Tafirnar skýrast af glænýrri reglugerð sem kjörstjórnin skilur ekkert í Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 15. maí 2022 22:00 Eva B. Helgadóttir er formaður yfirkjörstjórnar í Reykjavík. Vísir/Óttar Margir pirruðu sig á mikilli seinkun sem varð á fyrstu tölum úr Reykjavík eftir kosningar í gær. Formaður yfirkjörstjórnar gagnrýnir nýjar og strangari reglur um talningu og sér ekki tilganginn með þeim. Tölur úr Reykjavík - eftir þeim bíða um 150 þúsund borgarbúar spenntir á fjögurra ára fresti. Kjörstaðir loka klukkan tíu og síðustu kosningar hafa fyrstu tölur borist nokkru skömmu eftir það. En kjörstjórnin hafði gefið það út í gær að tölurnar yrðu seinna á ferðinni í þetta skiptið. Þetta fór í taugarnar á mörgum eins og var komið inn á í kosningasjónvarpi okkar í gær. Í Kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld rifjuðum við upp biðina og ræddum við Evu B. Helgadóttur, formann yfirkjörstjórnar í Reykjavík, um tafirnar: Eyðublöð, undirskriftir, raðnúmer, teygjur og exelskjöl Tölurnar birtust loksins klukkan rúmlega hálf tvö í nótt og þær skýrast af nýrri reglugerð sem sett var á fyrir tæpum mánuði gerir kröfur um gjörbreytt talningarferli. „Nú þarf að útbúa eyðublað með raðnúmeri á hvern bunka sem er talinn hæfilegur og báðir talningarmenn þurfa að kvitta á þetta eyðublað, afhenda svo þeim sem sér um exelskjalið sem að tekur bunkann og færir hann inn í exelskjalið,“ segir Eva. Öll þessi skref sem Eva lýsir hér eru ný og aldrei verið viðhöfð áður. „Þannig það í rauninni kemur hökt á allt flæðið sem hefur í raun og veru verið verklagið í marga áratugi,“ segir hún. Og þetta er Eva eiginlega alls ekki sátt með. Hver er tilgangur þessarar nýju reglugerðar sem var sett á mánuði fyrir kosningar? „Mér finnst þetta tilgangslaust og fólkið sem að er á gólfinu og hefur alla þessa miklu reynslu það skilur ekki tilganginn í þessu og finnst eiginlega enginn ávinningur í þessu.“ Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Sjá meira
Tölur úr Reykjavík - eftir þeim bíða um 150 þúsund borgarbúar spenntir á fjögurra ára fresti. Kjörstaðir loka klukkan tíu og síðustu kosningar hafa fyrstu tölur borist nokkru skömmu eftir það. En kjörstjórnin hafði gefið það út í gær að tölurnar yrðu seinna á ferðinni í þetta skiptið. Þetta fór í taugarnar á mörgum eins og var komið inn á í kosningasjónvarpi okkar í gær. Í Kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld rifjuðum við upp biðina og ræddum við Evu B. Helgadóttur, formann yfirkjörstjórnar í Reykjavík, um tafirnar: Eyðublöð, undirskriftir, raðnúmer, teygjur og exelskjöl Tölurnar birtust loksins klukkan rúmlega hálf tvö í nótt og þær skýrast af nýrri reglugerð sem sett var á fyrir tæpum mánuði gerir kröfur um gjörbreytt talningarferli. „Nú þarf að útbúa eyðublað með raðnúmeri á hvern bunka sem er talinn hæfilegur og báðir talningarmenn þurfa að kvitta á þetta eyðublað, afhenda svo þeim sem sér um exelskjalið sem að tekur bunkann og færir hann inn í exelskjalið,“ segir Eva. Öll þessi skref sem Eva lýsir hér eru ný og aldrei verið viðhöfð áður. „Þannig það í rauninni kemur hökt á allt flæðið sem hefur í raun og veru verið verklagið í marga áratugi,“ segir hún. Og þetta er Eva eiginlega alls ekki sátt með. Hver er tilgangur þessarar nýju reglugerðar sem var sett á mánuði fyrir kosningar? „Mér finnst þetta tilgangslaust og fólkið sem að er á gólfinu og hefur alla þessa miklu reynslu það skilur ekki tilganginn í þessu og finnst eiginlega enginn ávinningur í þessu.“
Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Sjá meira