Tíska og hönnun

Tíska og hönnun

Allt það nýjasta úr heimi tískunnar og fréttir af sviði hönnunar.

Fréttamynd

Ís­lensk mæðgin slá í gegn í her­ferð Zöru

Fyrirsætan og lögfræðingurinn Kristín Lilja Sigurðardóttir hefur komið víða við í módelbransanum og tekið þátt í ýmsum verkefnum úti í heimi. Þar á meðal hefur hún nokkrum sinnum setið fyrir hjá tískurisanum Zöru ein, með eldri syni sínum Andra og nú í nýjustu herðferð fyrirtækisins slær Kristín Lilja í gegn með yngri syninum Ara. 

Tíska og hönnun

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Ríg­hélt í sígarettuna niður tískupallinn

Breska tónlistarkonan Lily Allen er mögulega að eiga rosalegustu endurkomu tónlistarsögunnar og hefur frægðarsól hennar sjaldan skinið skærar. Hún gaf út eina umdeildustu plötu ársins, seldi upp á fjölda tónleika og gekk í gærkvöldi tískupallinn fyrir hátískuhúsið 16Arlington við mikinn fögnuð.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Ísadóra á lista svölustu stelpna Bret­lands

Listneminn, leikkonan og fyrirsætan Ísadóra Bjarkardóttir Barney skín skært í London og náði athygli tískurisans Vogue sem setti hana á lista yfir svölustu stelpurnar í Bretlandi um þessar mundir.

Lífið
Fréttamynd

Upp­lifir skotin oftast sem hrós

„Ég fíla þegar fólk reynir að fara út fyrir þægindarammann,“ segir 27 ára fótboltakappinn Adam Pálsson. Adam, sem leikur með fótboltafélaginu Val, er með skemmtilegan og töff stíl og fylgir innsæinu þegar það kemur að tískunni. Blaðamaður ræddi við hann um fataskápinn og klæðaburð.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

„Fólk hló og grét til skiptis“

Við höfum sjaldan hlegið jafn mikið og erum við samt hláturmild að eðlisfari, segja hin nýgiftu Jóhann Jökull Sveinsson, skólastjóri skíða- og brettaskólans í Bláfjöllum, og Salný Björg Emilsdóttir, sjúkraliði og förðunarfræðingur. Þau giftu sig með pomp og prakt á dögunum þar sem gleðin var óumdeilanlega í fyrirrúmi.

Lífið
Fréttamynd

Tíu töff pelsar fyrir veturinn

Pelsar eru sígild vetrarflík og eru sérstaklega áberandi í tískunni nú um stundir. Þeir passa vel við flest og má auðveldlega klæða þá upp eða niður eftir tilefni. Í verslunum landsins má nú finna fjölbreytt úrval af pelsum í hinum ýmsu sniðum og litum, en dýramynstur og súkkulaðibrúnir tónar hafa verið sérstaklega vinsælir í vetur.

Lífið
Fréttamynd

Stór­stjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu

Það var líf og fjör hjá snjóbrettasenu landsins um síðustu helgi þegar hið árlega brettabíó var haldið með stæl. Þar koma atvinnu- og áhugamenn úr brettasenunni saman, horfa á snjóbrettamyndir og ræða nýjar stefnur og strauma.

Lífið
Fréttamynd

„Ekki spá í hvað öðrum finnst“

„Mér líður alltaf aðeins betur þegar ég klæði mig upp,“ segir tískuskvísan og tveggja barna móðirin Móeiður Lárusdóttir, sem er búsett í Aþenu í Grikklandi þar sem sambýlismaður hennar Hörður Björgvin spilar fótbolta. Hún ræddi við blaðamann um tískuna, fataskápinn og persónulegan stíl.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Ungir „gúnar“ í essinu sínu

Það var líf og fjör hjá ungmennum landsins á laugardag í miðbænum þegar 66 Norður afhjúpaði nýjustu samstarfslínu sína við töffarana hjá Reykjavík Roses. Ásamt unglingunum voru ofurhjónin Nína Dögg og Gísli Örn meðal gesta og kynfræðingurinn Sigga Dögg lét sig heldur ekki vanta. Löng röð myndaðist við Hafnartorg fyrir opnun og stemningin var góð.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Elskar að bera klúta

„Klúturinn er algjört trend núna, og notkun hans hefur tekið alveg nýja stefnu. Sem tískuáhugakona er ég svo peppuð og stolt að sjá alls konar íslenskar konur bera þennan klút,“ segir tískudrottningin Elísabet Gunnarsdóttir um tískubylgjuna sem Halla Tómasdóttir hrinti af stað í kosningabaráttunni síðasta sumar.

Lífið
Fréttamynd

Fegurðin og fjöl­breytnin í krulluðu hári

Hefur þú einhvern tímann velt því fyrir þér hvers vegna sumt hár er slétt en annað krullað og af hverju hár hegðar sér á mismunandi hátt? Krullað hár er eitt af dásamlegustu áskorunum hárfagheimsins, líffræðilega flókið, fagurfræðilega fjölbreytt og menningalega líkt. 

Lífið samstarf
Fréttamynd

Hætt að nota föt til að fela sig

„Ég braut allar mínar reglur um daginn,“ segir áhrifavaldurinn, förðunarfræðingurinn og kennarinn Fanney Dóra Veigarsdóttir, sem ræddi við blaðamann um tískuna, áhættu, sjálfsöryggi og fleira.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Klæddi sig upp sem hjá­kona eigin­mannsins

Tónlistarkonan Lily Allen kann að semja lög sem vekja athygli og það má eiginlega að segja að breska listagyðjan sé að eiga rosalegustu tónlistarendurkomu ársins, jafnvel aldarinnar. Á nýjustu plötu sinni afhjúpar hún öll hjónabandsvandamálin, syngur um píkuhöll fyrrum eiginmannsins og hjákonu hans Madeline.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fá­gætur gripur

Frumgerð að íslenskum hönnunarstól sem talið var að væri glötuð fannst í Góða hirðinum. Stólinn hlaut verðlaun á sýningu í Munchen árið 1961 og þykir fundurinn nokkuð merkur. Kaupandinn segist varla þora að setjast í stólinn og hefur hann lokaðan inni á skrifstofu.

Innlent