Guðmundur Árni óskar eftir formlegum meirihlutaviðræðum við Framsókn Vésteinn Örn Pétursson skrifar 15. maí 2022 22:49 Guðmundur Árni er oddviti Samfylkingarinnar, sem er ótvíræður sigurvegari kosninganna í Hafnarfirði. Vísir/Vilhelm Guðmundur Árni Stefánsson, oddviti Samfylkingarinnar í Hafnarfirði, hefur óskað eftir því við oddvita Framsóknar í bænum, Valdimar Víðisson, að flokkarnir tveir hefji viðræður um myndun nýs bæjarstjórnarmeirihluta. Frá þessu greinir Guðmundur Árni í færslu á Facebook. Hann segir jafnaðarmenn hafa stimplað sig rækilega inn í kosningunum í Hafnarfirði. Fyrir var Samfylkingin með tvo bæjarfulltrúa, en fékk 29,0 prósent atkvæða og hlaut því fjóra fulltrúa. „Ég hef haft samband við oddvita Framsóknarflokksins og óskað eftir viðræðum um myndun nýs meirihluta XS og XB í Hafnarfirði. En það eru flokkarnir sem sigruðu og voru kallaðir til verka, á meðan Sjálfstæðisflokkurinn tapaði umtalsverðu fylgi. Við sjáum hvað setur. Það væri gott fyrir Hafnfirðinga að fá félagshyggjumeirihluta í Fjörðinn. Við jafnaðarmenn erum nú sem fyrr tilbúnir í verkin,“ skrifar Guðmundur Árni. Í núverandi meirihluta, sem tölfræðilega séð hélt velli, eru Framsókn og Sjálfstæðisflokkur. Sjálfstæðisflokkurinn var með fimm fulltrúa inni á síðasta kjörtímabili, en missti einn í kosningunum. Á móti bætti Framsókn við sig manni. Ellefu fulltrúar eiga sæti í bæjarstjórn Hafnarfjarðar og því þarf sex til að mynda meirihluta. Þegar fyrstu tölur í Hafnarfirði lágu fyrir í nótt sagðist Guðmundur Árni vel geta hugsað sér að vinna með Framsóknarflokknum. Valdimar, oddviti Framsóknar, væri sómamaður sem gott sé að vinna með. Þá sagði Guðmundur Árni að í hans huga væri ekki lykilatriði hver yrði borgarstjóri. Aðalmálið væri betrun Hafnarfjarðar. Hafnarfjörður Samfylkingin Framsóknarflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Tengdar fréttir Óttast ekki að Framsókn snúi við sér baki Miðað við fyrstu tölur missir Sjálfstæðisflokkurinn einn mann úr bæjarstjórn Hafnarfjarðar. Oddviti listans segir þó að um varnarsigur sé að ræða. 15. maí 2022 01:02 Hnífjafnt í Hafnarfirði: „Mér líst mjög vel á þetta, þetta verður löng nótt“ Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn höfðu fengið nákvæmlega jafnmörg atkvæði þegar fyrstu tölur voru lesnar upp rétt í þessu. Oddviti Samfylkingar segir tölurnar mikið fagnaðarefni. 14. maí 2022 23:36 Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Innlent „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Innlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Innlent Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman Innlent Séra Vigfús Þór Árnason látinn Innlent Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Erlent Fleiri fréttir Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST Veðrið ekki haft áhrif á landsfundargesti Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Séra Vigfús Þór Árnason látinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Sjá meira
Frá þessu greinir Guðmundur Árni í færslu á Facebook. Hann segir jafnaðarmenn hafa stimplað sig rækilega inn í kosningunum í Hafnarfirði. Fyrir var Samfylkingin með tvo bæjarfulltrúa, en fékk 29,0 prósent atkvæða og hlaut því fjóra fulltrúa. „Ég hef haft samband við oddvita Framsóknarflokksins og óskað eftir viðræðum um myndun nýs meirihluta XS og XB í Hafnarfirði. En það eru flokkarnir sem sigruðu og voru kallaðir til verka, á meðan Sjálfstæðisflokkurinn tapaði umtalsverðu fylgi. Við sjáum hvað setur. Það væri gott fyrir Hafnfirðinga að fá félagshyggjumeirihluta í Fjörðinn. Við jafnaðarmenn erum nú sem fyrr tilbúnir í verkin,“ skrifar Guðmundur Árni. Í núverandi meirihluta, sem tölfræðilega séð hélt velli, eru Framsókn og Sjálfstæðisflokkur. Sjálfstæðisflokkurinn var með fimm fulltrúa inni á síðasta kjörtímabili, en missti einn í kosningunum. Á móti bætti Framsókn við sig manni. Ellefu fulltrúar eiga sæti í bæjarstjórn Hafnarfjarðar og því þarf sex til að mynda meirihluta. Þegar fyrstu tölur í Hafnarfirði lágu fyrir í nótt sagðist Guðmundur Árni vel geta hugsað sér að vinna með Framsóknarflokknum. Valdimar, oddviti Framsóknar, væri sómamaður sem gott sé að vinna með. Þá sagði Guðmundur Árni að í hans huga væri ekki lykilatriði hver yrði borgarstjóri. Aðalmálið væri betrun Hafnarfjarðar.
Hafnarfjörður Samfylkingin Framsóknarflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Tengdar fréttir Óttast ekki að Framsókn snúi við sér baki Miðað við fyrstu tölur missir Sjálfstæðisflokkurinn einn mann úr bæjarstjórn Hafnarfjarðar. Oddviti listans segir þó að um varnarsigur sé að ræða. 15. maí 2022 01:02 Hnífjafnt í Hafnarfirði: „Mér líst mjög vel á þetta, þetta verður löng nótt“ Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn höfðu fengið nákvæmlega jafnmörg atkvæði þegar fyrstu tölur voru lesnar upp rétt í þessu. Oddviti Samfylkingar segir tölurnar mikið fagnaðarefni. 14. maí 2022 23:36 Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Innlent „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Innlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Innlent Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman Innlent Séra Vigfús Þór Árnason látinn Innlent Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Erlent Fleiri fréttir Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST Veðrið ekki haft áhrif á landsfundargesti Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Séra Vigfús Þór Árnason látinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Sjá meira
Óttast ekki að Framsókn snúi við sér baki Miðað við fyrstu tölur missir Sjálfstæðisflokkurinn einn mann úr bæjarstjórn Hafnarfjarðar. Oddviti listans segir þó að um varnarsigur sé að ræða. 15. maí 2022 01:02
Hnífjafnt í Hafnarfirði: „Mér líst mjög vel á þetta, þetta verður löng nótt“ Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn höfðu fengið nákvæmlega jafnmörg atkvæði þegar fyrstu tölur voru lesnar upp rétt í þessu. Oddviti Samfylkingar segir tölurnar mikið fagnaðarefni. 14. maí 2022 23:36