Vara við smithættu eftir fjölmenn samstöðmótmæli á Bretlandi Kjartan Kjartansson skrifar 7. júní 2020 10:19 Þúsundir komu saman undir slagorðinu „Svört líf skipta máli“ í miðborg London og fleiri breskum borgum í gær. Vísir/EPA Heilbrigðisráðherra Bretlands segir að fjölmenn mótmæli gegn kynþáttahyggju í gær hafi „vafalaust“ aukið hættu á kórónuveirusmitum. Tugir þúsunda manna tóku þátt í samstöðumótmælum eftir dráp lögreglu í Bandaríkjunum á blökkumanni. Til einhverra átaka kom á milli lögreglu og mótmælenda í London. Mótmæli fóru fram í nokkrum borgum Bretlands í gær, þar á meðal í London, Manchester, Cardiff, Leicester og Sheffield. Til þeirra var boðað í samstöðu með mótmælaöldu sem gengið hefur yfir Bandaríkin undanfarna daga eftir dauða George Floyd, óvopnaðs blökkumanns, í haldi lögreglunnar í Minneapolis í þarsíðustu viku. Þau hafa beinst að lögregluofbeldi og kerfislægri kynþáttahyggju. Breska ríkisútvarpið BBC segir að mótmælin hafi að mestu leyti farið friðsamlega fram. Flestir mótmælendanna voru með grímur og margir með hanska til þess að gæta að smitvörnum vegna kórónuveirunnar. Kyrjuðu þeir slagorð eins og „svört líf skipta máli“ og „ekkert réttlæti, enginn friður“. Undir kvöld kom hins vegar til átaka á milli lögreglu og mótmælenda við stjórnarráðið í Downing-stræti. Fréttaritari BBC segir að þegar mótmælin voru að mestu um garð gengin hafi smáhlutum og flugeldum verið kastað að lögreglumönnum. Lögreglukona slasaðist þegar hestur hennar tók á rás og hún af baki þegar hún rak höfuðið í umferðarskilti. Hún er ekki sögð lífshættulega slösuð. Ung svört kona í London með grímu sem á er letrað „Ég næ ekki andanum“. Það voru ein hinstu orð George Floyd áður en hann lést í haldi lögreglunnar í Minneapolis. Dauði hans hefur orðið tilefni að miklum mótmælum vestanhafs og víðar um heim.Vísir/EPA Cressida Dick, lögreglustjóri í London, segi að fjórtán lögreglumenn hafi særst í átökum í tengslum við mótmælin í miðborg London. Sadiq Khan, borgarstjóri, lýsti samstöðu sinni með mótmælendum en harmaði að minnihluti þeirra hafi beitt lögreglumenn ofbeldi. Matt Hancock, heilbrigðisráðherra, varaði við því að mótmælunum fylgdi aukin smithætta, að sögn Reuters-fréttastofunnar. „Ég styð eindregið rök sem þeir sem mótmæla setja fram en veiran sjálf fer ekki í manngreiningarálit og samkomur stórra hópa eru tímabundið bannaðar einmitt vegna þess að þær auka hættuna á útbreiðslu þessarar veiru,“ sagði Hancock í sjónvarpsviðtali. Dauði George Floyd Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu Erlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Erlent Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Innlent Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Sjá meira
Heilbrigðisráðherra Bretlands segir að fjölmenn mótmæli gegn kynþáttahyggju í gær hafi „vafalaust“ aukið hættu á kórónuveirusmitum. Tugir þúsunda manna tóku þátt í samstöðumótmælum eftir dráp lögreglu í Bandaríkjunum á blökkumanni. Til einhverra átaka kom á milli lögreglu og mótmælenda í London. Mótmæli fóru fram í nokkrum borgum Bretlands í gær, þar á meðal í London, Manchester, Cardiff, Leicester og Sheffield. Til þeirra var boðað í samstöðu með mótmælaöldu sem gengið hefur yfir Bandaríkin undanfarna daga eftir dauða George Floyd, óvopnaðs blökkumanns, í haldi lögreglunnar í Minneapolis í þarsíðustu viku. Þau hafa beinst að lögregluofbeldi og kerfislægri kynþáttahyggju. Breska ríkisútvarpið BBC segir að mótmælin hafi að mestu leyti farið friðsamlega fram. Flestir mótmælendanna voru með grímur og margir með hanska til þess að gæta að smitvörnum vegna kórónuveirunnar. Kyrjuðu þeir slagorð eins og „svört líf skipta máli“ og „ekkert réttlæti, enginn friður“. Undir kvöld kom hins vegar til átaka á milli lögreglu og mótmælenda við stjórnarráðið í Downing-stræti. Fréttaritari BBC segir að þegar mótmælin voru að mestu um garð gengin hafi smáhlutum og flugeldum verið kastað að lögreglumönnum. Lögreglukona slasaðist þegar hestur hennar tók á rás og hún af baki þegar hún rak höfuðið í umferðarskilti. Hún er ekki sögð lífshættulega slösuð. Ung svört kona í London með grímu sem á er letrað „Ég næ ekki andanum“. Það voru ein hinstu orð George Floyd áður en hann lést í haldi lögreglunnar í Minneapolis. Dauði hans hefur orðið tilefni að miklum mótmælum vestanhafs og víðar um heim.Vísir/EPA Cressida Dick, lögreglustjóri í London, segi að fjórtán lögreglumenn hafi særst í átökum í tengslum við mótmælin í miðborg London. Sadiq Khan, borgarstjóri, lýsti samstöðu sinni með mótmælendum en harmaði að minnihluti þeirra hafi beitt lögreglumenn ofbeldi. Matt Hancock, heilbrigðisráðherra, varaði við því að mótmælunum fylgdi aukin smithætta, að sögn Reuters-fréttastofunnar. „Ég styð eindregið rök sem þeir sem mótmæla setja fram en veiran sjálf fer ekki í manngreiningarálit og samkomur stórra hópa eru tímabundið bannaðar einmitt vegna þess að þær auka hættuna á útbreiðslu þessarar veiru,“ sagði Hancock í sjónvarpsviðtali.
Dauði George Floyd Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu Erlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Erlent Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Innlent Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Sjá meira