Kláði, verkir, bólgur og sýkingar algeng vegna myglunnar á Reykjalundi Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 1. desember 2023 18:30 Þær Árdís Björk Almarsdóttir, framkvæmdastjóri lækninga, Halldóra Árnadóttir gjaldkeri, María Finnsdóttir félagsráðgjafi, Halldóra Árnadóttir, gjaldkeri, María Finnsdóttir ritari og Ásgerður hjúkrunarfræðingur stóðu allar í flutningum á Reykjalundi í dag vegna myglu. Vísir/Einar Tugir starfsmanna Reykjalundar þurftu að rýma húsnæði sitt í dag vegna myglu og lélegra loftgæða. Talið er að hluti þess sé ónýtt. Starfsfólk og sjúklingar hafa þurft frá að hverfa til skemmri og lengri tíma vegna veikinda. Starfsfólk á Reykjalundi brást hratt við tíðindum frá í gær um að stór hluti húsnæðisins væri myglað. Í dag stóðu yfir flutningar úr fimm sýktum álmum Reykjalundar og smáhýsum á lóð endurhæfingarmiðstöðvarinnar. Óvíst er hvort og hvenær starfsfólk getur flutt aftur í tvær álmur þar sem þær eru taldar svo heilsuspillandi. „Mikið sjokk“ Árdís Björk Almarsdóttir framkvæmdastjóri lækninga á Reykjalundi var í óðaönn að flytja frá C-álmu sem er er afar illa farið í annað húsnæði á endurhæfingarmiðstöðinni. „Það er auðvitað mikið sjokk þegar verið að loka svona stórum hluta húsnæðisins en fólk bjóst við þessu að hluta. Það er töluverður fjöldi starfsmanna sem hefur þurft að vera frá til lengri eða skemmri tíma. Einkennin eru allt frá höfuðverk, kláða, öndunarfærasýkingum og ennisholubólgum. Þá hafa sumir sjúklingar sem hafa búið í smáhýsunum sem eru sýkt þurft að hætta meðferð vegna slíkra einkenna,“ segir Árdís. Halldóra Árnadóttir gjaldkeri hefur starfað á Reykjalundi í 40 ár. Hún segist ekki sjálf hafa fundið fyrir einkennum en sumir hafi þolað ástandið afar illa. „Stúlkan sem hefur verið hérna við hliðina á mér hefur unnið heima síðustu tvo mánuði, hún þolir ekki við. Hún hefur reynt að koma aftur á skrifstofuna en það gengur ekki hún fær alltaf aftur slæm einkenni. Fólk kvartar yfir kláða, höfuðverk og ertingu í öndunarvegi. Þetta er alls konar,“ segir Halldóra sem bætir við að hún muni þó sakna plássins sem sé bæði rúmt og útsýnið gott. Gæti haft áhrif á starfsemina Næstum tuttugu starfsmenn C-álmunnar fluttu í annað húsnæði á vegum Reykjalundar í dag. Þar voru margir sem höfðu fundið fyrir einkennum vegna myglunnar. „Það voru flestir búnir að finna einhver einkenni, kinnholubólgur, hæsi, hálsærindi, höfuðverki, kláði. Það er ýmislegt sem við höfum fundið síðustu misseri sögðu þær Ásgerður og Yrja Dögg sem voru að flytja sig um set frá C-álmu. Þær sögðu að nú þyrfti teymið á deildinni að flytja sig hingað og þangað og það gæti óneitanlega haft áhrif á starfsemina. María Finnsdóttir félagsráðgjafi á C-deild sagði marga hafa fundið fyrir einkennum vegna myglunnar. „Ég er sjálf búin að vera með kinnholusýkingu í sjö vikur og er búin með tvo sýklalyfjakúra. Ég veit ekki hvort það tengist þessari myglu en það er ekki ólíklegt,“ sagði María. Alls missa 32 af 180 starfsmönnum með þessu starfsaðstöðu sína auk þess sem hluta þess gistirýmis sem nýst hefur fólki af landsbyggðinni þarf að loka alfarið. Forstjóri Reykjalundar sagði í fréttum Stöðvar 2 í gær að stjórnvöld verða að stíga inn í og greiða fyrir viðhald á húsnæði stofnunarinnar. Enn hafa ekki komið viðbrögð þaðan samkvæmt upplýsingum fréttastofu í dag. Mygla Heilsa Heilbrigðismál Mosfellsbær Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
Starfsfólk á Reykjalundi brást hratt við tíðindum frá í gær um að stór hluti húsnæðisins væri myglað. Í dag stóðu yfir flutningar úr fimm sýktum álmum Reykjalundar og smáhýsum á lóð endurhæfingarmiðstöðvarinnar. Óvíst er hvort og hvenær starfsfólk getur flutt aftur í tvær álmur þar sem þær eru taldar svo heilsuspillandi. „Mikið sjokk“ Árdís Björk Almarsdóttir framkvæmdastjóri lækninga á Reykjalundi var í óðaönn að flytja frá C-álmu sem er er afar illa farið í annað húsnæði á endurhæfingarmiðstöðinni. „Það er auðvitað mikið sjokk þegar verið að loka svona stórum hluta húsnæðisins en fólk bjóst við þessu að hluta. Það er töluverður fjöldi starfsmanna sem hefur þurft að vera frá til lengri eða skemmri tíma. Einkennin eru allt frá höfuðverk, kláða, öndunarfærasýkingum og ennisholubólgum. Þá hafa sumir sjúklingar sem hafa búið í smáhýsunum sem eru sýkt þurft að hætta meðferð vegna slíkra einkenna,“ segir Árdís. Halldóra Árnadóttir gjaldkeri hefur starfað á Reykjalundi í 40 ár. Hún segist ekki sjálf hafa fundið fyrir einkennum en sumir hafi þolað ástandið afar illa. „Stúlkan sem hefur verið hérna við hliðina á mér hefur unnið heima síðustu tvo mánuði, hún þolir ekki við. Hún hefur reynt að koma aftur á skrifstofuna en það gengur ekki hún fær alltaf aftur slæm einkenni. Fólk kvartar yfir kláða, höfuðverk og ertingu í öndunarvegi. Þetta er alls konar,“ segir Halldóra sem bætir við að hún muni þó sakna plássins sem sé bæði rúmt og útsýnið gott. Gæti haft áhrif á starfsemina Næstum tuttugu starfsmenn C-álmunnar fluttu í annað húsnæði á vegum Reykjalundar í dag. Þar voru margir sem höfðu fundið fyrir einkennum vegna myglunnar. „Það voru flestir búnir að finna einhver einkenni, kinnholubólgur, hæsi, hálsærindi, höfuðverki, kláði. Það er ýmislegt sem við höfum fundið síðustu misseri sögðu þær Ásgerður og Yrja Dögg sem voru að flytja sig um set frá C-álmu. Þær sögðu að nú þyrfti teymið á deildinni að flytja sig hingað og þangað og það gæti óneitanlega haft áhrif á starfsemina. María Finnsdóttir félagsráðgjafi á C-deild sagði marga hafa fundið fyrir einkennum vegna myglunnar. „Ég er sjálf búin að vera með kinnholusýkingu í sjö vikur og er búin með tvo sýklalyfjakúra. Ég veit ekki hvort það tengist þessari myglu en það er ekki ólíklegt,“ sagði María. Alls missa 32 af 180 starfsmönnum með þessu starfsaðstöðu sína auk þess sem hluta þess gistirýmis sem nýst hefur fólki af landsbyggðinni þarf að loka alfarið. Forstjóri Reykjalundar sagði í fréttum Stöðvar 2 í gær að stjórnvöld verða að stíga inn í og greiða fyrir viðhald á húsnæði stofnunarinnar. Enn hafa ekki komið viðbrögð þaðan samkvæmt upplýsingum fréttastofu í dag.
Mygla Heilsa Heilbrigðismál Mosfellsbær Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira