Stórbruni í húsi á horni Fellsmúla og Grensásvegar Jón Þór Stefánsson skrifar 15. febrúar 2024 17:54 Mynd frá vettvangi sem sýnir eldinn vel. Allt tiltækt slökkvilið hefur verið kallað út vegna elds í húsi á mótum Fellsmúla og Grensásvegar í Reykjavík. „Eins og staðan er núna erum við aðeins að ná að slá þessu niður, og við skulum vona að við getum haldið því þannig. Í þessu húsi er mikill eldsmatur, en við erum að vonast til að ráða við þetta áður en eitthvað verra gerist,“segir Stefán Kristinsson, varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu, um eldsvoðann við Fellsmúla og Grensásveg sem hófst síðdegis í dag.Allt tiltækt lið vinnur við að slökkva eldinn. Slökkviliðið hefur lokað Fellsmúla og Grensásvegi. Stefán segist ætla að leyfa sér að vera bjartsýnn með áframhaldið. Mynd frá vettvangi.Vísir/Sigurjón „Hann jókst bara. Það hefur kviknað í einhverju sem var ekki gott. Þetta er bara orðinn mikill eldur núna.“ sagði Stefán við fréttastofu fyrr í kvöld. Þegar eldurinn blossaði skyndilega upp og jókst umtalsvert. „Þetta er bara verra en þetta var,“ sagði hann. „Við ætlum bara að berjast við eldinn og slökkva þetta sem fyrst. Það er okkar aðalmál.“ Eldurinn er í iðnaðarhúsnæði, en í húsinu er til að mynda að finna hjólbarðaverkstæði N1 og Slippfélagið. Símaver Hreyfils er líka í húsinu, en starfsemi þess liggur niðir. Fólki er bent á að nota frekar appið til að panta leigubíl. Jón Viðar Matthíasson slökkviliðsstjóri sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 að samkvæmt vitneskju sinni hefðu allir komist óhultir úr byggingunni. „Okkur gengur bærilega. Við höldum að við séum búin að einangra hann við tvö bil hérna. Við höldum að það sé lítil eða engin hætta að þetta fari í stóra húsið og ekki heldur í tengibyggingar til norðurs.“ Hann sagði ekki liggja fyrir að svo stöddu hvaðan eldurinn kviknaði. „Það er svolítið erfitt að átta sig á því. Eins og þú sérð er mikill reykur. Og við erum ekki að senda mennina djúpt inn heldur reynum við að slökkva þetta aðeins úr fjarlægð.“ Fólk hefur verið hvatt til að loka gluggum í nágrenni við eldinn.Slökkviliðið hefur kallað út auka mannafla sem var á frívakt vegna eldsins og berst enn hörðum höndum við að ráða niðurlögum hans. Fréttin hefur verið uppfærð. Beinu streymi Vísis af vettvangi er lokið. Viktor Freyr/Skuggi Ljósmyndun Viktor Freyr/Skuggi Ljósmyndun Viktor Freyr/Skuggi Ljósmyndun Viktor Freyr/Skuggi Ljósmyndun Viktor Freyr/Skuggi Ljósmyndun Viktor Freyr/Skuggi Ljósmyndun Viktor Freyr/Skuggi Ljósmyndun Viktor Freyr/Skuggi Ljósmyndun Viktor Freyr/Skuggi Ljósmyndun Slökkvilið Reykjavík Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Innlent Fleiri fréttir Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Sjá meira
„Eins og staðan er núna erum við aðeins að ná að slá þessu niður, og við skulum vona að við getum haldið því þannig. Í þessu húsi er mikill eldsmatur, en við erum að vonast til að ráða við þetta áður en eitthvað verra gerist,“segir Stefán Kristinsson, varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu, um eldsvoðann við Fellsmúla og Grensásveg sem hófst síðdegis í dag.Allt tiltækt lið vinnur við að slökkva eldinn. Slökkviliðið hefur lokað Fellsmúla og Grensásvegi. Stefán segist ætla að leyfa sér að vera bjartsýnn með áframhaldið. Mynd frá vettvangi.Vísir/Sigurjón „Hann jókst bara. Það hefur kviknað í einhverju sem var ekki gott. Þetta er bara orðinn mikill eldur núna.“ sagði Stefán við fréttastofu fyrr í kvöld. Þegar eldurinn blossaði skyndilega upp og jókst umtalsvert. „Þetta er bara verra en þetta var,“ sagði hann. „Við ætlum bara að berjast við eldinn og slökkva þetta sem fyrst. Það er okkar aðalmál.“ Eldurinn er í iðnaðarhúsnæði, en í húsinu er til að mynda að finna hjólbarðaverkstæði N1 og Slippfélagið. Símaver Hreyfils er líka í húsinu, en starfsemi þess liggur niðir. Fólki er bent á að nota frekar appið til að panta leigubíl. Jón Viðar Matthíasson slökkviliðsstjóri sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 að samkvæmt vitneskju sinni hefðu allir komist óhultir úr byggingunni. „Okkur gengur bærilega. Við höldum að við séum búin að einangra hann við tvö bil hérna. Við höldum að það sé lítil eða engin hætta að þetta fari í stóra húsið og ekki heldur í tengibyggingar til norðurs.“ Hann sagði ekki liggja fyrir að svo stöddu hvaðan eldurinn kviknaði. „Það er svolítið erfitt að átta sig á því. Eins og þú sérð er mikill reykur. Og við erum ekki að senda mennina djúpt inn heldur reynum við að slökkva þetta aðeins úr fjarlægð.“ Fólk hefur verið hvatt til að loka gluggum í nágrenni við eldinn.Slökkviliðið hefur kallað út auka mannafla sem var á frívakt vegna eldsins og berst enn hörðum höndum við að ráða niðurlögum hans. Fréttin hefur verið uppfærð. Beinu streymi Vísis af vettvangi er lokið. Viktor Freyr/Skuggi Ljósmyndun Viktor Freyr/Skuggi Ljósmyndun Viktor Freyr/Skuggi Ljósmyndun Viktor Freyr/Skuggi Ljósmyndun Viktor Freyr/Skuggi Ljósmyndun Viktor Freyr/Skuggi Ljósmyndun Viktor Freyr/Skuggi Ljósmyndun Viktor Freyr/Skuggi Ljósmyndun Viktor Freyr/Skuggi Ljósmyndun
Slökkvilið Reykjavík Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Innlent Fleiri fréttir Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Sjá meira