Frumvarpið telur tæplega þrjátíu blaðsíður, en drögin að frumvarpinu sem höfðu verið birtar á samráðsgátt Alþingis var aðeins umfangsminna.
„Markmið laga þessara er að verja fjárhag og velferð íbúa í Grindavíkurbæ í ljósi óvissuástands vegna jarðhræringa með því að gefa einstaklingum í bæjarfélaginu kost á að losna undan þeirri áhættu sem fylgir eignarhaldi íbúðarhúsnæðis í bænum,“ segir í frumvarpinu.
Um framkvæmdina segir að fjármálaráðherra muni koma á fót eignaumsýslufélagi sem muni annast kaup, umsýslu og ráðstöfun íbúðarhúsnæðis í Grindavík.
Frumvarpið var kynnt síðastliðinn föstudag og fékk almenningur tækifæri á að á að kynna sér efni frumvarpsins og koma afstöðu sinni á framfæri í samráðsgátt. Opið var fyrir athugasemdir til mánudags.