Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 17. maí 2025 12:01 Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra. Vísir/Sigurjón Félags- og húsnæðismálaráðherra segir að sér lítist vel á tillögur Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar um róttækar breytingar á byggingareftirliti. Grundvallaratriði sé að tryggja rétt kaupenda sem kaupi fasteignir í gölluðum nýbyggingum. Húsnæðis -og mannvirkjastofnun kynnti í vikunni nýjan vegvísi um breytt byggingareftirlit vegna tíðra galla líkt og lekavandræða í nýbyggingum. Þar eru lagðar til róttækar breytingar á eftirlitinu og meðal annars gert ráð fyrri því að byggingareftirlit færist frá byggingarfulltrúum sveitarfélaga til óháðra skoðunarstofa á markaði auk þess sem lagt er til að sérstök byggingartrygging verði tekin upp í stað núverandi starfsábyrgðatryggingar. Inga Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra segir að sér lítist vel á tillögurnar. „Og það er orðið löngu tímabært að fara að tryggja neytendum öryggi gagnvart því að fjárfesta í dýrustu fjárfestingu okkar allra sem erum svona meginþorri almennings, við megum náttúrulega gera ráð fyrir því að við séum að fá vatns- og vindheldar eignir og að eignin okkar sé ekki orðin ónýtt jafnvel eftir tíu ár.“ Á sama tíma þurfi að einfalda byggingaregluverk og tryggja uppbyggingu húsnæðis. Inga segist telja að eftirlit verði betur tryggt sé það innt af hendi af skoðunarstofum á markaði. „Þetta verður sjálfstæð útttekt sem verður þá í raun já, hlýtur að vera síður hlutdræg ef svo má að orði komast, við viljum nú gjarnan ekki að sá sem ræni bílnum dæmi í því sjálfur, þannig við erum nú að reyna að sjá það sem við förum öll fram á, reyna að hafa hlutina eins skilvirka og hugsast getur, hlutlausa ef svo má að orði komast, þannig það verði tryggt að neytandinn fái að njóta vafans.“ Ráðherra segist munu gera sitt til þess að koma tillögunum til framkvæmda. Tillaga að nýrri byggingatryggingu sé grundvöllur þess að réttur neytenda verði tryggður. „Til þess einmitt að tryggja það að byggingaverktakinn geti staðið við þær skuldbindingar sem hann gefur kaupanda sínum með því að byggja fyrir hann fasteign.“ Byggingariðnaður Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fleiri fréttir „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Sjá meira
Húsnæðis -og mannvirkjastofnun kynnti í vikunni nýjan vegvísi um breytt byggingareftirlit vegna tíðra galla líkt og lekavandræða í nýbyggingum. Þar eru lagðar til róttækar breytingar á eftirlitinu og meðal annars gert ráð fyrri því að byggingareftirlit færist frá byggingarfulltrúum sveitarfélaga til óháðra skoðunarstofa á markaði auk þess sem lagt er til að sérstök byggingartrygging verði tekin upp í stað núverandi starfsábyrgðatryggingar. Inga Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra segir að sér lítist vel á tillögurnar. „Og það er orðið löngu tímabært að fara að tryggja neytendum öryggi gagnvart því að fjárfesta í dýrustu fjárfestingu okkar allra sem erum svona meginþorri almennings, við megum náttúrulega gera ráð fyrir því að við séum að fá vatns- og vindheldar eignir og að eignin okkar sé ekki orðin ónýtt jafnvel eftir tíu ár.“ Á sama tíma þurfi að einfalda byggingaregluverk og tryggja uppbyggingu húsnæðis. Inga segist telja að eftirlit verði betur tryggt sé það innt af hendi af skoðunarstofum á markaði. „Þetta verður sjálfstæð útttekt sem verður þá í raun já, hlýtur að vera síður hlutdræg ef svo má að orði komast, við viljum nú gjarnan ekki að sá sem ræni bílnum dæmi í því sjálfur, þannig við erum nú að reyna að sjá það sem við förum öll fram á, reyna að hafa hlutina eins skilvirka og hugsast getur, hlutlausa ef svo má að orði komast, þannig það verði tryggt að neytandinn fái að njóta vafans.“ Ráðherra segist munu gera sitt til þess að koma tillögunum til framkvæmda. Tillaga að nýrri byggingatryggingu sé grundvöllur þess að réttur neytenda verði tryggður. „Til þess einmitt að tryggja það að byggingaverktakinn geti staðið við þær skuldbindingar sem hann gefur kaupanda sínum með því að byggja fyrir hann fasteign.“
Byggingariðnaður Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fleiri fréttir „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Sjá meira