Aldrei hafi staðið til að takmarka aðgengi fjölmiðla til lengri tíma Lovísa Arnardóttir og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 22. nóvember 2023 14:08 Úlfar vonar að nýtt fyrirkomulag fyrir fjölmiðla komi sér vel. Skipulag þess er í höndum almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra. Vísir/Sigurjón Nýtt fyrirkomulag fyrir fjölmiðla á Grindavíkursvæðinu fer í gangi í dag. Tvær skipulagðar rútuferðir í dag, eru fyrir annars vegar innlenda og hins vega erlenda fjölmiðla. Lögreglustjóri segir að takmarkanir hafi aðeins komið til vegna skorts á mannafla og vegna þess hve viðkvæmar aðstæður voru fyrir íbúa. Úlfar Lúðvíksson lögreglustjóri á Suðurnesjum segir að takmarkanir fjölmiðla hafi verið settar á til að byrja með vegna takmarkaðs mannafla til að fylgja þeim inn á svæðið. Undanfarna daga hefur einn fulltrúi fjölmiðils fengið aðgang að svæðinu til kvik- og ljósmyndunar með þeim fyrirmælum að myndefni skuli deilt með öðrum miðlum. „Okkur skorti mannskap til að sinna þessu verkefni og vildum á viðkvæmum tíma hleypa íbúum inn í sinn heimabæ. Margir voru ekki í góðu ástandi,“ segir Úlfar og tekur fram að það hafi aldrei verið markmið að halda þessu fyrirkomulagi til streitu til langs tíma. Tilkynnt var á upplýsingafundi almannavarna að fyrirkomulaginu yrði breytt í dag. Spurður hvort að atvik er varðar ljósmyndara RÚV sem átti sér stað síðustu helgi hafi haft ákvörðun á skert aðgengi fjölmiðla segir Úlfar svo ekki. Þá reyndi ljósmyndari RÚV að komast inn í mannlaust hús. Hann baðst síðar afsökunar á því. „Það atvik fór einstaklinga illa í íbúa Grindavíkur. En var ekki ástæða fyrir takmörkunum.“ Úlfar segist enn fremur ekkert sjá neitt athugunarvert við fjölmiðla og það hafi ekki verið ástæða takmarkanna. Alls ekki komið að lokuðum dyrum Fréttamaður bendir á að á stríðshrjáðum svæðum fái fjölmiðlar aðgang án hindrana og setji sig reglulega þannig í aðstæður þar sem þeir eru í hættu. Spyr hvort þetta séu að einhverju leyti ekki sambærilegar aðstæður. „En af því að þú minnist á fréttamennsku í stríðshrjáðu svæði þá er ágætt að minna á það að þegar ég horfi á kvöldfréttir á RÚV eða Stöð 2 þá horfi ég yfirleitt á sömu fréttamyndina á Gasa svæðinu,“ segir Úlfar. Hann segir að fjölmiðlar hafi alls ekki komið að lokuðum dyrum í Grindavík. Það megi ekki gleyma því. Fjölmiðlar hafi fengið að fylgja fólki inn á svæðið og hafi haft gott aðgengi að aðgerðastjórn í bæði Skógarhlíð og Reykjanesbæ. „Þetta samstarf og upplýsingagjöfin, eins og ég horfi á það, hefur verið að mínu mati með góðum og ásættanlegum hætti.“ Kæran ótímabær Hvað varðar kæru Blaðamannafélags Íslands á hendur embætti Úlfars til dómsmálaráðuneytis segir hann hana ótímabæra og „ákveðið frumhlaup í svona aðgerðum“ sem snúi að því að hjálpa fólki í erfiðum aðstæðum og hafi verið hrakin frá heimili sínu. „Ég held að fjölmiðlar megi horfa í aðrar átti og einbeita sér að því sem þau eru best í. Að afla frétta.“ Þá er kannski gott að vera ekki að hindra þá í að afla frétta? „Það var hindrun í gangi í nokkra daga en við lyftum hindrun í dag. Ég held að það sé farsæl niðurstaða. Fyrir bæði viðbragðsaðila og fjölmiðla,“ segir Úlfar en að skipulag sé í höndum almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra. Bæði innlendum og erlendum fjölmiðlum verði hleypt inn á svæðið í skipulögðum hópferðum. „Ég á ekki von á öðru en að það gefist vel.“ Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Fjölmiðlar Tengdar fréttir Lögreglustjórinn á Suðurnesjum setur fjölmiðlum ótækar takmarkanir Formaður Blaðamannafélags Íslands segir víðtækar takmarkanir Lögreglustjórans á Suðurnesjum á störf fjölmiðla í og í kringum Grindavík ótækar. Fjölmiðlar væru hindraðir í að hafa eftirlit með aðgerðum yfirvalda og til að afla upplýsinga sem vörðuðu Grindvíkinga og allan almenning í landinu. 20. nóvember 2023 12:08 Ljósmyndari RÚV segist sjá eftir hegðun sinni: „Algjörlega galið hjá mér“ Ragnar Visage, fréttaljósmyndari RÚV, segist skammast sín gríðarlega og sjá mikið eftir hegðun sinni í dag þegar hann reyndi að komast inn í mannlaust hús í Grindavík. 14. nóvember 2023 17:31 Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Fleiri fréttir Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Sjá meira
Úlfar Lúðvíksson lögreglustjóri á Suðurnesjum segir að takmarkanir fjölmiðla hafi verið settar á til að byrja með vegna takmarkaðs mannafla til að fylgja þeim inn á svæðið. Undanfarna daga hefur einn fulltrúi fjölmiðils fengið aðgang að svæðinu til kvik- og ljósmyndunar með þeim fyrirmælum að myndefni skuli deilt með öðrum miðlum. „Okkur skorti mannskap til að sinna þessu verkefni og vildum á viðkvæmum tíma hleypa íbúum inn í sinn heimabæ. Margir voru ekki í góðu ástandi,“ segir Úlfar og tekur fram að það hafi aldrei verið markmið að halda þessu fyrirkomulagi til streitu til langs tíma. Tilkynnt var á upplýsingafundi almannavarna að fyrirkomulaginu yrði breytt í dag. Spurður hvort að atvik er varðar ljósmyndara RÚV sem átti sér stað síðustu helgi hafi haft ákvörðun á skert aðgengi fjölmiðla segir Úlfar svo ekki. Þá reyndi ljósmyndari RÚV að komast inn í mannlaust hús. Hann baðst síðar afsökunar á því. „Það atvik fór einstaklinga illa í íbúa Grindavíkur. En var ekki ástæða fyrir takmörkunum.“ Úlfar segist enn fremur ekkert sjá neitt athugunarvert við fjölmiðla og það hafi ekki verið ástæða takmarkanna. Alls ekki komið að lokuðum dyrum Fréttamaður bendir á að á stríðshrjáðum svæðum fái fjölmiðlar aðgang án hindrana og setji sig reglulega þannig í aðstæður þar sem þeir eru í hættu. Spyr hvort þetta séu að einhverju leyti ekki sambærilegar aðstæður. „En af því að þú minnist á fréttamennsku í stríðshrjáðu svæði þá er ágætt að minna á það að þegar ég horfi á kvöldfréttir á RÚV eða Stöð 2 þá horfi ég yfirleitt á sömu fréttamyndina á Gasa svæðinu,“ segir Úlfar. Hann segir að fjölmiðlar hafi alls ekki komið að lokuðum dyrum í Grindavík. Það megi ekki gleyma því. Fjölmiðlar hafi fengið að fylgja fólki inn á svæðið og hafi haft gott aðgengi að aðgerðastjórn í bæði Skógarhlíð og Reykjanesbæ. „Þetta samstarf og upplýsingagjöfin, eins og ég horfi á það, hefur verið að mínu mati með góðum og ásættanlegum hætti.“ Kæran ótímabær Hvað varðar kæru Blaðamannafélags Íslands á hendur embætti Úlfars til dómsmálaráðuneytis segir hann hana ótímabæra og „ákveðið frumhlaup í svona aðgerðum“ sem snúi að því að hjálpa fólki í erfiðum aðstæðum og hafi verið hrakin frá heimili sínu. „Ég held að fjölmiðlar megi horfa í aðrar átti og einbeita sér að því sem þau eru best í. Að afla frétta.“ Þá er kannski gott að vera ekki að hindra þá í að afla frétta? „Það var hindrun í gangi í nokkra daga en við lyftum hindrun í dag. Ég held að það sé farsæl niðurstaða. Fyrir bæði viðbragðsaðila og fjölmiðla,“ segir Úlfar en að skipulag sé í höndum almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra. Bæði innlendum og erlendum fjölmiðlum verði hleypt inn á svæðið í skipulögðum hópferðum. „Ég á ekki von á öðru en að það gefist vel.“
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Fjölmiðlar Tengdar fréttir Lögreglustjórinn á Suðurnesjum setur fjölmiðlum ótækar takmarkanir Formaður Blaðamannafélags Íslands segir víðtækar takmarkanir Lögreglustjórans á Suðurnesjum á störf fjölmiðla í og í kringum Grindavík ótækar. Fjölmiðlar væru hindraðir í að hafa eftirlit með aðgerðum yfirvalda og til að afla upplýsinga sem vörðuðu Grindvíkinga og allan almenning í landinu. 20. nóvember 2023 12:08 Ljósmyndari RÚV segist sjá eftir hegðun sinni: „Algjörlega galið hjá mér“ Ragnar Visage, fréttaljósmyndari RÚV, segist skammast sín gríðarlega og sjá mikið eftir hegðun sinni í dag þegar hann reyndi að komast inn í mannlaust hús í Grindavík. 14. nóvember 2023 17:31 Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Fleiri fréttir Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Sjá meira
Lögreglustjórinn á Suðurnesjum setur fjölmiðlum ótækar takmarkanir Formaður Blaðamannafélags Íslands segir víðtækar takmarkanir Lögreglustjórans á Suðurnesjum á störf fjölmiðla í og í kringum Grindavík ótækar. Fjölmiðlar væru hindraðir í að hafa eftirlit með aðgerðum yfirvalda og til að afla upplýsinga sem vörðuðu Grindvíkinga og allan almenning í landinu. 20. nóvember 2023 12:08
Ljósmyndari RÚV segist sjá eftir hegðun sinni: „Algjörlega galið hjá mér“ Ragnar Visage, fréttaljósmyndari RÚV, segist skammast sín gríðarlega og sjá mikið eftir hegðun sinni í dag þegar hann reyndi að komast inn í mannlaust hús í Grindavík. 14. nóvember 2023 17:31