Fjölmennustu mótmælin í Washington-borg til þessa Kjartan Kjartansson skrifar 7. júní 2020 08:08 Mótmælin í Washington-borg í gær eru talin þau fjölmennustu til þessa í mótmælaöldunni sem hófst fyrir að verða tveimur vikum. AP/Jacquelyn Martin Mótmæli gegn lögregluofbeldi og kerfislægri kynþáttahyggju héldu áfram í mörgum borgum Bandaríkjanna í gær. Þau eru sögð hafa farið að mestu friðsamlega fram. Í Washington-borg mótmælu um tíu þúsund manns í stærstu mótmælunum í borginni til þessa. Að minnsta kosti tugir þúsunda manna tóku þátt í tólfta degi mótmælanna sem brutust út eftir dauða George Floyd, óvopnaðs blökkumanns, í haldi lögreglunnar í Minneapolis í gær, að sögn Reuters-fréttastofunnar. AP-fréttastofan segir að yfirvöld hafi verið sein til að áætla fjölda mótmælenda en þeir gætu hafa talið hundruð þúsunda. Í Washington-borg safnaðist fólk saman við Lincoln-minnisvarðann og gekk fylktu liði að Hvíta húsinu. Einn miðpunkta mótmælanna var torg sem borgarstjóri Washington nefndi Svört líf skipta máli-torgið rétt norðan við Hvíta húsið. „Mér líður eins og ég fái að vera hluti af sögunni og hluti af hópi fólks sem reynir að breyta heiminum fyrir alla,“ sagði Jamilah Muahyman, íbúi höfðuðborgarinnar, við Hvíta húsið. Fjölbreytni er sögð hafa einkennt mótmælendur í höfuðborginni. „Sérstaklega sem hvít manneskja hagnast ég á óbreyttu ástandi þannig að það að mæta ekki og taka ekki virkan þátt í að rífa niður kerfislægan rasisma gerir með meðsekan,“ sagði Michael Drummund, ríkisstarfsmaður við Reuters um ástæður þess að hann mótmælti í gær. Mótmælendur með hnefa á lofti við Lincoln-minnisvarðann í Washington-borg í gær.AP/Alex Brandon Segja heimatilbúnar „sprengjur“ hafa sært lögreglumenn AP-fréttastofan segir að á landsvísu hafi mótmæli gærdagsins verið að mestu leyti friðsamleg. Hátíðarstemming hafi ríkt frekar en spenna sem einkenndi mótmælin í síðustu viku. Þannig breyttu mótmælendur gatnamótum sums staðar í dansgólf og boðið var upp á snarl og vatn í tjöldum. Margir mótmælendur voru með grímur vegna kórónuveirufaraldursins. Engar fregnir voru af meiriháttar átökum á milli lögreglu og mótmælenda í New York eða Washington. Á vesturströndinni sló þó í brýnu á milli þeirra þegar leið á daginn. Hvíta húsið var víggirt fyrir mótmælin. Donald Trump forseti, sem aflýsti golfferð í einn af klúbbum sínum um helgina, tísti þaðan um að mótmælin væru smærri í sniðum en spáð hafði verið. Í Seattle, þar sem mótmæli voru friðsöm að mestu leyti, skutu lögreglumenn handsprengjum sem stuða fólk til þess að reka mótmælendur frá lögreglustöð. Lögreglan segir að mótmælendur hafi kastað steinum, flöskum og „sprengjum“ sem hafi sært nokkra lögreglumenn án þess að skýra það frekar, að sögn Washington Post. Í New York féllu mótmælendur niður á hné til þess að mótmæla kynþáttahyggju og lögregluofbeldi. Margir voru með grímur vegna kórónuveirufaraldursins sem enn geisar.AP/Craig Ruttle Dauði George Floyd Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Þúsundir mótmæla í Washington Þúsundir mótmælenda marsera nú um götur Washington, höfuðborgar Bandaríkjanna, til þess að mótmæla lögregluofbeldi og kynþáttafordómum. 6. júní 2020 21:56 Lýsa sig saklausa af því að hafa hrint eldri borgara Lögreglumennirnir tveir sem ákærðir hafa verið líkamsárás gegn 75 ára gömlum vegfarenda í mótmælum í Buffalo i New York ríki Bandaríkjanna á dögunum lýstu sig saklausa af ákærum í málinu. 6. júní 2020 23:20 Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Fleiri fréttir Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Sjá meira
Mótmæli gegn lögregluofbeldi og kerfislægri kynþáttahyggju héldu áfram í mörgum borgum Bandaríkjanna í gær. Þau eru sögð hafa farið að mestu friðsamlega fram. Í Washington-borg mótmælu um tíu þúsund manns í stærstu mótmælunum í borginni til þessa. Að minnsta kosti tugir þúsunda manna tóku þátt í tólfta degi mótmælanna sem brutust út eftir dauða George Floyd, óvopnaðs blökkumanns, í haldi lögreglunnar í Minneapolis í gær, að sögn Reuters-fréttastofunnar. AP-fréttastofan segir að yfirvöld hafi verið sein til að áætla fjölda mótmælenda en þeir gætu hafa talið hundruð þúsunda. Í Washington-borg safnaðist fólk saman við Lincoln-minnisvarðann og gekk fylktu liði að Hvíta húsinu. Einn miðpunkta mótmælanna var torg sem borgarstjóri Washington nefndi Svört líf skipta máli-torgið rétt norðan við Hvíta húsið. „Mér líður eins og ég fái að vera hluti af sögunni og hluti af hópi fólks sem reynir að breyta heiminum fyrir alla,“ sagði Jamilah Muahyman, íbúi höfðuðborgarinnar, við Hvíta húsið. Fjölbreytni er sögð hafa einkennt mótmælendur í höfuðborginni. „Sérstaklega sem hvít manneskja hagnast ég á óbreyttu ástandi þannig að það að mæta ekki og taka ekki virkan þátt í að rífa niður kerfislægan rasisma gerir með meðsekan,“ sagði Michael Drummund, ríkisstarfsmaður við Reuters um ástæður þess að hann mótmælti í gær. Mótmælendur með hnefa á lofti við Lincoln-minnisvarðann í Washington-borg í gær.AP/Alex Brandon Segja heimatilbúnar „sprengjur“ hafa sært lögreglumenn AP-fréttastofan segir að á landsvísu hafi mótmæli gærdagsins verið að mestu leyti friðsamleg. Hátíðarstemming hafi ríkt frekar en spenna sem einkenndi mótmælin í síðustu viku. Þannig breyttu mótmælendur gatnamótum sums staðar í dansgólf og boðið var upp á snarl og vatn í tjöldum. Margir mótmælendur voru með grímur vegna kórónuveirufaraldursins. Engar fregnir voru af meiriháttar átökum á milli lögreglu og mótmælenda í New York eða Washington. Á vesturströndinni sló þó í brýnu á milli þeirra þegar leið á daginn. Hvíta húsið var víggirt fyrir mótmælin. Donald Trump forseti, sem aflýsti golfferð í einn af klúbbum sínum um helgina, tísti þaðan um að mótmælin væru smærri í sniðum en spáð hafði verið. Í Seattle, þar sem mótmæli voru friðsöm að mestu leyti, skutu lögreglumenn handsprengjum sem stuða fólk til þess að reka mótmælendur frá lögreglustöð. Lögreglan segir að mótmælendur hafi kastað steinum, flöskum og „sprengjum“ sem hafi sært nokkra lögreglumenn án þess að skýra það frekar, að sögn Washington Post. Í New York féllu mótmælendur niður á hné til þess að mótmæla kynþáttahyggju og lögregluofbeldi. Margir voru með grímur vegna kórónuveirufaraldursins sem enn geisar.AP/Craig Ruttle
Dauði George Floyd Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Þúsundir mótmæla í Washington Þúsundir mótmælenda marsera nú um götur Washington, höfuðborgar Bandaríkjanna, til þess að mótmæla lögregluofbeldi og kynþáttafordómum. 6. júní 2020 21:56 Lýsa sig saklausa af því að hafa hrint eldri borgara Lögreglumennirnir tveir sem ákærðir hafa verið líkamsárás gegn 75 ára gömlum vegfarenda í mótmælum í Buffalo i New York ríki Bandaríkjanna á dögunum lýstu sig saklausa af ákærum í málinu. 6. júní 2020 23:20 Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Fleiri fréttir Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Sjá meira
Þúsundir mótmæla í Washington Þúsundir mótmælenda marsera nú um götur Washington, höfuðborgar Bandaríkjanna, til þess að mótmæla lögregluofbeldi og kynþáttafordómum. 6. júní 2020 21:56
Lýsa sig saklausa af því að hafa hrint eldri borgara Lögreglumennirnir tveir sem ákærðir hafa verið líkamsárás gegn 75 ára gömlum vegfarenda í mótmælum í Buffalo i New York ríki Bandaríkjanna á dögunum lýstu sig saklausa af ákærum í málinu. 6. júní 2020 23:20