Bush á meðal repúblikana sem ætla ekki að kjósa Trump Nokkrir áhrifamenn í Repúblikanaflokknum ætla annað hvort ekki að kjósa Donald Trump í forsetakosningunum í haust eða jafnvel greiða Joe Biden, frambjóðanda demókrata, atkvæði sitt. George W. Bush, fyrrverandi forseti, er á meðal þeirra sem ætlar ekki að styðja Trump til endurkjörs. 7.6.2020 12:13
Vara við smithættu eftir fjölmenn samstöðmótmæli á Bretlandi Heilbrigðisráðherra Bretlands segir að fjölmenn mótmæli gegn kynþáttahyggju í gær hafi „vafalaust“ aukið hættu á kórónuveirusmitum. Tugir þúsunda manna tóku þátt í samstöðumótmælum eftir dráp lögreglu í Bandaríkjunum á blökkumanni. Til einhverra átaka kom á milli lögreglu og mótmælenda í London. 7.6.2020 10:19
Hætta að birta heildartölur um látna og smitaða í Brasilíu Brasilísk stjórnvöld eru nú sökuð um að reyna að fela raunverulegar afleiðingar kórónuveirufaraldursins eftir að þau ákváðu að hætta að birta heildartölur yfir fjölda látinna og smitaðra. Opinber vefsíða með upplýsingunum var tekin niður á föstudag. 7.6.2020 09:43
Brimbrettamaður lést eftir árás hvítháfs Þriggja metra langur hvítháfur réðst á brimbrettamann á sextugsaldri undan ströndum Ástralíu og lést maðurinn af sárum sínum í morgun. Þetta er þriðja mannskæða hákarlsárásin við Ástralíu á þessu ári. 7.6.2020 08:50
Fjölmennustu mótmælin í Washington-borg til þessa Mótmæli gegn lögregluofbeldi og kerfislægri kynþáttahyggju héldu áfram í mörgum borgum Bandaríkjanna í gær. Þau eru sögð hafa farið að mestu friðsamlega fram. Í Washington-borg mótmælu um tíu þúsund manns í stærstu mótmælunum í borginni til þessa. 7.6.2020 08:08
Mikið kvartað undan háværum samkvæmum og „mannabein“ reyndust úr hundi Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu bárust margar kvartanir um hávaða frá samkvæmum í og við heimahús í gærkvöldi og nótt. Í Hafnarfirði var tilkynnt um hugsanlegan funda á mannabeinum en þau reyndust líklega vera úr hundi. 7.6.2020 07:33
Dæmdur í 238 milljóna sekt fyrir skatt- og skilasvik Landsréttur staðfesti tveggja ára skilorðsbundinn fangelsisdóm og 238 milljóna króna sekt yfir Ágústi Alfreð Snæbjörnssyni, fyrrverandi framkvæmdastjóra lithásks verktakafyrirtækis, fyrir skatt- og skilavik í gær. Fyrri stjórnandi annars verktakafélags sem Ágúst Alfreð stýrði var sýknaður af ákæru um hlutdeild í brotum. 6.6.2020 14:42
Börðu menn og rændu veski Tveir karlmenn voru handteknir eftir að þeir réðust á tvo menn og rændu veski í vesturhluta Reykjavíkur í gærkvöldi. Þá var kona flutt á bráðamóttöku sem tilkynnt var um að hefði dottið og hlotið höfuðmeiðsli. 6.6.2020 14:00
Smitlaus vika en áfram bætist við í sóttkví Vika er nú liðin frá því að síðast greindist nýtt smit kórónuveiru á Íslandi. Þeim sem eru í sóttkví hefur hins vegar fjölgað um á annað hundrað undanfarna daga samkvæmt tölum landlæknis og almannavarna. 6.6.2020 13:47
Brjóstaskimanir gætu fallið niður í fjóra mánuði Krabbameinsfélag Íslands varar við því að skimun fyrir brjóstakrabbameini gæti fallið niður tímabundið í að minnsta kosti fjóra mánuði frá næstu áramótum vegna ákvörðun ráðherra um að færa skimunina til Landspítalans og Sjúkrahússins á Akureyri. 6.6.2020 12:23