Öllu máli skiptir að fólkið komst út heilt á húfi Jón Þór Stefánsson skrifar 16. febrúar 2024 10:49 Erfitt er að meta skemmdirnar að svo stöddu. Vísir/Vilhelm Sjálfvirkur brunaboði í húsnæði í Fellsmúla, þar sem N1 er með bílaþjónustu og hjólbarðaverkstæði, gerði stjórnstöð Securitas viðvart um reyk stuttu eftir að húsinu hafði verið lokað síðdegis í gær. Starfsmaður, sem hafði nýlega yfirgefið vinnustaðinn, sneri aftur á vettvang og hringdi strax á neyðarlínuna eftir aðstoð og í kjölfarið kom slökkviliðið og lögregla á vettvang. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í tilkynningu frá N1 um bruna í iðnaðarhúsnæði í Fellsmúla í gær. Þar kemur fram að enginn hafi verið inni í húsnæðinu þegar reyksins varð vart og öryggi starfsmanna hafi því ekki verið ógnað. „Ljóst er að skemmdir á húsnæðinu eru miklar. Þó er ekki hægt að meta þær að fullu fyrr en lögreglan hefur lokið rannsókn á eldsupptökum,“ segir í tilkynningunni. N1 er með bílaþjónustu og hjólbarðaverkstæði í húsnæðinu.Vísir/Vilhelm „Eldurinn takmarkaðist við húsnæði N1 en tjón varð í nærliggjandi húsnæði vegna reyks og vatns. Brunahólfun hússins og aðrar eldvarnir skiptu þar miklu máli,“ segir jafnframt í tilkynningunni. Þar kemur fram að ekki sé hægt að segja til um hvenær bílaþjónusta N1 opnar aftur í húsinu fyrr en búið er að meta skemmdir. Eldurinn takmarkaðist við húsnæði N1.Vísir/Vilhelm Þröstur Ingvason, sölustjóri hjá Slippfélaginu sem er líka með aðsetur í húsinu, tekur í sama streng. Hann segir ljóst að húnsæði fyrirtækisins hafi orðið fyrir tjóni, en erfitt sé að meta það að svo stöddu. „Þetta er náttúrulega þannig að við erum ekki búin að komast inn ennþá. Klárlega er þetta einhverskonar tjón, en sem betur slapp allt fólkið heilt út og það er það sem skiptir öllu máli,“ segir Þröstur. Um sjötíu manns komu að slökkvistarfinu.Vísir/Vilhelm Hann segir þó að Slippfélagið sé líklega betur statt en önnur fyrirtæki sem eru með aðsetur í húsinu vegna þess að félagið sé með önnur aðsetur í bænum. „Það læsti sig ekki eldur í neðri hæðunum, en það er bæði vatnstjón, og það er mikil lykt inni í rýmunum. Það er kannski það sem er mest hjá okkur.“ Þau hjá Slippfélaginu hafa enn ekki fengið að fara inn í húsnæðið, en Þröstur telur að þau fái að gera það seinna í dag. „Það verður engin starfsemi hér næstu dagana. Það er alveg á hreinu.“ „Það verður engin starfsemi hér næstu dagana. Það er alveg á hreinu,“ segir sölustjóri Slippfélagsins. Vísir/Vilhelm Slökkvistarfi lauk að mestu um klukkan tvö í nótt en í morgun var unnið að því að tryggja að slökkt hafi verið í öllum glæðum. Slökkviðsmenn á vettvangi hafa nú komist inn í húsnæðið, sem þótti ekki öruggt í nótt. Um sjötíu manns komu að slökkvistarfinu á vettvangi. Þá voru þrjátíu til viðbótar að sinna sjúkraflutningum í nótt. Slökkvilið Reykjavík Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Sjá meira
Þetta er á meðal þess sem kemur fram í tilkynningu frá N1 um bruna í iðnaðarhúsnæði í Fellsmúla í gær. Þar kemur fram að enginn hafi verið inni í húsnæðinu þegar reyksins varð vart og öryggi starfsmanna hafi því ekki verið ógnað. „Ljóst er að skemmdir á húsnæðinu eru miklar. Þó er ekki hægt að meta þær að fullu fyrr en lögreglan hefur lokið rannsókn á eldsupptökum,“ segir í tilkynningunni. N1 er með bílaþjónustu og hjólbarðaverkstæði í húsnæðinu.Vísir/Vilhelm „Eldurinn takmarkaðist við húsnæði N1 en tjón varð í nærliggjandi húsnæði vegna reyks og vatns. Brunahólfun hússins og aðrar eldvarnir skiptu þar miklu máli,“ segir jafnframt í tilkynningunni. Þar kemur fram að ekki sé hægt að segja til um hvenær bílaþjónusta N1 opnar aftur í húsinu fyrr en búið er að meta skemmdir. Eldurinn takmarkaðist við húsnæði N1.Vísir/Vilhelm Þröstur Ingvason, sölustjóri hjá Slippfélaginu sem er líka með aðsetur í húsinu, tekur í sama streng. Hann segir ljóst að húnsæði fyrirtækisins hafi orðið fyrir tjóni, en erfitt sé að meta það að svo stöddu. „Þetta er náttúrulega þannig að við erum ekki búin að komast inn ennþá. Klárlega er þetta einhverskonar tjón, en sem betur slapp allt fólkið heilt út og það er það sem skiptir öllu máli,“ segir Þröstur. Um sjötíu manns komu að slökkvistarfinu.Vísir/Vilhelm Hann segir þó að Slippfélagið sé líklega betur statt en önnur fyrirtæki sem eru með aðsetur í húsinu vegna þess að félagið sé með önnur aðsetur í bænum. „Það læsti sig ekki eldur í neðri hæðunum, en það er bæði vatnstjón, og það er mikil lykt inni í rýmunum. Það er kannski það sem er mest hjá okkur.“ Þau hjá Slippfélaginu hafa enn ekki fengið að fara inn í húsnæðið, en Þröstur telur að þau fái að gera það seinna í dag. „Það verður engin starfsemi hér næstu dagana. Það er alveg á hreinu.“ „Það verður engin starfsemi hér næstu dagana. Það er alveg á hreinu,“ segir sölustjóri Slippfélagsins. Vísir/Vilhelm Slökkvistarfi lauk að mestu um klukkan tvö í nótt en í morgun var unnið að því að tryggja að slökkt hafi verið í öllum glæðum. Slökkviðsmenn á vettvangi hafa nú komist inn í húsnæðið, sem þótti ekki öruggt í nótt. Um sjötíu manns komu að slökkvistarfinu á vettvangi. Þá voru þrjátíu til viðbótar að sinna sjúkraflutningum í nótt.
Slökkvilið Reykjavík Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Sjá meira