Erfitt að átta sig á áformum Trumps Bjarki Sigurðsson og Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifa 30. mars 2025 20:19 Albert Jónsson, fyrrverandi sendiherra Íslands í Bandaríkjunum og Rússlandi. Vísir/Frikki Sérfræðingur í alþjóðamálum segir kveða við nýjan tón hjá Bandaríkjamönnum vegna Grænlands. Bandaríkjaforseti sé hins vegar ólíkindatól þannig að erfitt sé að átta sig á raunverulegum framtíðaráformum. Ásælni Bandaríkjamanna í Grænland virðist engan enda ætla að taka og í gær sagði forseti landsins að Bandaríkjamenn muni eignast Grænland innan tíðar, og vill ekki útiloka að það verði gert með valdi. Albert Jónsson, sérfræðingur í alþjóðamálum, segir áhuga Bandaríkjanna ekki koma á óvart. Áhuginn komi til vegna þjóðaröryggis þeirra, öryggis gervitungla og vegna sjaldgæfra málma sem má finna á eyjunni. „Síðan kemur að þeim yfirlýsingum forsetans, sem að þú varst að vísa til, og þær eru ósmekklegar. Þær eru óþarfar að mínu mati. Bandaríkjamenn hvað varðar öryggismál hafa allt sem þeir vilja í Grænlandi og hafa tekið fram að þeir vilji ekki meira í bili að minnsta kosti,“ segir Albert Jónsson, sérfræðingur í alþjóðamálum og fyrrverandi sendiherra. Þessar yfirlýsingar Donalds Trump Bandaríkjaforsta og hans undirmanna vekja ávallt mikla athygli, en það kvað örlítið við nýjan tón í heimsókn JD Vance, varaforseta Bandaríkjanna, á föstudaginn. Þar sagði hann að ákvörðun um hverjum eyjan tilheyrir, yrði alltaf í höndum Grænlendinga. „Hann segir þetta ekki án samþykkis forsetans. Þannig að kannski glyttir þarna í stefnubreytingu og breytta framkomu gagnvart Dönum og Grænlendingum aðallega. En það er best að tala varlega. Trump er áfram það ólíkindatól sem að hann er og sá, því miður verður maður að segja, fauti og frekja í samskiptum við aðra sem að við blasir.“ Það sé ekki rétta leiðin að heimta að fá Grænland og að taka landið með valdi. Bandaríkjamenn geti samið við Grænlendinga og Dani um aðgang að eyjunni. „Þeir geta fengið allt sem þeir vilja þarna einfaldlega með samningum og ég meina það var reynt að kaupa Grænland þarna í kringum 1950 af stjórn Harry Truman. Þegar það var sagt nei, það er ekki í boði var bara farið samningaleið og samið um miklu fleiri herstöðvar en að Bandaríkjamenn hafa núna á Grænlandi og miklu meiri mannskap,“ segir Albert. Grænland Bandaríkin Donald Trump Utanríkismál Danmörk Tengdar fréttir „Það er skítkalt hérna“ Varaforseti Bandaríkjanna lenti fyrr í dag á Pituffik-herstöðinni á norðvestanverðu Grænlandi. Hann hafði orð á því að það væri „skítkalt“ þarna. 28. mars 2025 18:49 Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Innlent Fleiri fréttir Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Sjá meira
Ásælni Bandaríkjamanna í Grænland virðist engan enda ætla að taka og í gær sagði forseti landsins að Bandaríkjamenn muni eignast Grænland innan tíðar, og vill ekki útiloka að það verði gert með valdi. Albert Jónsson, sérfræðingur í alþjóðamálum, segir áhuga Bandaríkjanna ekki koma á óvart. Áhuginn komi til vegna þjóðaröryggis þeirra, öryggis gervitungla og vegna sjaldgæfra málma sem má finna á eyjunni. „Síðan kemur að þeim yfirlýsingum forsetans, sem að þú varst að vísa til, og þær eru ósmekklegar. Þær eru óþarfar að mínu mati. Bandaríkjamenn hvað varðar öryggismál hafa allt sem þeir vilja í Grænlandi og hafa tekið fram að þeir vilji ekki meira í bili að minnsta kosti,“ segir Albert Jónsson, sérfræðingur í alþjóðamálum og fyrrverandi sendiherra. Þessar yfirlýsingar Donalds Trump Bandaríkjaforsta og hans undirmanna vekja ávallt mikla athygli, en það kvað örlítið við nýjan tón í heimsókn JD Vance, varaforseta Bandaríkjanna, á föstudaginn. Þar sagði hann að ákvörðun um hverjum eyjan tilheyrir, yrði alltaf í höndum Grænlendinga. „Hann segir þetta ekki án samþykkis forsetans. Þannig að kannski glyttir þarna í stefnubreytingu og breytta framkomu gagnvart Dönum og Grænlendingum aðallega. En það er best að tala varlega. Trump er áfram það ólíkindatól sem að hann er og sá, því miður verður maður að segja, fauti og frekja í samskiptum við aðra sem að við blasir.“ Það sé ekki rétta leiðin að heimta að fá Grænland og að taka landið með valdi. Bandaríkjamenn geti samið við Grænlendinga og Dani um aðgang að eyjunni. „Þeir geta fengið allt sem þeir vilja þarna einfaldlega með samningum og ég meina það var reynt að kaupa Grænland þarna í kringum 1950 af stjórn Harry Truman. Þegar það var sagt nei, það er ekki í boði var bara farið samningaleið og samið um miklu fleiri herstöðvar en að Bandaríkjamenn hafa núna á Grænlandi og miklu meiri mannskap,“ segir Albert.
Grænland Bandaríkin Donald Trump Utanríkismál Danmörk Tengdar fréttir „Það er skítkalt hérna“ Varaforseti Bandaríkjanna lenti fyrr í dag á Pituffik-herstöðinni á norðvestanverðu Grænlandi. Hann hafði orð á því að það væri „skítkalt“ þarna. 28. mars 2025 18:49 Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Innlent Fleiri fréttir Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Sjá meira
„Það er skítkalt hérna“ Varaforseti Bandaríkjanna lenti fyrr í dag á Pituffik-herstöðinni á norðvestanverðu Grænlandi. Hann hafði orð á því að það væri „skítkalt“ þarna. 28. mars 2025 18:49