Dæmdur í 238 milljóna sekt fyrir skatt- og skilasvik Kjartan Kjartansson skrifar 6. júní 2020 14:42 Dómurinn yfir Ágústi var staðfestur í Landsrétti en dómi héraðsdóms yfir forvera hans hjá Hamarsfelli var snúið við. Vísir/Vilhelm Landsréttur staðfesti tveggja ára skilorðsbundinn fangelsisdóm og 238 milljóna króna sekt yfir Ágústi Alfreð Snæbjörnssyni, fyrrverandi framkvæmdastjóra lithásks verktakafyrirtækis, fyrir skatt- og skilavik í gær. Fyrri stjórnandi annars verktakafélags sem Ágúst Alfreð stýrði var sýknaður af ákæru um hlutdeild í brotum. Ágúst Alfreð var sakfelldur fyrir að standa ekki skil á staðgreiðslu opinberra gjalda, virðisaukaskatti og skýrslum auk skilasvika sem stjórnandi byggingarfélagsins Hamarsfells annars vegar og framkvæmdastjóri útibús Adakris á Íslandi hins vegar. Adakris annaðist á tímabili verk fyrir Reykjavíkurborg, þar á meðal framkvæmdir við Sæmundar- og Norðlingaskóla. Skilasvikin var Ágúst Alfreð talinn hafa framið þegar hann lét Reykjavíkurborg greiða andvirði tveggja lokauppgjöra vegna verksamninga, alls rúmlega fimmtíu milljónir króna, inn á bankareikning Adakris þrátt fyrir honum hafi verið kunnugt um, eða mátt vera kunnugt um, að þær væru veðsettar MP banka. Hinn maðurinn var skráður framkvæmdastjóri Hamarfsfells frá desember 2011 til október 2012 en þá tók Ágúst Alfreð við félaginu. Landsréttur sýknaði fyrri stjórnandann af ákæru þar sem ekki var talið að hann hefði borið slíka ábyrgð á skattskilum Hamarsfells á tímabilinu sem ákæran náði til. Sneri Landsréttur þannig við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur yfir manninum sem hafði dæmt hann í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi og til að greiða 6,6 milljónir króna í sekt. Hamarsfell og Adakris voru tekin til gjaldþrotaskipta árið 2013 og lauk skiptum þeirra árin 2014 og 2015. Dómsmál Skattar og tollar Mest lesið Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Innlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Innlent Fleiri fréttir Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Sjá meira
Landsréttur staðfesti tveggja ára skilorðsbundinn fangelsisdóm og 238 milljóna króna sekt yfir Ágústi Alfreð Snæbjörnssyni, fyrrverandi framkvæmdastjóra lithásks verktakafyrirtækis, fyrir skatt- og skilavik í gær. Fyrri stjórnandi annars verktakafélags sem Ágúst Alfreð stýrði var sýknaður af ákæru um hlutdeild í brotum. Ágúst Alfreð var sakfelldur fyrir að standa ekki skil á staðgreiðslu opinberra gjalda, virðisaukaskatti og skýrslum auk skilasvika sem stjórnandi byggingarfélagsins Hamarsfells annars vegar og framkvæmdastjóri útibús Adakris á Íslandi hins vegar. Adakris annaðist á tímabili verk fyrir Reykjavíkurborg, þar á meðal framkvæmdir við Sæmundar- og Norðlingaskóla. Skilasvikin var Ágúst Alfreð talinn hafa framið þegar hann lét Reykjavíkurborg greiða andvirði tveggja lokauppgjöra vegna verksamninga, alls rúmlega fimmtíu milljónir króna, inn á bankareikning Adakris þrátt fyrir honum hafi verið kunnugt um, eða mátt vera kunnugt um, að þær væru veðsettar MP banka. Hinn maðurinn var skráður framkvæmdastjóri Hamarfsfells frá desember 2011 til október 2012 en þá tók Ágúst Alfreð við félaginu. Landsréttur sýknaði fyrri stjórnandann af ákæru þar sem ekki var talið að hann hefði borið slíka ábyrgð á skattskilum Hamarsfells á tímabilinu sem ákæran náði til. Sneri Landsréttur þannig við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur yfir manninum sem hafði dæmt hann í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi og til að greiða 6,6 milljónir króna í sekt. Hamarsfell og Adakris voru tekin til gjaldþrotaskipta árið 2013 og lauk skiptum þeirra árin 2014 og 2015.
Dómsmál Skattar og tollar Mest lesið Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Innlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Innlent Fleiri fréttir Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Sjá meira