Einar kannast ekki við fullyrðingar síns gamla vinnustaðar Vésteinn Örn Pétursson skrifar 15. maí 2022 19:37 Einar Þorsteinsson segir ekkert hæft í því að viðræður milli Framsóknar og Sjálfstæðisflokks um myndun borgarmeirihluta séu hafnar. Hann gerir borgarstjórastólinn ekki að skilyrði fyrir meirihlutasamstarfi, líkt og kom fram í máli hans í sérstökum umræðuþætti á Stöð 2 í kvöld. Vísir/Einar Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík, segir engar óformlegar viðræður um myndun meirihluta hafnar af sinni hálfu. Hvorki við Sjálfstæðisflokk né aðra. Ríkisútvarpið greindi frá því fyrr í kvöld að óformlegar meirihlutaviðræður í Reykjavík hafi hafist í dag á milli oddvita Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins. Flokkarnir fengu tíu borgarfulltrúa í sveitarstjórnarkosningunum í gær og þyrftu því minnst tvo fulltrúa til viðbótar til að mynda meirihluta. Samkvæmt frétt RÚV snúa viðræður flokkanna tveggja að möguleikanum á samstarfi með Viðreisn og Flokki fólksins, en þeir fengu einn fulltrúa hvor. Framsókn fékk fjóra fulltrúa í kosningunum en Sjálfstæðisflokkurinn sex. Spjallaði við Hildi á leiðinni upp í RÚV Einar segir að fréttir Ríkisútvarpsins, hvar hann var áður fréttamaður, af óformlegum viðræðum Framsóknar og Sjálfstæðisflokksins séu ekki réttar. „Það er nú dálítið skemmtilegt í svona ástandi, þar sem allir eru einhvern veginn að spá í það sem er að gerast. Ég veit ekki alveg hvaðan þessi frétt er komin,“ sagði Einar í sérstökum umræðuþætti á Stöð 2 um niðurstöður kosninganna, þegar hann var spurður út í hinar meintu viðræður. Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins, greiðir hér atkvæði í sveitarstjórnarkosningunum í gær. Telja verður líklegt að þar sé um að ræða atkvæði greitt Sjálfstæðisflokknum. Vísir/Vilhelm Hann segir að bæði hann og Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni, hafi verið í viðtali á Sprengisandi í Bylgjunni í dag. Þaðan hafi þau farið samferða í höfuðstöðvar RÚV í Efstaleiti, til þess að mæta í umræðuþáttinn Silfrið. „Við spjölluðum um pólitík þar, við Hildur. En það var mjög óformlegt spjall.“ Og ekkert haft Þórdísi Lóu [Þórhallsdóttur, oddvita Viðreisnar] og Kolbrúnu [Baldursdóttur, oddvita Flokks fólksins] í aftursætinu á meðan? „Nei, þær voru ekki einu sinni í skottinu“ sagði Einar í gamansömum tón. „Það er bara ekkert að gerast,“ sagði Einar. Dóra mun sakna Lífar Í þættinum sagði Dagur B. Eggertsson þá að fulltrúar meirihlutans, sem féll í kosningunum í gær, og stillt saman strengi sína. Fyrr í dag var greint frá því að Vinstri græn, sem héldu sínum borgarfulltrúa og voru aðili að meirihlutasamstarfi síðasta kjörtímabils, myndu ekki taka þátt í meirihlutaviðræðum. Dóra Björt, oddviti Pírata, sagði að sér kæmi ákvörðun VG öðrum þræði á óvart. „Þetta er auðvitað þeirra ákvörðun. Við höfum áður heyrt af því að það hafi stundum verið þessi þrýstingur, af því að í síðustu kosningum fengu þau inn einn fulltrúa en höfðu vonast eftir meiru. En ákváðu að ganga til meirihlutasamstarfs þó,“ sagði Dóra. Flokkarnir hefðu unnið saman að grænum málefnum og feminískum málum, sem sannarlega væru málefni sem VG setti á oddinn. „Þannig að þetta eru vonbrigði fyrir okkur og leitt að horfa á eftir Líf. Hún hefur verið með okkur og við höfum verið í góðu samstarfi,“ sagði Dóra. Dagurinn í dag hefði farið í að ræða við fjölmiðla, meta stöðuna og ræða við stuðningsfólk. Borgarstjórn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisútvarpið Reykjavík Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Sjá meira
Ríkisútvarpið greindi frá því fyrr í kvöld að óformlegar meirihlutaviðræður í Reykjavík hafi hafist í dag á milli oddvita Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins. Flokkarnir fengu tíu borgarfulltrúa í sveitarstjórnarkosningunum í gær og þyrftu því minnst tvo fulltrúa til viðbótar til að mynda meirihluta. Samkvæmt frétt RÚV snúa viðræður flokkanna tveggja að möguleikanum á samstarfi með Viðreisn og Flokki fólksins, en þeir fengu einn fulltrúa hvor. Framsókn fékk fjóra fulltrúa í kosningunum en Sjálfstæðisflokkurinn sex. Spjallaði við Hildi á leiðinni upp í RÚV Einar segir að fréttir Ríkisútvarpsins, hvar hann var áður fréttamaður, af óformlegum viðræðum Framsóknar og Sjálfstæðisflokksins séu ekki réttar. „Það er nú dálítið skemmtilegt í svona ástandi, þar sem allir eru einhvern veginn að spá í það sem er að gerast. Ég veit ekki alveg hvaðan þessi frétt er komin,“ sagði Einar í sérstökum umræðuþætti á Stöð 2 um niðurstöður kosninganna, þegar hann var spurður út í hinar meintu viðræður. Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins, greiðir hér atkvæði í sveitarstjórnarkosningunum í gær. Telja verður líklegt að þar sé um að ræða atkvæði greitt Sjálfstæðisflokknum. Vísir/Vilhelm Hann segir að bæði hann og Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni, hafi verið í viðtali á Sprengisandi í Bylgjunni í dag. Þaðan hafi þau farið samferða í höfuðstöðvar RÚV í Efstaleiti, til þess að mæta í umræðuþáttinn Silfrið. „Við spjölluðum um pólitík þar, við Hildur. En það var mjög óformlegt spjall.“ Og ekkert haft Þórdísi Lóu [Þórhallsdóttur, oddvita Viðreisnar] og Kolbrúnu [Baldursdóttur, oddvita Flokks fólksins] í aftursætinu á meðan? „Nei, þær voru ekki einu sinni í skottinu“ sagði Einar í gamansömum tón. „Það er bara ekkert að gerast,“ sagði Einar. Dóra mun sakna Lífar Í þættinum sagði Dagur B. Eggertsson þá að fulltrúar meirihlutans, sem féll í kosningunum í gær, og stillt saman strengi sína. Fyrr í dag var greint frá því að Vinstri græn, sem héldu sínum borgarfulltrúa og voru aðili að meirihlutasamstarfi síðasta kjörtímabils, myndu ekki taka þátt í meirihlutaviðræðum. Dóra Björt, oddviti Pírata, sagði að sér kæmi ákvörðun VG öðrum þræði á óvart. „Þetta er auðvitað þeirra ákvörðun. Við höfum áður heyrt af því að það hafi stundum verið þessi þrýstingur, af því að í síðustu kosningum fengu þau inn einn fulltrúa en höfðu vonast eftir meiru. En ákváðu að ganga til meirihlutasamstarfs þó,“ sagði Dóra. Flokkarnir hefðu unnið saman að grænum málefnum og feminískum málum, sem sannarlega væru málefni sem VG setti á oddinn. „Þannig að þetta eru vonbrigði fyrir okkur og leitt að horfa á eftir Líf. Hún hefur verið með okkur og við höfum verið í góðu samstarfi,“ sagði Dóra. Dagurinn í dag hefði farið í að ræða við fjölmiðla, meta stöðuna og ræða við stuðningsfólk.
Borgarstjórn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisútvarpið Reykjavík Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Sjá meira