Finnur fjölskyldu sína loksins eftir áttatíu ár Barnungur drengur sem fannst yfirgefinn í gettói í Varsjá árið 1943 hefur fundið fjölskyldu sína á ný, nú háaldraður maður. Endurfundurinn varð fyrir tilstilli erfðarannsóknar sem leiddi í ljós að hann ætti fjölskyldu í Bandaríkjunum. 28.1.2024 08:46
Margar líkamsárásir á höfuðborgarsvæðinu í nótt Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu þurfti að sinna mörgum útköllum er vörðuðu líkamsárásir eða umferðaróhöpp í gærkvöldi og nótt. Í dagbók lögreglunnar er minnst á fimm líkamsárásir og sjö umferðaróhöpp sem og önnur atvik er varða umferðina. 28.1.2024 07:43
Jodie Foster sagði Ólafíu Hrönn vera bestu leikkonu í heimi „Þetta var ótrúlega skemmtilegt og þægilegt ævintýri,“ segir leikkonan Ólafía Hrönn Jónsdóttir um þátttöku sína í True Detective þáttaröðinni. 28.1.2024 07:11
Þriggja bíla árekstur við Þjórsárbrúna Þriggja bíla árekstur varð rétt austan við Þjórsárbrúna í dag. Veginum við brúna var lokað tímabundið vegna þessa og við það myndaðist nokkur umferðarteppa. Vegurinn hefur nú verið opnaður aftur. 27.1.2024 14:25
Minnast tveggja fallinna félaga Slysavarnafélagið Landsbjörg minnist tveggja fallinna félaga í færslu á Facebook-síðu sinni í dag. Það eru Frímann Grímsson og Júlíus Þór Gunnarsson sem báðir sinntu störfum fyrir Landsbjörgu. Báðir voru bornir til grafar í vikunni. 27.1.2024 14:04
Þurfa ekki að greiða fyrrverandi starfsmanni fyrir notkun á uppfinningu Landsréttur hefur staðfest dóm Héraðsdóms Reykjaness þess efnis að Íslenskar orkurannsóknir, eða ÍSOR, þurfa ekki að greiða fyrrverandi starfsmanni sínum fyrir notkun á uppfinningum sem starfsmaðurinn fann upp á þegar hann var starfsmaður stofnunarinnar. 27.1.2024 10:26
Búist við lélegu skyggni og erfiðum akstursskilyrðum Fyrripartinn í dag mun allhvass vindur með dimmum éljum ganga yfir, fyrst á sunnanverðu landinu, og síðan vestantil. Búast má við lélegu skyggni og erfiðum akstursskilyrðum í éljunum. 27.1.2024 08:23
Lagði sig á hringtorgi í Kópavogi í nístingskulda Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk tilkynningu í gærkvöldi eða nótt um ölvaðan einstakling sem hafði ákveðið að leggja sig á hringtorgi í Kópavogi. Hiti var undir frostmarki á höfuðborgarsvæðinu í nótt, en þar hefur jafnframt snjóað talsvert undanfarið. Lögreglan ók manninum heim til sín. 27.1.2024 08:03
Skjálfti við Bláfjöll fannst á höfuðborgarsvæðinu Klukkan um hálfsexleytið í morgun var skjálfti sem mældist 3,1 að stærð fimm kílómetrum norðvestur af Bláfjallaskála. Hann fannst um höfuðborgarsvæðið. 27.1.2024 07:34
Ákærður fyrir að leggja átta manns í lífshættu í ábataskyni Maður hefur verið ákærður fyrir láta útbúa búseturými í atvinnuhúsnæði án tilskilinna leyfa og án nauðsynlegra brunavarnaráðstafanna. Fram kemur í ákæru að maðurinn hafi leigt húsnæðið og leigt það út til annarra, en í að minnsta kosti átta menn bjuggu í því. Með því huga ekki að brunavörnum er hann sagður hafa stefnt lífi mannanna í hættu. 27.1.2024 07:00