Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Mæðgurnar og eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi þær Ingunn Guðmundsdóttir og Þórdís Sólmundsdóttir hafa selt pylsuvagninn, sem stendur við Ölfusárbrú. Nýju eigendurnir eru þau Fjóla Steindóra Kristinsdóttir, fyrrverandi bæjarstjóri í Árborg og núverandi bæjarfulltrúi og Snorri Sigurðarson, athafnamaður. Þau taka við rekstrinum 1. janúar 2025. Kaupverð er trúnaðarmál. Viðskipti innlent 22. nóvember 2024 14:59
Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Karlmaður hefur verið dæmdur til skilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir kynferðislega áreitni gagnvart konu á salerni skemmtistaðar á Suðurlandi árið 2022. Innlent 21. nóvember 2024 12:22
Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Fasteignafélagið Heimar hefur sett af stað umfangsmiklar framkvæmdir í austurenda Smáralindar en þar á að rísa nýtt veitingasvæði. Áætlað er að þrettán veitingastaðir verði opnaðir á þessu nýja svæði í Smáralind fyrir lok árs 2025. Um verður að ræða allt frá skyndibita yfir í fínni veitingastaði sem einnig verða opnir á kvöldin. Viðskipti innlent 21. nóvember 2024 10:15
Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Quang Le eða Davíð Viðarsson hefur nú breytt nafni sínu enn á ný, nú frá því að heita Davíð Viðarsson yfir í það að heita aftur Quang Le eða Quang Ngoc Le fullu nafni. Það sést í þjóðskrá og í fyrirtækjaskrá þegar fyrirtæki í hans eigu eru leituð uppi. Innlent 13. nóvember 2024 09:05
Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Hópur indverskra ferðamanna, sem fjallað hefur verið um að hafi valdið miklu fjaðrafoki með framferði sínu í Staðarskála í gær, var mættur á veitingastað í Reykjavík í gærkvöldi og olli ekki síður miklum usla. Innlent 11. nóvember 2024 21:21
Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Rekstrarstjóri bensínstöðvarinnar í Staðarskála segir farir starfsfólks síns ekki sléttar eftir samskipti við stóran hóp erlendra ferðamanna í gær. Hópurinn hafi gengið fram með svo miklum dónaskap að það hálfa væri meira en nóg. Innlent 11. nóvember 2024 12:04
Tveir handteknir eftir hópslagsmál Tveir voru handteknir í gærkvöldi eða í nótt eftir hópslagsmál við skemmtistað í miðbæ Reykjavíkur. Þeir voru í kjölfarið færðir á lögreglustöð þar sem þeir voru vistaðir í fangaklefa. Málið er í rannsókn. Innlent 9. nóvember 2024 07:36
Rauðvínsgljáður sviðakjammi og mysuglassúr á kleinu Hressó hefur skipað fastan sess í flóru veitingahúsa á Íslandi allt frá árinu 1932. Í dag er rammíslenskur matur í öndvegi en þó með smá tvisti. Afar ólíkar áherslur hafa einkennt reksturinn gegnum árin og kynslóðir tengja Hressó ekki allar við það sama. Lífið samstarf 8. nóvember 2024 08:47
Nebraska heyrir sögunni til Veitingastaðnum og tískuvöruversluninni Nebraska, sem var til húsa á Barónsstíg 6, hefur verið lokað. Viðskipti innlent 7. nóvember 2024 17:24
Máttu ekki selja eldaðan mat Veitingastað í miðborg Reykjavíkur var lokað af lögreglu í vikunni þegar í ljós kom að eigendur staðarins höfðu ekki tilskilin leyfi til þess að selja eldaðan mat. Innlent 31. október 2024 18:18
Máttu ekki hvetja hlunnfarið starfsfólk til að hætta Matvæla- og veitingafélag Íslands, Matvís, hefur verið dæmt skaðabótaskylt vegna eftirlitsheimsóknar á veitingastaðinn Flame í Reykjavík. Fulltrúar stéttarfélagsins bökuðu eigendum staðarins tjón með því að fá starfsfólk staðarins til að hætta í vinnunni. Þó er talið sannað að starfsfólkinu hafi ekki verið greidd laun í samræmi við lög. Innlent 31. október 2024 12:24
Allt á floti á Auto í nótt Vatnsúðakerfi skemmtistaðarins Auto fór í gang í nótt og vatn flæddi um allt gólfið. Dælubíll frá slökkviliðinu var sendur á staðinn og hreinsunarstarf tók um klukkutíma. Innlent 27. október 2024 13:29
Sverrir Einar kærir lögregluþjón fyrir rangar sakagiftir Sverrir Einar Eiríksson, eigandi Nýju vínbúðarinnar og fyrrverandi eigandi skemmtistaðarins B5, hefur lagt fram kæru á hendur lögregluþjóns sem sakaði hann um að tálma störf lögregluþjóna og veist að sér með ofbeldi. Umræddur lögregluþjónn hafði áður kært Sverri en bæði héraðssaksóknari og ríkissaksóknari hafa vísað þeirri kæru frá. Innlent 26. október 2024 10:51
Tilkynnir Wolt sendil til lögreglu fyrir áreitni Lilju Huld Steinþórsdóttur var algjörlega ofboðið á sunnudag þegar dóttur hennar bárust skilaboð frá Wolt sendli eftir að þeim barst matarsending um að hún væri falleg. Hún ætlar að tilkynna manninn til bæði lögreglu og Persónuverndar. Maðurinn hefur verið áminntur af Wolt. Innlent 23. október 2024 22:13
Fjögur félög Bergvins gjaldþrota Þann fjórtánda október voru fjórir gjaldþrotaúrskurðir kveðnir upp í Héraðsdómi Suðurlands. Öll félögin fjögur eru í eigu Bergvins Oddsonar, veitingamanns og fyrrverandi formanns Blindrafélags Íslands, eða eiginkonu hans. Viðskipti innlent 23. október 2024 14:18
Nýr framkvæmdastjóri á Oche Davíð Lúther Sigurðarson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri veitinga- og afþreyingastaðarins Oche Reykjavík í Kringlunni. Davíð Lúther er einnig einn af eigendum staðarins. Viðskipti innlent 21. október 2024 10:50
Frank Walter Sands er fallinn frá Frank Walter Sands, athafnamaður og stofnandi veitingastaðanna Vegamóta og Reykjavík Bagel Company, er látinn, aðeins 58 ára gamall. Frank lést á sjúkrahúsinu í Avignon 8. október sl. af völdum hastarlegra ofnæmisviðbragða og hjartaáfalls þar sem hann var staddur í fríi í Suður-Frakklandi. Innlent 14. október 2024 10:23
Veitingahús mega vænta kæru eftir eftirlitsferðir lögreglu Ýmislegt reyndist óbótavant þegar lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti skipulögðu eftirliti með veitingahúsum víða um borgina í nótt. Nokkur veitingahús eru sögð mega eiga von á kæru. Fjórir gistu fangageymslur lögreglunnar í nótt. Innlent 13. október 2024 07:24
Segir aðför Eflingar með ólíkindum Rekstrarfélag veitingastaðarins Ítalíu á Frakkastíg er gjaldþrota. Eigandi staðarins segir augljóst að aðgerðir stéttarfélagsins Eflingar hafi valdið gjaldþrotinu en að enginn hafi tapað jafnmikið á málinu og Efling. Viðskipti innlent 12. október 2024 12:22
Rekstrarfélag Ítalíu á Frakkastíg gjaldþrota Einkahlutafélagið Ítalgest ehf. var úrskurðað gjaldþrota á miðvikudaginn og hefur lögmaðurinn Björn Þorri Viktorsson verið skipaður skiptastjóri búsins. Ítalgest er rekstrarfélag veitingastaðarins Ítalíu á Frakkastíg. Viðskipti innlent 11. október 2024 20:02
Vann til verðlauna fyrir götubitann Atli Snær matreiðslumeistari, eigandi Komo veisluþjónustu, stóð uppi sem sigurvegari á evrópsku götubitaverðlaunum liðna helgi. Lífið 7. október 2024 15:31
Lokuðu Ítalíu á Frakkastíg eftir mótmæli Eflingar Eigandi veitingastaðarins Ítalíu segir að staðnum hafi verið lokað tímabundið og ljóst sé að hann verði ekki opnaður aftur á Frakkastíg. Hann segist bíða eftir að Efling leggi fram gögn fyrir ásökunum sínum um launaþjófnað sem urðu kveikja að mótmælum við staðinn. Viðskipti innlent 7. október 2024 15:20
Athafnamaðurinn Þráinn Hafstein Kristjánsson látinn Þráinn Hafstein Kristjánsson, athafnamaður, tónlistarmaður og veitingastjóri, er látinn, 84 ára gamall. Hann lést 2. október síðastliðinn og verður jarðsettur þriðjudaginn 8. október í Steinbach í Manitoba. Innlent 6. október 2024 22:31
Starfsfólk Ítalíu vill bíl Eflingar burt Starfsfólk Ítalíu mætti á skrifstofur Eflingar við Guðrúnartún nú rétt fyrir hádegi, til þess að krefjast þess að fulltrúar stéttarfélagsins hættu að leggja sendiferðabíl fyrir utan veitingastaðinn. Á bílinn hafa verið sett skilaboð um að viðskipti við Ítalíu séu fjármögnun launaþjófnaðar, vinnuréttarbrota og skattsvika. Innlent 4. október 2024 12:46
Culiacan lokað á Suðurlandsbraut Veitingastaðnum Culiacan hefur verið lokað þar sem hann var til húsa um árabil á Suðurlandsbraut í Reykjavík. Í gluggum kemur nú fram að húsnæðið sé laust til leigu fyrir annan rekstraraðila. Viðskipti innlent 2. október 2024 10:30
Allt í banönum á Brút Bananar og hetjur hafa tekið yfir veggi vinsæla veitingastaðarins Brút en þar opnaði einstök listasýning um síðustu helgi í samstarfi við Gallery Port og David Molesky. Margt var um manninn og fólk gæddi sér meðal annars á banönum meðan það skoðaði bananalistina gaumgæfilega. Menning 2. október 2024 10:01
Alþjóðlegur risi leysir Wok on af hólmi Stærsta keðja svokallaðra „wok-veitingastaða“ í heiminum stefnir á opnun þriggja til fjögurra veitingastaða á höfuðborgarsvæðinu. Sú tegund veitingastaða er vel þekkt hér á landi undir merkjum keðjunnar Wok on. Viðskipti innlent 1. október 2024 12:10
Helga Mogensen látin Helga Mogensen matarfrömuður og frumkvöðull lést sunnudaginn 29. september á líknardeild Landspítalans í Kópavogi, sjötíu ára að aldri. Innlent 30. september 2024 09:13
Enn eitt félag Quangs gjaldþrota Vietnam restaurant ehf. varð á dögunum sjötta félagið í eigu athafnamannsins Quangs Lé, sem úrskurðað hefur verið gjaldþrota. Viðskipti innlent 24. september 2024 13:41
Segir engar breytingar hafa verið gerðar á uppskrift SS pylsna Steinþór Skúlason, forstjóri Sláturfélags Suðurlands, SS, segir fyrirtækið taka það mjög alvarlega ef fólk upplifi einhver frávik í vörum fyrirtækisins. Þónokkrir hringdu inn í Bítið á Bylgjunni í gær til að ræða breytt bragð af pylsunum. Þáttastjórnendur sögðust sjálfir hafa upplifað það líka. Neytendur 19. september 2024 09:06