„Fáránlegt að mál þeirra séu að þvælast um í kerfinu“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 5. desember 2023 12:56 Nichole Leigh Mosty áður forstöðumaður Fjölmenningarseturs og núverandi leikskólastjóri og sérfræðingur í málefnum innflytjenda í Vík í Mýrdal gagnrýnir harðlega að tveir palenstínskir drengir skuli ekki fá alþjóðlega vernd hér. Frændurnir Sameer Omran 12 ára og Yazan Kawave 14 ára komu hingað í fylgd föðurbróður þeirra fyrir rúmum átta mánuðum frá Grikklandi. Vísir Fyrrverandi forstöðukona Fjölmenningarseturs segir fáránlegt að stjórnkerfið hér á landi hafi synjað palestínskum drengjum í neyð um alþjóðlega vernd. Þeirra geti beðið hræðilegar aðstæður í flóttamannabúðum í Grikklandi sem hún hafi séð með eigin augum. Dómsmálaráðherra ætlar ekki að tjá sig um mál drengjanna. Við sögðum í gær frá máli tólf og fjórtán ára palenstínskra drengja sem komu hingað til lands fyrir átta mánuðum ásamt föðurbróður sínum og sóttu um alþjóðlega vernd. Þeir hafa síðan þá dvalið hjá tveimur fósturfjölskyldum, gengið í skóla og stundað íþróttir. Þeim var synjað um verndina hér fyrir mánuði en það hefur verið kært til kærunefndar útlendingmála sem mun líklega úrskurða í málinu í janúar. Meðferð umsókna einstaklinga frá Palestínu hefur ekki breyst hjá Útlendingastofnun frá því í upphafi október þegar átökin hófust á Gasa. Alls hefur stofnunin tekið til meðferðar 244 umsóknir á þessu ári. 128 hafa fengið vernd og 116 neitun á grundvelli Dyflinnarreglugerðar eða verndar annars staðar. Ráðherra tjáir sig ekki Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra getur ekki og ætlar ekki að tjá sig um einstök mál sem eru til meðferðar hjá stjórnvöldum að sögn aðstoðarmanns hennar en fréttastofa leitaði viðbragða hennar í morgun vegna málsins. Dómsmálaráðherra ætlar ekki að tjá sig um málið. Vísir/Ívar Fannar Ættu að fá mannúðarleyfi Nichole Leigh Mosty áður forstöðumaður Fjölmenningarseturs og núverandi leikskólastjóri og sérfræðingur í málefnum innflytjenda í Vík í Mýrdal gagnrýnir harðlega að drengjunum hafi verið synjað um vernd. „Foreldrar þeirra eru í skelfilegum aðstæðum í Palestínu og vita ekki hvort þeim tekst að lifa af. Drengirnir eru í sérstaklega viðkvæmri stöðu og ættu að fá mannúðarleyfi hér. Það er fáránlegt að mál þeirra séu að þvælast um í kerfinu. Þeir þurfa núna fyrst og fremst tíma til að vinna sig í gegnum áföllin sem þeir eru að upplifa og þurfa vernd,“ segir Nichole. Hún segist hafa kynnst aðstæðum barna á flótta í Grikklandi að eigin raun þegar hún starfaði þar um tíma. Aðstæður þar geti verið afar ótryggar. „Ég sá hóp ungra drengja sem þurftu að betla til að eiga fyrir mat í Grikklandi. Sumir hópar barna eru útsett fyrir því að fíkniefnasalar neyði þau til að selja efni. Þá geta þau lent í mansali. Ef við sendum þá aftur til Grikklands lenda þeir í mikilli óvissu um stöðu sína. Á sama tíma talar Ísland mannréttindum og barnaréttindum, þetta er alveg fráleitt,“ segir hún. Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Alþingi Mest lesið Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Fleiri fréttir Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Sjá meira
Við sögðum í gær frá máli tólf og fjórtán ára palenstínskra drengja sem komu hingað til lands fyrir átta mánuðum ásamt föðurbróður sínum og sóttu um alþjóðlega vernd. Þeir hafa síðan þá dvalið hjá tveimur fósturfjölskyldum, gengið í skóla og stundað íþróttir. Þeim var synjað um verndina hér fyrir mánuði en það hefur verið kært til kærunefndar útlendingmála sem mun líklega úrskurða í málinu í janúar. Meðferð umsókna einstaklinga frá Palestínu hefur ekki breyst hjá Útlendingastofnun frá því í upphafi október þegar átökin hófust á Gasa. Alls hefur stofnunin tekið til meðferðar 244 umsóknir á þessu ári. 128 hafa fengið vernd og 116 neitun á grundvelli Dyflinnarreglugerðar eða verndar annars staðar. Ráðherra tjáir sig ekki Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra getur ekki og ætlar ekki að tjá sig um einstök mál sem eru til meðferðar hjá stjórnvöldum að sögn aðstoðarmanns hennar en fréttastofa leitaði viðbragða hennar í morgun vegna málsins. Dómsmálaráðherra ætlar ekki að tjá sig um málið. Vísir/Ívar Fannar Ættu að fá mannúðarleyfi Nichole Leigh Mosty áður forstöðumaður Fjölmenningarseturs og núverandi leikskólastjóri og sérfræðingur í málefnum innflytjenda í Vík í Mýrdal gagnrýnir harðlega að drengjunum hafi verið synjað um vernd. „Foreldrar þeirra eru í skelfilegum aðstæðum í Palestínu og vita ekki hvort þeim tekst að lifa af. Drengirnir eru í sérstaklega viðkvæmri stöðu og ættu að fá mannúðarleyfi hér. Það er fáránlegt að mál þeirra séu að þvælast um í kerfinu. Þeir þurfa núna fyrst og fremst tíma til að vinna sig í gegnum áföllin sem þeir eru að upplifa og þurfa vernd,“ segir Nichole. Hún segist hafa kynnst aðstæðum barna á flótta í Grikklandi að eigin raun þegar hún starfaði þar um tíma. Aðstæður þar geti verið afar ótryggar. „Ég sá hóp ungra drengja sem þurftu að betla til að eiga fyrir mat í Grikklandi. Sumir hópar barna eru útsett fyrir því að fíkniefnasalar neyði þau til að selja efni. Þá geta þau lent í mansali. Ef við sendum þá aftur til Grikklands lenda þeir í mikilli óvissu um stöðu sína. Á sama tíma talar Ísland mannréttindum og barnaréttindum, þetta er alveg fráleitt,“ segir hún.
Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Alþingi Mest lesið Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Fleiri fréttir Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Sjá meira
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent