Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Kristján Már Unnarsson skrifar 14. janúar 2026 21:41 Frá Jan Mayen. Norðmenn lýstu eyjuna sem hluta af konungsríkinu Noregi árið 1930. Áður höfðu þeir komið á fót veðurathuganastöð þar árið 1922. Forsvaret Norsk stjórnvöld hafa vegna óvissu í varnar- og öryggismálum kynnt áform um að lög um herlögreglu verði látin gilda á Jan Mayen. Breytingin þýddi að Norðmenn gætu framfylgt herlögum á þessari nágrannaeyju Íslands. Í kvöldfréttum Sýnar mátti sjá myndir frá Jan Mayen. Stysta fjarlægð milli Noregs og Jan Mayen er 920 kílómetrar en mun styttra er milli Íslands og Jan Mayen eða 560 kílómetrar. Staðsetning Jan Mayen og fjarlægðir til eyjunnar frá Grænlandi, Íslandi og Noregi.grafík/Hjalti Freyr Ragnarsson Það er þó enn styttra milli Jan Mayen og Grænlands, eða 460 kílómetrar, og þegar Norðmenn horfa núna upp á efasemdir um eignarhald Dana á Grænlandi þarf ekki að koma á óvart að þeir vilji treysta yfirráð sín yfir Jan Mayen. Með 2.277 metra hátt eldfjallið Beerenberg sem hæsta punkt líkist þessi eldfjallaeyja einna mest Íslandi. Klettaströndin þar gæti allt eins verið á Snæfellsnesi og svartar sandstrendurnar minna á þær íslensku á Suðurlandi. Hraunin og mosinn á Jan Mayen líta út eins og við værum á Reykjanesskaga og eldgígarnir sömuleiðis. Um tuttugu manns dvelja að jafnaði á Jan Mayen í bækistöð norska hersins.Forsvaret Engin föst búseta er á Jan Mayen en norski herinn er þar með bækistöð þar sem um tuttugu starfsmenn dvelja að jafnaði, flestir á vegum hersins. Þar er einnig flugbraut sem nýtist þegar flytja þarf vistir og mannskap milli Noregs og Jan Mayen. Hercules-flugvél norska hersins á flugvellinum á Jan Mayen.Forsvaret Norska varnarmálaráðuneytið hefur núna kynnt frumvarp þess efnis að lög um herlögreglu verði útvíkkuð til að þau gildi á Jan Mayen. Í samráðsgátt er þó hvergi minnst á Grænlandsmálið heldur vísar ráðuneytið almennt til krefjandi og óvissrar stöðu í öryggismálum. Nái breytingin fram að ganga yrði unnt að koma á fót hernaðarsvæði á Jan Mayen og framfylgja herlögum á eynni, eins og lýst er hér í frétt Sýnar: Jan Mayen var talsvert í fréttum í tengslum við útboð Íslendinga á olíuleit á Drekasvæðinu. Jan Mayen-samkomulag Íslands og Noregs gerir ráð fyrir að ríkin deili með sér nýtingu auðlinda á svokölluðu samvinnusvæði sem nær yfir lögsögu beggja. Árið 2009 heimsótti olíumálaráðherra Noregs eyjuna til að boða þar olíuleit, eins og rifja má upp í þessari frétt: Árið 2011 sendi Olíustofnun Noregs sérsmíðað olíuleitarskip á Jan Mayen-hrygginn, sem fjallað var um hér: Noregur Öryggis- og varnarmál NATO Hótanir Bandaríkjanna vegna Grænlands Grænland Norðurslóðir Olíuleit á Drekasvæði Tengdar fréttir Jan Mayen-olían komin á auðlindareikning Noregs Olíustofnun Noregs hefur í fyrsta sinn tekið áætlaðar olíulindir á Jan Mayen-svæðinu inn í opinbert mat um framtíðarauðlindir Norðmanna. 16. mars 2014 09:30 Andstaða í Noregi við olíuleit og vinnslu undan Jan Mayen Loftslags- og mengunarráð Noregs er mótfallið því að Norðmenn hefji olíuleit við Jan Mayen þar sem eyjan er náttúruverndað svæði. 11. janúar 2013 06:55 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Sjá meira
Í kvöldfréttum Sýnar mátti sjá myndir frá Jan Mayen. Stysta fjarlægð milli Noregs og Jan Mayen er 920 kílómetrar en mun styttra er milli Íslands og Jan Mayen eða 560 kílómetrar. Staðsetning Jan Mayen og fjarlægðir til eyjunnar frá Grænlandi, Íslandi og Noregi.grafík/Hjalti Freyr Ragnarsson Það er þó enn styttra milli Jan Mayen og Grænlands, eða 460 kílómetrar, og þegar Norðmenn horfa núna upp á efasemdir um eignarhald Dana á Grænlandi þarf ekki að koma á óvart að þeir vilji treysta yfirráð sín yfir Jan Mayen. Með 2.277 metra hátt eldfjallið Beerenberg sem hæsta punkt líkist þessi eldfjallaeyja einna mest Íslandi. Klettaströndin þar gæti allt eins verið á Snæfellsnesi og svartar sandstrendurnar minna á þær íslensku á Suðurlandi. Hraunin og mosinn á Jan Mayen líta út eins og við værum á Reykjanesskaga og eldgígarnir sömuleiðis. Um tuttugu manns dvelja að jafnaði á Jan Mayen í bækistöð norska hersins.Forsvaret Engin föst búseta er á Jan Mayen en norski herinn er þar með bækistöð þar sem um tuttugu starfsmenn dvelja að jafnaði, flestir á vegum hersins. Þar er einnig flugbraut sem nýtist þegar flytja þarf vistir og mannskap milli Noregs og Jan Mayen. Hercules-flugvél norska hersins á flugvellinum á Jan Mayen.Forsvaret Norska varnarmálaráðuneytið hefur núna kynnt frumvarp þess efnis að lög um herlögreglu verði útvíkkuð til að þau gildi á Jan Mayen. Í samráðsgátt er þó hvergi minnst á Grænlandsmálið heldur vísar ráðuneytið almennt til krefjandi og óvissrar stöðu í öryggismálum. Nái breytingin fram að ganga yrði unnt að koma á fót hernaðarsvæði á Jan Mayen og framfylgja herlögum á eynni, eins og lýst er hér í frétt Sýnar: Jan Mayen var talsvert í fréttum í tengslum við útboð Íslendinga á olíuleit á Drekasvæðinu. Jan Mayen-samkomulag Íslands og Noregs gerir ráð fyrir að ríkin deili með sér nýtingu auðlinda á svokölluðu samvinnusvæði sem nær yfir lögsögu beggja. Árið 2009 heimsótti olíumálaráðherra Noregs eyjuna til að boða þar olíuleit, eins og rifja má upp í þessari frétt: Árið 2011 sendi Olíustofnun Noregs sérsmíðað olíuleitarskip á Jan Mayen-hrygginn, sem fjallað var um hér:
Noregur Öryggis- og varnarmál NATO Hótanir Bandaríkjanna vegna Grænlands Grænland Norðurslóðir Olíuleit á Drekasvæði Tengdar fréttir Jan Mayen-olían komin á auðlindareikning Noregs Olíustofnun Noregs hefur í fyrsta sinn tekið áætlaðar olíulindir á Jan Mayen-svæðinu inn í opinbert mat um framtíðarauðlindir Norðmanna. 16. mars 2014 09:30 Andstaða í Noregi við olíuleit og vinnslu undan Jan Mayen Loftslags- og mengunarráð Noregs er mótfallið því að Norðmenn hefji olíuleit við Jan Mayen þar sem eyjan er náttúruverndað svæði. 11. janúar 2013 06:55 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Sjá meira
Jan Mayen-olían komin á auðlindareikning Noregs Olíustofnun Noregs hefur í fyrsta sinn tekið áætlaðar olíulindir á Jan Mayen-svæðinu inn í opinbert mat um framtíðarauðlindir Norðmanna. 16. mars 2014 09:30
Andstaða í Noregi við olíuleit og vinnslu undan Jan Mayen Loftslags- og mengunarráð Noregs er mótfallið því að Norðmenn hefji olíuleit við Jan Mayen þar sem eyjan er náttúruverndað svæði. 11. janúar 2013 06:55