn eru að gera að öðru leyti, hvað sem svo sem okkur finnst um það.“ Almenningur í Evrópu virðist ekki miðað við úrslitin í gær líta svo á að keppnin sé pólitísk að sögn Grétars. „Ég á nú síður von á því að gengi Ísraels í gær sé svona einhverskonar stuðningsyfirlýsing við það sem þeir eru að gera, að minnsta kosti ekki bein stuðningsyfirlýsing.“ Gengið komi ekki á óvart Inga Auðbjörg Straumland fyrrverandi stjórnarkona í FÁSES, félags áhugafólks um Eurovision, hefur sniðgengið keppnina undanfarin ár vegna þátttöku Ísrael. Hún segir gengi landsins ekki koma sér á óvart. „Þetta er ekkert ótrúlegt fyrir mér, þetta er bara úrslitin sem ég bjóst við. Að því sögðu ég hef ekki heyrt lagið, ég fylgdist ekki með, ég var upptekin við að keppa í Klúróvisjón á meðan en var algerlega að undirbúa mig undir það andlega að Ísrael myndi nú kannski bara hafa þessa keppni af því að þau hafa verið með gegndarlausan áróður, þó ég sé að sniðganga þá kemst ég ekki hjá því að vera vör við það, þau stilla upp auglýsingum á Youtube og flæða inn á allar Eurovision grúppur sem ég reyni að skrolla framhjá. Þannig ég er ekkert hissa, fólk pakkar í vörn og kýs sína konu tuttugu sinnum og þá bara fer þetta svona.“ Eurovision Eurovision 2025 Ísrael Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Lögreglan leitar manns Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Grunaður um að hafa farið inn á heimili og brotið á barni Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Sjá meira
VÆB bræður urðu að sætta sig við næstneðsta sæti í Eurovision söngvakeppninni sem fram fór í Basel í gær en söngvarinn JJ sigraði keppnina fyrir hönd Austurríkis. Á tíma leit út fyrir að Ísrael myndi bera sigur úr býtum í keppninni en landið rakaði inn stigum frá almenningi í símakosningu og hlaut alls 356 stig. Þátttaka Ísrael í keppninni hefur verið umdeild vegna hernaðar þeirra á Gasa og gríðarlegs mannfalls meðal Palestínumanna. Var þátttökunni mótmælt utan keppnishallarinnar sem og innan hennar. Skiptar skoðanir eru á þýðingu góðs gengis Ísraels í keppninni. Bjarki Sigurðsson fréttamaður greinir stöðuna degi eftir úrslitin á vettvangi í Basel. Ekki bein stuðningsyfirlýsing Grétar Þór Eyþórsson prófessor í stjórnmálafræði segir Ísraelsmenn geta túlkað sigurinn sem ímyndarsigur.„Þeir geta eflaust túlkað það þannig en gott gengi þeirra í keppninni í gær getur náttúrulega líka verið vegna þess að fólki í Evrópu líkaði lagið vel og þá ekki látið það hafa nein áhrif á sig hvað Ísraelsmenn eru að gera að öðru leyti, hvað sem svo sem okkur finnst um það.“ Almenningur í Evrópu virðist ekki miðað við úrslitin í gær líta svo á að keppnin sé pólitísk að sögn Grétars. „Ég á nú síður von á því að gengi Ísraels í gær sé svona einhverskonar stuðningsyfirlýsing við það sem þeir eru að gera, að minnsta kosti ekki bein stuðningsyfirlýsing.“ Gengið komi ekki á óvart Inga Auðbjörg Straumland fyrrverandi stjórnarkona í FÁSES, félags áhugafólks um Eurovision, hefur sniðgengið keppnina undanfarin ár vegna þátttöku Ísrael. Hún segir gengi landsins ekki koma sér á óvart. „Þetta er ekkert ótrúlegt fyrir mér, þetta er bara úrslitin sem ég bjóst við. Að því sögðu ég hef ekki heyrt lagið, ég fylgdist ekki með, ég var upptekin við að keppa í Klúróvisjón á meðan en var algerlega að undirbúa mig undir það andlega að Ísrael myndi nú kannski bara hafa þessa keppni af því að þau hafa verið með gegndarlausan áróður, þó ég sé að sniðganga þá kemst ég ekki hjá því að vera vör við það, þau stilla upp auglýsingum á Youtube og flæða inn á allar Eurovision grúppur sem ég reyni að skrolla framhjá. Þannig ég er ekkert hissa, fólk pakkar í vörn og kýs sína konu tuttugu sinnum og þá bara fer þetta svona.“
Eurovision Eurovision 2025 Ísrael Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Lögreglan leitar manns Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Grunaður um að hafa farið inn á heimili og brotið á barni Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Sjá meira