Fréttamaður

Kjartan Kjartansson

Kjartan er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Vísa deilu fjögurra BHM-félaga til sáttasemjara

Fjögur aðilarfélög Bandalags háskólamanna (BHM) hafa vísað kjaradeildu sinni við Samband íslenskra sveitarfélaga til ríkissáttasemjara. Viðræðurnar hafa staðið yfir í tæpt ár án árangurs.

Búast við fjölmennum mótmælum í Washington

Yfirvöld í Washington-borg búa sig undir fjölmenn mótmæli þar í dag á sama tíma og ákveðið hefur verið að afvopna þjóðvarðliða og senda hermenn heim frá borginni. Samstöðumótmæli vegna dauða óvopnaðs blökkumanns í haldi lögreglu fóru fram í Ástralíu og Asíu í dag.

Styrkur koltvísýrings í nýjum hæðum þrátt fyrir samdrátt vegna faraldursins

Aldrei hefur styrkur koltvísýrings í andrúmslofti mælst hærri í sögu mannkynsins en í síðasta mánuði þrátt fyrir að dregið hafi umtalsvert úr losun gróðurhúsalofttegunda vegna kórónuveiruheimsfaraldursins. Líklegt er talið að styrkur koltvísýrings hafi ekki verið meiri í um þrjár milljónir ára.

Um 700 jarðskjálftar við Þorbjörn frá því í síðustu viku

Vísindaráð almannavarna ætla að funda til að meta stöðuna eftir að vísbendingar komu fram um að landris sé hafið á ný við fjallið Þorbjörn við Grindavík. Um 700 jarðskjálftar hafa í nágrenni bæjarins undanfarna viku, flestir þeirra smáskjálftar.

Frakkar segjast hafa fellt hryðjuverkaleiðtoga í Malí

Leiðtogi hryðjuverkasamtakanna al-Qaeda í Norður-Afríku féll í aðgerðum franska hersins í Malí fyrr í vikunni, að sögn franska varnarmálaráðherrans. Þá segjast Frakkar hafa tekið einn leiðtoga Ríkis íslams í landinu höndum í síðasta mánuði.

Öll sérsveitin hætti til að styðja félaga sem var refsað fyrir ofbeldi

Á sjötta tug sérsveitarmanna lögreglunnar í Buffalo í Bandaríkjunum hætti í henni til að sýna samstöðu með tveimur félögum sínum sem voru settir í leyfi eftir að myndband birtist af þeim hrinda manni á áttræðisaldri í götuna. Maðurinn er sagður alvarlega slasaður en hann tók þátt í mótmælum gegn lögregluofbeldi.

Biden tryggði sér formlega sigur í forvali demókrata

Endanleg úrslit í forvali sem fór fram í sjö ríkjum Bandaríkjanna og Washington-borg á þriðjudag þýða að Joe Biden, fyrrverandi varaforseti, hefur nú tryggt sér nægilegan fjölda kjörmanna til þess að hljóta útnefningu Demókrataflokksins sem forsetaframbjóðandi hans í haust. Bernie Sanders, helsti keppinautur Biden, lýsti sig sigraðan í apríl.

Þórhallur „miðill“ í 18 mánaða fangelsi fyrir kynferðisbrot

Landsréttur staðfesti í dag átján mánaða fangelsisdóm yfir Þórhalli „miðli“ Guðmundssyni vegna kynferðisbrots gegn skjólstæðingi sem kom til hans í heilunarmeðferð fyrir tíu árum. Þórhallur neitaði allri sök í málinu en tekið var tillit til hversu langan tíma málið dróst þegar refsing hans var ákvörðuð.

Fundu engin merki um meint misferli sonar Biden í Úkraínu

Fyrrverandi saksóknari í Úkraínu segir að engar vísbendingar hafi komið fram um að sonur Joe Biden, fyrrverandi varaforseta Bandaríkjanna, hafi gert nokkuð saknæmt við endurskoðun á gömlum málsskjölum þar. Donald Trump Bandaríkjaforseti og repúblikanar hafa haldið því fram án sannana að Biden-feðgarnir hafi gerst sekir um spillingu í Úkraínu.

Fleiri en þúsund nú í sóttkví en ekkert nýtt smit

Áfram fjölgar fólki í sóttkví vegna kórónuveirunnar lítillega á milli daga. Fjöldinn er nú yfir þúsund manns og hafa rúmlega tvö hundruð bæst við á undanförnum þremur sólarhringum. Ekkert nýtt smit greinist þó, sjötta daginn í röð, samkvæmt upplýsingum landlæknis og almannavarna.

Sjá meira