Þora ekki enn að senda menn inn og verða fram á nótt Magnús Jochum Pálsson og Jón Þór Stefánsson skrifa 15. febrúar 2024 21:59 Eldurinn varð á tímabili gríðarleg mikill enda töluverður eldsmatur inni í húsnæðinu. Þar að auki var mikill reykur sem gerði slökkviliðsmönnumm erfitt fyrir. Vísir/Vilhelm Slökkviliðsstjóri segir búið að ná tökum á eldi sem kviknaði í dekkjaverkstæði N1 við Fellsmúla. Slökkviliðið verði þó að störfum fram á nótt við að fullslökkva eldinn. Þakið á tveimur rýmum sé fallið og vegna hrunhættu þori þeir ekki að senda menn inn í húsið. Eldur kviknaði í húsnæðinu á horni Fellsmúla og Grensásvegs síðdegis í dag og var allt tiltækt slökkvilið kallað út. Engar teljanlegar skemmdir hafa orðið á húsum í kring en enn á eftir að meta skemmdir í húslengjunni sem kviknaði í. Enginn er talinn hafa slasast í eldsvoðanum. „Tíminn rennur dálítið saman hjá manni en fyrir klukkutíma síðan voru þessi tvö bil í suðurendanum alelda þannig það plan að beita meiri froðu virðist hafa skilað árangri. Við erum að vonast til þess að það séu þessi tvö rými sem eldurinn hefur náð að læsa sig í,“ sagði Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri, um stöðuna upp úr níuleytinu. Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu.Vísir/Sigurjón „Það er náttúrulega reykur mjög víða og þakið á þessum tveimur rýmum er fallið þannig við erum núna að fara að senda menn á körfubíl upp á rýmið við hliðina á því sem brann til að athuga hvort að þakið þar sé eitthvað farið að gefa sig. En við vonumst til þess að eldurinn sé ekkert að fara að læsa sig neitt í lengjunni hérna til norðus,“ sagði hann. Er eitthvað hægt að meta skemmdir á öðrum húsum hér í kring? „Nei, á öðrum húsum hér í kring eru ekki miklar skemmdir. Það er aðallega spurning með þessa lengju, efri hæðina og neðri hæðina. Á neðri hæðinni er meðal annars Slippfélagið, við höfum ekki farið þangað inn neitt nýlega. Það gætu verið vatnsskemmdir og einhverjar reykskemmdir en það er of snemmt að fullyrða eitthvað um það.“ Curvy.is og Stout eru í horni verslunarkjarnans.Vísir/Vilhelm Er enn eldur inni í húsinu? „Það er eldur og glóðir út um allt þannig það tekur dálítinn tíma að fullslökkva en eins og þú sérð er afskaplega lítill eldur. Þetta er aðallega gulur eldur en svo um leið og maður fer að róta eitthvað í þessu gýs eldurinn upp aftur. Við höfum ekki þorað að senda menn inn af því þakið er að hrynja eða hrunið að vissu leyti og þá erum við að taka þetta að utanverðu,“ sagði hann. Þið stefnið á að vera eitthvað fram á nótt? „Já, örugglega eitthvað fram á nótt. Vitum það ekki alveg og þú heyrir að það er enn að springa þarna inni,“ bætti hann við. Gríðarmikinn svartan reyk lagði upp frá húsnæðinu.Vísir/Sigurjón Eldurinn er í húsnæði við Fellsmúla og Grensásveg Mynd frá vettvangi sem sýnir eldinn vel. Slökkvilið Reykjavík Tengdar fréttir Bjartsýnn með áframhaldið Allt tiltækt slökkvilið hefur verið kallað út vegna elds í húsi á mótum Fellsmúla og Grensásvegar í Reykjavík. 15. febrúar 2024 17:54 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Fleiri fréttir Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Sjá meira
Eldur kviknaði í húsnæðinu á horni Fellsmúla og Grensásvegs síðdegis í dag og var allt tiltækt slökkvilið kallað út. Engar teljanlegar skemmdir hafa orðið á húsum í kring en enn á eftir að meta skemmdir í húslengjunni sem kviknaði í. Enginn er talinn hafa slasast í eldsvoðanum. „Tíminn rennur dálítið saman hjá manni en fyrir klukkutíma síðan voru þessi tvö bil í suðurendanum alelda þannig það plan að beita meiri froðu virðist hafa skilað árangri. Við erum að vonast til þess að það séu þessi tvö rými sem eldurinn hefur náð að læsa sig í,“ sagði Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri, um stöðuna upp úr níuleytinu. Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu.Vísir/Sigurjón „Það er náttúrulega reykur mjög víða og þakið á þessum tveimur rýmum er fallið þannig við erum núna að fara að senda menn á körfubíl upp á rýmið við hliðina á því sem brann til að athuga hvort að þakið þar sé eitthvað farið að gefa sig. En við vonumst til þess að eldurinn sé ekkert að fara að læsa sig neitt í lengjunni hérna til norðus,“ sagði hann. Er eitthvað hægt að meta skemmdir á öðrum húsum hér í kring? „Nei, á öðrum húsum hér í kring eru ekki miklar skemmdir. Það er aðallega spurning með þessa lengju, efri hæðina og neðri hæðina. Á neðri hæðinni er meðal annars Slippfélagið, við höfum ekki farið þangað inn neitt nýlega. Það gætu verið vatnsskemmdir og einhverjar reykskemmdir en það er of snemmt að fullyrða eitthvað um það.“ Curvy.is og Stout eru í horni verslunarkjarnans.Vísir/Vilhelm Er enn eldur inni í húsinu? „Það er eldur og glóðir út um allt þannig það tekur dálítinn tíma að fullslökkva en eins og þú sérð er afskaplega lítill eldur. Þetta er aðallega gulur eldur en svo um leið og maður fer að róta eitthvað í þessu gýs eldurinn upp aftur. Við höfum ekki þorað að senda menn inn af því þakið er að hrynja eða hrunið að vissu leyti og þá erum við að taka þetta að utanverðu,“ sagði hann. Þið stefnið á að vera eitthvað fram á nótt? „Já, örugglega eitthvað fram á nótt. Vitum það ekki alveg og þú heyrir að það er enn að springa þarna inni,“ bætti hann við. Gríðarmikinn svartan reyk lagði upp frá húsnæðinu.Vísir/Sigurjón Eldurinn er í húsnæði við Fellsmúla og Grensásveg Mynd frá vettvangi sem sýnir eldinn vel.
Slökkvilið Reykjavík Tengdar fréttir Bjartsýnn með áframhaldið Allt tiltækt slökkvilið hefur verið kallað út vegna elds í húsi á mótum Fellsmúla og Grensásvegar í Reykjavík. 15. febrúar 2024 17:54 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Fleiri fréttir Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Sjá meira
Bjartsýnn með áframhaldið Allt tiltækt slökkvilið hefur verið kallað út vegna elds í húsi á mótum Fellsmúla og Grensásvegar í Reykjavík. 15. febrúar 2024 17:54