Sveitarstjórnarkosningar 2022

Sveitarstjórnarkosningar 2022

Fréttir og greinar tengdar sveitastjórnarkosningum sem fóru fram 14. maí 2022.


Fréttamynd

Flestir strikuðu yfir Þórhall Jónsson

Á Akureyri voru það aðallega kjósendur Sjálfstæðisflokksins sem strikuðu yfir nöfn frambjóðenda í nýafstöðnum sveitarstjórnarkosningum. Strikað var yfir nöfn þeirra alls 120 sinnum. Af frambjóðendunum var það Þórhallur Jónsson í þriðja sæti listans sem fékk flestar útstrikanir, 81 talsins. 

Innlent
Fréttamynd

Ný sýn hélt meiri­hluta sínum í Vestur­byggð

N-listi Nýrrar sýnar hélt meirihluta sínum í sveitarstjórnarkosningunum sem fram fóru á laugardag. Listinn fékk fjóra menn kjörna líkt og í kosningunum 2018, og D-listi Sjálfstæðisflokks og óháðra þrjá kjörna.

Innlent
Fréttamynd

Kosningapartý, fjör og gleði

Það var mikið líf og fjör um helgina þar sem kosningapartý voru haldin víðsvegar um Reykjavík á meðan beðið var eftir niðurstöðunum. Ljósmyndari frá Vísi kíkti við í nokkur teiti og fangaði stemninguna þar sem flokkarnir fögnuðu kvöldinu.

Lífið
Fréttamynd

Jón Páll á­fram bæjar­stjóri þrátt fyrir valda­skiptin

Jón Páll Hreinsson verður endurráðinn bæjarstjóri í Bolungarvík þrátt fyrir að Sjálfstæðismenn hafi misst meirihlutann í bæjarstjórn. K-listi Máttar meyja og manna bættu við sig manni og náðu inn fjórum mönnum af sjö í bæjarstjórn í kosningunum um helgina.

Innlent
Fréttamynd

Sterkasta vígi Sjálf­stæðis­flokksins er í Ölfusi

Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Ölfusi, fagnar niðurstöðunum í sveitarstjórnarkosningunum um helgina. Elliði hefur lagst yfir tölurnar og fundið út úr því að fylgi Sjálfstæðisflokksins hefur aldrei mælst hærra í sveitarfélaginu.

Innlent
Fréttamynd

Eins og búið sé að taka pólitík úr stjórn­málunum

Kjörsókn var ljómandi framan af í gær en þegar líða fór á dagin dró úr henni. Í tíu stærstu sveitarfélögum landsins var kjörsókn rétt um og yfir sextíu prósent. Prófessor í stjórnmálafræði telur rólega kosningabaráttu og breytt kosningalög skýra dræma kjörsókn.

Innlent
Fréttamynd

„Við fórum yfir stöðuna og á­kváðum að halda saman“

Þórdís Lóa Þórhallsdóttir oddviti Viðreisnar í borgarstjórn segir að oddvitar meirihlutaflokkanna hafi á fundi í gær ákveðið að „halda saman“. Miklar vangaveltur eru uppi um hvaða flokkar muni mynda meirihluta í borgarstjórn en meirihlutinn féll í sveitarstjórnarkosningum á laugardag. 

Innlent
Fréttamynd

Mun byrja á því að ræða við Rósu

Valdimar Víðisson, oddviti Framsóknar í Hafnarfirði, segir að Framsóknarmenn muni fyrst eiga viðræður við Rósu Guðbjartsdóttur, bæjarstjóra Hafnarfjarðar og oddvita Sjálfstæðismanna, í vikunni um hvort grundvöllur sé fyrir áframhaldandi meirihlutasamstafi flokkanna í bæjarstjórn.

Innlent
Fréttamynd

Hvað gerðist í kosningunum Hafnarfirði?

Þrátt fyrir að meirihlutinn hafi haldið í bæjarstjórn Hafnarfjarðar eru kosningar helgarinnar um margt sögulegar. Meðal annars vegna þess að hlutfall kosningabærra Hafnfirðinga á bak við hvern bæjarfulltrúa er sögulega lágt.

Skoðun