Hafa nýtt tímann til að leysa ágreining VG og Sjálfstæðismanna Formaður Framsóknarflokksins segir viðræður forystumanna stjórnarflokkanna þriggja um helgina og í gær meðal annars hafa farið í að leysa ágreining sem hefur verið milli Sjálfstæðismanna og Vinstri grænna. Ríkisstjórnarflokkarnir boða til blaðamannafundar klukkan 14 í Hörpu til að kynna áherslur nýs ráðuneytis. 9.4.2024 11:53
Vaktin: Ný ríkisstjórn tekur við í kvöld Bjarni Benediktsson, Sigurður Ingi Jóhannsson og Guðmundur Ingi Guðbrandsson kynntu nýja ríkisstjórn og áherslumál hennar á blaðamannafundi í Hörpu í dag. 9.4.2024 08:40
Ríkisstjórnin dansi stóladans á meðan engin stjórni landinu Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, segir í reynd enga ríkisstjórn starfandi í landinu og á meðan eyði ráðherrarnir tíma í stólaleik sem vinni ekki fyrir hag almennings. Hún segir að það hefði verið galið að fresta ekki þingfundi í dag. 8.4.2024 18:01
Útlilokar ekki að leggja fram vantraust færi Svandís sig Inga Sæland útilokar ekki að hún haldi áfram að leggja fram vantrauststillögur á hendur Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra færi hún sig í annan ráðherrastól. Hún lagði fram vantrauststillögu í annað sinn í dag. 8.4.2024 17:16
Telur að ríkisstjórnin lifi þetta ekki af Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar, kallar eftir því að Íslendingar kjósi til Alþingis þar sem ríkisstjórnin hafi engan vilja til þess að gera betri hluti fyrir þjóðina. Hann segir atburðarás síðustu daga afar áhugaverða. 8.4.2024 15:46
Hefðu lent í vandræðum án frestunar Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingkona Pírata sagði það í raun eðlilegt að Birgir Ármannsson, forseti þingsins, hefði tekið öll mál af dagskrá og slitið fundi. Ríkisstjórnin sé ekki starfhæf og ekki við hæfi að ræða mál á þingi sem ekki sé hægt að leysa. 8.4.2024 15:26
Bílunum stútað á meðan þau skruppu út að borða Á meðan Hlynur og Hrafnhildur Alice skruppu að fá sér að borða í gærkvöldi voru framin skemmdarverk á bílum þeirra. Rúður voru brotnar með einhverskonar barefli og lofti hleypt úr dekkjum bílanna. 8.4.2024 15:22
Katrín ekki lengur þingmaður Katrín Jakobsdóttir, fráfarandi forsætisráðherra, er ekki lengur þingmaður. Hún sagði af sér þingmennsku í dag með bréfi sem hún sendi forseta Alþingis. Hann hóf þingfundinn í dag á því að lesa bréfið upp. 8.4.2024 15:02
Leggur aftur fram vantrauststillögu á Svandísi Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, hefur lagt fram nýja vantrauststillögu á hendur Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra. Þingmenn flokksins krefjast þess að hún víki úr embætti þegar í stað. 8.4.2024 14:39
René kemur inn fyrir Katrínu þar til Eva Dögg snýr aftur Viðræður forystufólks stjórnarflokkanna um áframhaldandi stjórnarsamstarf eru vel á veg komnar. Þingflokkar stjórnarflokkanna, sem og aðrir þingflokkar á Alþingi, sitja nú á fundi. Þingfundur er svo fyrirhugaður klukkan þrjú. 8.4.2024 13:31