Öllu máli skiptir að fólkið komst út heilt á húfi Jón Þór Stefánsson skrifar 16. febrúar 2024 10:49 Erfitt er að meta skemmdirnar að svo stöddu. Vísir/Vilhelm Sjálfvirkur brunaboði í húsnæði í Fellsmúla, þar sem N1 er með bílaþjónustu og hjólbarðaverkstæði, gerði stjórnstöð Securitas viðvart um reyk stuttu eftir að húsinu hafði verið lokað síðdegis í gær. Starfsmaður, sem hafði nýlega yfirgefið vinnustaðinn, sneri aftur á vettvang og hringdi strax á neyðarlínuna eftir aðstoð og í kjölfarið kom slökkviliðið og lögregla á vettvang. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í tilkynningu frá N1 um bruna í iðnaðarhúsnæði í Fellsmúla í gær. Þar kemur fram að enginn hafi verið inni í húsnæðinu þegar reyksins varð vart og öryggi starfsmanna hafi því ekki verið ógnað. „Ljóst er að skemmdir á húsnæðinu eru miklar. Þó er ekki hægt að meta þær að fullu fyrr en lögreglan hefur lokið rannsókn á eldsupptökum,“ segir í tilkynningunni. N1 er með bílaþjónustu og hjólbarðaverkstæði í húsnæðinu.Vísir/Vilhelm „Eldurinn takmarkaðist við húsnæði N1 en tjón varð í nærliggjandi húsnæði vegna reyks og vatns. Brunahólfun hússins og aðrar eldvarnir skiptu þar miklu máli,“ segir jafnframt í tilkynningunni. Þar kemur fram að ekki sé hægt að segja til um hvenær bílaþjónusta N1 opnar aftur í húsinu fyrr en búið er að meta skemmdir. Eldurinn takmarkaðist við húsnæði N1.Vísir/Vilhelm Þröstur Ingvason, sölustjóri hjá Slippfélaginu sem er líka með aðsetur í húsinu, tekur í sama streng. Hann segir ljóst að húnsæði fyrirtækisins hafi orðið fyrir tjóni, en erfitt sé að meta það að svo stöddu. „Þetta er náttúrulega þannig að við erum ekki búin að komast inn ennþá. Klárlega er þetta einhverskonar tjón, en sem betur slapp allt fólkið heilt út og það er það sem skiptir öllu máli,“ segir Þröstur. Um sjötíu manns komu að slökkvistarfinu.Vísir/Vilhelm Hann segir þó að Slippfélagið sé líklega betur statt en önnur fyrirtæki sem eru með aðsetur í húsinu vegna þess að félagið sé með önnur aðsetur í bænum. „Það læsti sig ekki eldur í neðri hæðunum, en það er bæði vatnstjón, og það er mikil lykt inni í rýmunum. Það er kannski það sem er mest hjá okkur.“ Þau hjá Slippfélaginu hafa enn ekki fengið að fara inn í húsnæðið, en Þröstur telur að þau fái að gera það seinna í dag. „Það verður engin starfsemi hér næstu dagana. Það er alveg á hreinu.“ „Það verður engin starfsemi hér næstu dagana. Það er alveg á hreinu,“ segir sölustjóri Slippfélagsins. Vísir/Vilhelm Slökkvistarfi lauk að mestu um klukkan tvö í nótt en í morgun var unnið að því að tryggja að slökkt hafi verið í öllum glæðum. Slökkviðsmenn á vettvangi hafa nú komist inn í húsnæðið, sem þótti ekki öruggt í nótt. Um sjötíu manns komu að slökkvistarfinu á vettvangi. Þá voru þrjátíu til viðbótar að sinna sjúkraflutningum í nótt. Slökkvilið Reykjavík Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Fleiri fréttir Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Sjá meira
Þetta er á meðal þess sem kemur fram í tilkynningu frá N1 um bruna í iðnaðarhúsnæði í Fellsmúla í gær. Þar kemur fram að enginn hafi verið inni í húsnæðinu þegar reyksins varð vart og öryggi starfsmanna hafi því ekki verið ógnað. „Ljóst er að skemmdir á húsnæðinu eru miklar. Þó er ekki hægt að meta þær að fullu fyrr en lögreglan hefur lokið rannsókn á eldsupptökum,“ segir í tilkynningunni. N1 er með bílaþjónustu og hjólbarðaverkstæði í húsnæðinu.Vísir/Vilhelm „Eldurinn takmarkaðist við húsnæði N1 en tjón varð í nærliggjandi húsnæði vegna reyks og vatns. Brunahólfun hússins og aðrar eldvarnir skiptu þar miklu máli,“ segir jafnframt í tilkynningunni. Þar kemur fram að ekki sé hægt að segja til um hvenær bílaþjónusta N1 opnar aftur í húsinu fyrr en búið er að meta skemmdir. Eldurinn takmarkaðist við húsnæði N1.Vísir/Vilhelm Þröstur Ingvason, sölustjóri hjá Slippfélaginu sem er líka með aðsetur í húsinu, tekur í sama streng. Hann segir ljóst að húnsæði fyrirtækisins hafi orðið fyrir tjóni, en erfitt sé að meta það að svo stöddu. „Þetta er náttúrulega þannig að við erum ekki búin að komast inn ennþá. Klárlega er þetta einhverskonar tjón, en sem betur slapp allt fólkið heilt út og það er það sem skiptir öllu máli,“ segir Þröstur. Um sjötíu manns komu að slökkvistarfinu.Vísir/Vilhelm Hann segir þó að Slippfélagið sé líklega betur statt en önnur fyrirtæki sem eru með aðsetur í húsinu vegna þess að félagið sé með önnur aðsetur í bænum. „Það læsti sig ekki eldur í neðri hæðunum, en það er bæði vatnstjón, og það er mikil lykt inni í rýmunum. Það er kannski það sem er mest hjá okkur.“ Þau hjá Slippfélaginu hafa enn ekki fengið að fara inn í húsnæðið, en Þröstur telur að þau fái að gera það seinna í dag. „Það verður engin starfsemi hér næstu dagana. Það er alveg á hreinu.“ „Það verður engin starfsemi hér næstu dagana. Það er alveg á hreinu,“ segir sölustjóri Slippfélagsins. Vísir/Vilhelm Slökkvistarfi lauk að mestu um klukkan tvö í nótt en í morgun var unnið að því að tryggja að slökkt hafi verið í öllum glæðum. Slökkviðsmenn á vettvangi hafa nú komist inn í húsnæðið, sem þótti ekki öruggt í nótt. Um sjötíu manns komu að slökkvistarfinu á vettvangi. Þá voru þrjátíu til viðbótar að sinna sjúkraflutningum í nótt.
Slökkvilið Reykjavík Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Fleiri fréttir Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Sjá meira
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent