Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Lovísa Arnardóttir skrifar 4. nóvember 2025 10:31 Hrafnkell og Egill stofnuðu fyrirtækið saman eftir að hafa sett það fyrst upp sem vefsíðu hjá fjarskiptafyrirtæki sem þeir störfuðu fyrir. Maul Tugir afreksíþróttamanna vinna sem sendlar hjá fyrirtækinu Maul og hlaupa með mat til um tvö þúsund manns daglega. Um 200 fyrirtæki eru í matarþjónustu hjá Maul á hverjum degi. Egill Pálsson, framkvæmdastjóri Mauls, stofnaði fyrirtækið með bróður sínum Hrafnkeli Pálssyni. Maul hefur þrefaldað veltuna á örfáum árum og nálgaðist veltan milljarð í fyrra. Fjallað var um það í Viðskiptablaðinu í vikunni. Egill fór yfir vöxt fyrirtækisins og helstu áskoranir í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Egill stofnaði Maul með Hrafnkeli bróður sínum og segir þá hafa fengið hugmyndina þegar þeir voru að vinna hjá fjarskiptafyrirtæki og voru ekki ánægðir með matinn í vinnunni. Báðir eru þeir forritarar. Niðurstaðan var að þeir bjuggu til lausn þar sem starfsfólk gat pantað mat samhliða veitingaþjónustunni sem hafði verið samið við. „Þetta vakti svo mikla lukku að fyrirtækið ákvað að búa til síðu fyrir starfsmenn,“ segir hann og að þannig hafi það verið í nokkur ár og verið mikil ánægja með þetta, og sérstaklega hjá fjármálastjóranum að þurfa ekki að reka mötuneyti lengur. „Þú vilt frekar reka fjarskiptafyrirtæki en mötuneyti.“ Eftir nokkur ár hafi þeir bræður stokkið á þetta og verið heppnir með að vera með stóran kúnna til að byrja með. Fyrirtækið hafi haldið áfram að vaxa. Panta fyrir næstu viku í lok viku Maul virkar þannig að í lok hverrar viku fá starfsmenn áminningu og geta valið sér mat frá fimm veitingastöðum á hverjum degi. Maul setur upp matseðil fyrir hvern vinnustað og Egill segir starfsmenn yfirleitt geta fundið eitthvað við hæfi. „Svo þarftu ekkert að hugsa um matinn meira. Það kemur eitthvað gott á hverjum degi,“ segir Egill. Skipta pöntunum í miklum hamagangi Sendlar Maul nái í matinn á veitingastaðina og hittist svo til að geta skipt pöntunum frá veitingastöðum niður og fari svo á ólíka vinnustaði með matinn. „Það gengur oft mjög mikið á. Það er skemmtilegt að kíkja til okkar þegar við erum í tuttugu mínútur að skófla til tvö þúsund réttum,“ segir hann og að það sé í raun ótrúlegt hvað þetta gangi vel. Hann segir sendlana nálgast 40. Margir þeirra séu afreksatvinnufólk. Fyrsti sendillinn hafi verið sonur vinar hans og á þeim tíma verið atvinnumaður í fótbolta. Æfingar hafi farið fram seinni partinn og því hentað að fá aukapening fyrir sendistörfin. Það hafi svo undið upp á sig og margir af bestu knattspyrnumönnum landsins séu nú í vinnu hjá þeim. Hann segir engin skilyrði sett upp á hverjum degi og það sé kostur að fólk geti valið hvenær það pantar. Hann segir Maul reyna að hafa matseðilinn fjölbreyttan og það sé alltaf vegankostur í boði á hverjum degi. Hann segir áskorun að halda réttunum heitum en það hafi verið mikil framþróun í hitakössum. Þeir noti endurnýjanlega hitakassa sem eru vatnsheldir. Dæmi um matseðil á mánudegi og þriðjudegi sem fólk getur valið úr um. Maul Senda níu þúsund máltíðir á viku Hann segir um 200 fyrirtæki í þjónustu hjá Maul en fram kom í umfjöllun Viðskiptablaðsins í vikunni að fyrirtækið sendi níu þúsund hádegismáltíðir á höfuðborgarsvæðinu í einni viku og geri ráð fyrir að hafa afhent yfir 400.000 máltíðir fyrir árslok. Fyrirtækið sendir bæði í hádegi og um kvöld og bæði á virkum dögum og um helgar. Hann segir þá bræður hafa lagt mikla vinnu í að koma fyrirtækinu á fót án nokkurra fjárfestinga. Það hafi kostað þá miklar fórnir líka en það sé þess virði í dag. Nýsköpun Matvælaframleiðsla Veitingastaðir Tækni Bítið Mest lesið Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Viðskipti innlent Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Viðskipti innlent Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Viðskipti innlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Sjá meira
Maul hefur þrefaldað veltuna á örfáum árum og nálgaðist veltan milljarð í fyrra. Fjallað var um það í Viðskiptablaðinu í vikunni. Egill fór yfir vöxt fyrirtækisins og helstu áskoranir í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Egill stofnaði Maul með Hrafnkeli bróður sínum og segir þá hafa fengið hugmyndina þegar þeir voru að vinna hjá fjarskiptafyrirtæki og voru ekki ánægðir með matinn í vinnunni. Báðir eru þeir forritarar. Niðurstaðan var að þeir bjuggu til lausn þar sem starfsfólk gat pantað mat samhliða veitingaþjónustunni sem hafði verið samið við. „Þetta vakti svo mikla lukku að fyrirtækið ákvað að búa til síðu fyrir starfsmenn,“ segir hann og að þannig hafi það verið í nokkur ár og verið mikil ánægja með þetta, og sérstaklega hjá fjármálastjóranum að þurfa ekki að reka mötuneyti lengur. „Þú vilt frekar reka fjarskiptafyrirtæki en mötuneyti.“ Eftir nokkur ár hafi þeir bræður stokkið á þetta og verið heppnir með að vera með stóran kúnna til að byrja með. Fyrirtækið hafi haldið áfram að vaxa. Panta fyrir næstu viku í lok viku Maul virkar þannig að í lok hverrar viku fá starfsmenn áminningu og geta valið sér mat frá fimm veitingastöðum á hverjum degi. Maul setur upp matseðil fyrir hvern vinnustað og Egill segir starfsmenn yfirleitt geta fundið eitthvað við hæfi. „Svo þarftu ekkert að hugsa um matinn meira. Það kemur eitthvað gott á hverjum degi,“ segir Egill. Skipta pöntunum í miklum hamagangi Sendlar Maul nái í matinn á veitingastaðina og hittist svo til að geta skipt pöntunum frá veitingastöðum niður og fari svo á ólíka vinnustaði með matinn. „Það gengur oft mjög mikið á. Það er skemmtilegt að kíkja til okkar þegar við erum í tuttugu mínútur að skófla til tvö þúsund réttum,“ segir hann og að það sé í raun ótrúlegt hvað þetta gangi vel. Hann segir sendlana nálgast 40. Margir þeirra séu afreksatvinnufólk. Fyrsti sendillinn hafi verið sonur vinar hans og á þeim tíma verið atvinnumaður í fótbolta. Æfingar hafi farið fram seinni partinn og því hentað að fá aukapening fyrir sendistörfin. Það hafi svo undið upp á sig og margir af bestu knattspyrnumönnum landsins séu nú í vinnu hjá þeim. Hann segir engin skilyrði sett upp á hverjum degi og það sé kostur að fólk geti valið hvenær það pantar. Hann segir Maul reyna að hafa matseðilinn fjölbreyttan og það sé alltaf vegankostur í boði á hverjum degi. Hann segir áskorun að halda réttunum heitum en það hafi verið mikil framþróun í hitakössum. Þeir noti endurnýjanlega hitakassa sem eru vatnsheldir. Dæmi um matseðil á mánudegi og þriðjudegi sem fólk getur valið úr um. Maul Senda níu þúsund máltíðir á viku Hann segir um 200 fyrirtæki í þjónustu hjá Maul en fram kom í umfjöllun Viðskiptablaðsins í vikunni að fyrirtækið sendi níu þúsund hádegismáltíðir á höfuðborgarsvæðinu í einni viku og geri ráð fyrir að hafa afhent yfir 400.000 máltíðir fyrir árslok. Fyrirtækið sendir bæði í hádegi og um kvöld og bæði á virkum dögum og um helgar. Hann segir þá bræður hafa lagt mikla vinnu í að koma fyrirtækinu á fót án nokkurra fjárfestinga. Það hafi kostað þá miklar fórnir líka en það sé þess virði í dag.
Nýsköpun Matvælaframleiðsla Veitingastaðir Tækni Bítið Mest lesið Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Viðskipti innlent Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Viðskipti innlent Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Viðskipti innlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Sjá meira