fréttamaður

Berghildur Erla Bernharðsdóttir

Berghildur er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Mælir alls ekki með því að fólk prófi hug­víkkandi efni heima hjá sér

Margir helstu vísindamenn, læknar og sérfræðingar á sviði hugvíkkandi efna héldu erindi á ráðstefnu um málefnið í dag. Rætt var um rannsóknir á efnum eins og MDMA, Sílósíbin, Ketamín og Ajúvaska og hvernig þau hafi gagnast við meðferð á geðröskunum. Geðlæknir segir rannsóknir lofa góðu en mælir gegn notkun efnanna.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 og Bylgjunnar klukkan hálf sjö verður rætt við Sólveigu Önnu Jónsdóttur formann Eflingar vegna yfirlýsingar félagsins frá því í dag.

Skemmti­ferða­skip í Reykja­vík greiði í takt við mengun

Ferðaþjónustan og umhverfisyfirvöld þurfa að ráðast í stefnumörkun á því hvernig hægt sé að draga úr gríðarlegri mengun frá skemmtiferðaskipum að mati forstjóra Umhverfisstofnunar. Hún segir jákvætt skref að skemmtiferðaskip sem koma til Reykjavíkur greiði hafnargjöld í samræmi við mengun.

Kaldasti desember í meira en hundrað ár

Ríflega hundrað ára kuldamet féll í Reykjavík í desember en hann var síðast kaldari árið 1916. Veðurfræðingur segir of snemmt að segja til um hvort um sé að ræða áhrif loftslagsbreytinga en vissulega hafi verið miklar öfgar í veðri síðustu tvo mánuði.

Mygla í nokkrum leikskólum til viðbótar, borgin bregðist hraðar við

Mygla hefur fundist á nokkrum leikskólum í Reykjavík og bætast þeir þar með í sístækkandi hóp grunn-og leikskóla sem glíma við mygluvanda. Sviðsstjóri skóla-og frístundasviðs segir mun betur fylgst með húsnæði en áður. Ekki er ljóst hvort myglan muni hafa áhrif á starfsemi skólanna.

Vonar að löggan mæti á ráðstefnu um hugvíkkandi efni

Skipuleggjandi fyrstu ráðstefnunnar um hugvíkkandi efni hér á landi vonar að lögreglan og dómsmálaráðherra mæti en enn sem komið er eru slík efni ólögleg hér. Margir þekktustu sérfræðingar í geiranum segi frá byltingarkenndum niðurstöðum rannsókna sinna á slíkum efnum.

„Vonandi helst ljósið á“

Neyðarástand skapaðist þegar Reyðarfjörður og nágrenni var án hita og rafmagns í fimm klukkustundir í dag, að sögn framkvæmdastjóra rekstrarsviðs Rariks. Bæjarfulltrúi segir íbúum hafa brugðið enda mikið frost á svæðinu. Vísbendingar eru um að bilunar gæti enn og rafmagn gæti því dottið aftur út tímabundið.

Gallaðir flugeldar valda stórum hluta flugeldaslysa

Árlega leita ríflega tuttugu manns á bráðamóttöku höfuðborgarsvæðisins vegna flugeldanotkunar. Í fjórum af hverjum tíu tilvikum voru vísbendingar um galla í flugeldum. Yfirlæknir bráðamóttöku hvetur fólk til að styrkja björgunarsveitir á annan máta en kaupa flugelda. 

Opna fleiri rými vegna óvenju skæðrar flensutíðar

Landspítalinn hefur opnað ný rými fyrir sjúklinga vegna óvenju mikillar flenustíðar. Forstöðumaður á spítalanum segir koma til greina að takamarka heimsóknir á spítalann. Hann biðlar til fólks að gæta vel að sóttvörnum.

Sjá meira