Gekk berserksgang í Grafarvogi Karlmaður í annarlegu ástandi gekk berserksgang í Grafarvogi í gær. Lögreglan handtók manninn og hann var vistaður í fangageymslu. 16.4.2024 08:57
Davíð Viðarsson þurfi að höfða mál til að skera úr um faðerni Veitingamaðurinn Quang Le er sakaður um að hafa platað félaga sinn til að giftast konu sem hann sjálfur eignaðist tvö börn með. Lögmaður segir manninn þurfa að höfða mál til að leiðrétta skráninguna en mikilvægt sé að börn séu rétt feðruð. 15.4.2024 21:00
Skömmuð af matvælaráðuneytinu degi áður en hún tók við Degi áður en Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir tók við sem matvælaráðherra fékk atvinnuveganefnd Alþingis, nefnd sem hún sat í þar til hún tók við ráðuneytinu, bréf frá matvælaráðuneytinu þar sem breytingar og vinnubrögð nefndarinnar voru gagnrýnd. 10.4.2024 16:44
Bein útsending: Yfirlýsing forsætisráðherra og umræður Bjarni Benediktsson forsætisráðherra mun fara með yfirlýsingu fyrir Alþingi klukkan 15. Þetta er fyrsti þingfundur eftir páskafrí og eftir að Katrín Jakobsdóttir sagði af sér sem forsætisráðherra og tilkynnti framboð til embættis forseta. 10.4.2024 14:27
76 ára sögu Þorsteins Bergmanns lokið Verslun Þorsteins Bergmanns við Hraunbæ í Árbænum hefur verið lokað. Verslunin hafði verið rekin þar síðan árið 1980 en fyrsta verslun Þorsteins Bergmanns var opnuð árið 1947. 10.4.2024 13:51
Ætla að vera aðeins „hógværari“ en Ölfus við gerð bæjarskiltis Til stendur að reisa nokkur skilti við bæjarmörk Hveragerðisbæjar á þessu ári. Í minnisblaði menningar-, atvinnu- og markaðsnefndar bæjarins er lagt til að vera ögn „hógværari“ en nágrannarnir í Ölfusi við gerð skiltanna. 10.4.2024 13:24
Tugir bætast við andstæðingahóp Bjarna á hverri mínútu Rúmlega ellefu þúsund manns hafa skrifað undir undirskriftalista þar sem fólk segir Bjarni Benediktsson ekki hafa þeirra stuðning sem forsætisráðherra. Listinn hefur verið í loftinu í tæpan sólarhring og hrannast tugir undirskrifta inn á hverri mínútu. 10.4.2024 12:09
Boða til mótmæla við Bessastaði Félagið Roði - Ungir Sósíalistar og fólkið sem stóð að samstöðutjaldinu fyrir Palestínumenn á Austurvelli hafa boðað til mótmæla við Bessastaði klukkan 19 í kvöld vegna nýrrar ríkisstjórnar Bjarna Benediktssonar. Félögin vilja alla ríkisstjórnina burt. 9.4.2024 16:50
Líst ekkert á blikuna Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, segir fráfarandi ríkisstjórn skilja eftir sig erfiða stöðu og að ekkert bendi til þess að ný ríkisstjórn geti leyst þau verkefni betur. Hún hefði viljað að frekar yrði boðað til kosninga í haust. 9.4.2024 15:17
Bjarni leiðir og Bjarkey kemur ný inn Formenn Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Framsóknarflokks kynntu nýja ríkisstjórn undir forystu Bjarna Benediktssonar í dag. Ráðherrastóladans verður dansaður á Bessastöðum í kvöld. 9.4.2024 12:26