Dæmdur í 238 milljóna sekt fyrir skatt- og skilasvik Kjartan Kjartansson skrifar 6. júní 2020 14:42 Dómurinn yfir Ágústi var staðfestur í Landsrétti en dómi héraðsdóms yfir forvera hans hjá Hamarsfelli var snúið við. Vísir/Vilhelm Landsréttur staðfesti tveggja ára skilorðsbundinn fangelsisdóm og 238 milljóna króna sekt yfir Ágústi Alfreð Snæbjörnssyni, fyrrverandi framkvæmdastjóra lithásks verktakafyrirtækis, fyrir skatt- og skilavik í gær. Fyrri stjórnandi annars verktakafélags sem Ágúst Alfreð stýrði var sýknaður af ákæru um hlutdeild í brotum. Ágúst Alfreð var sakfelldur fyrir að standa ekki skil á staðgreiðslu opinberra gjalda, virðisaukaskatti og skýrslum auk skilasvika sem stjórnandi byggingarfélagsins Hamarsfells annars vegar og framkvæmdastjóri útibús Adakris á Íslandi hins vegar. Adakris annaðist á tímabili verk fyrir Reykjavíkurborg, þar á meðal framkvæmdir við Sæmundar- og Norðlingaskóla. Skilasvikin var Ágúst Alfreð talinn hafa framið þegar hann lét Reykjavíkurborg greiða andvirði tveggja lokauppgjöra vegna verksamninga, alls rúmlega fimmtíu milljónir króna, inn á bankareikning Adakris þrátt fyrir honum hafi verið kunnugt um, eða mátt vera kunnugt um, að þær væru veðsettar MP banka. Hinn maðurinn var skráður framkvæmdastjóri Hamarfsfells frá desember 2011 til október 2012 en þá tók Ágúst Alfreð við félaginu. Landsréttur sýknaði fyrri stjórnandann af ákæru þar sem ekki var talið að hann hefði borið slíka ábyrgð á skattskilum Hamarsfells á tímabilinu sem ákæran náði til. Sneri Landsréttur þannig við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur yfir manninum sem hafði dæmt hann í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi og til að greiða 6,6 milljónir króna í sekt. Hamarsfell og Adakris voru tekin til gjaldþrotaskipta árið 2013 og lauk skiptum þeirra árin 2014 og 2015. Dómsmál Skattar og tollar Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Sigríður Björk segir af sér Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Fleiri fréttir Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Sjá meira
Landsréttur staðfesti tveggja ára skilorðsbundinn fangelsisdóm og 238 milljóna króna sekt yfir Ágústi Alfreð Snæbjörnssyni, fyrrverandi framkvæmdastjóra lithásks verktakafyrirtækis, fyrir skatt- og skilavik í gær. Fyrri stjórnandi annars verktakafélags sem Ágúst Alfreð stýrði var sýknaður af ákæru um hlutdeild í brotum. Ágúst Alfreð var sakfelldur fyrir að standa ekki skil á staðgreiðslu opinberra gjalda, virðisaukaskatti og skýrslum auk skilasvika sem stjórnandi byggingarfélagsins Hamarsfells annars vegar og framkvæmdastjóri útibús Adakris á Íslandi hins vegar. Adakris annaðist á tímabili verk fyrir Reykjavíkurborg, þar á meðal framkvæmdir við Sæmundar- og Norðlingaskóla. Skilasvikin var Ágúst Alfreð talinn hafa framið þegar hann lét Reykjavíkurborg greiða andvirði tveggja lokauppgjöra vegna verksamninga, alls rúmlega fimmtíu milljónir króna, inn á bankareikning Adakris þrátt fyrir honum hafi verið kunnugt um, eða mátt vera kunnugt um, að þær væru veðsettar MP banka. Hinn maðurinn var skráður framkvæmdastjóri Hamarfsfells frá desember 2011 til október 2012 en þá tók Ágúst Alfreð við félaginu. Landsréttur sýknaði fyrri stjórnandann af ákæru þar sem ekki var talið að hann hefði borið slíka ábyrgð á skattskilum Hamarsfells á tímabilinu sem ákæran náði til. Sneri Landsréttur þannig við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur yfir manninum sem hafði dæmt hann í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi og til að greiða 6,6 milljónir króna í sekt. Hamarsfell og Adakris voru tekin til gjaldþrotaskipta árið 2013 og lauk skiptum þeirra árin 2014 og 2015.
Dómsmál Skattar og tollar Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Sigríður Björk segir af sér Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Fleiri fréttir Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Sjá meira