Einföldun verkferla innan borgarkerfisins ...sagði Dagur B. Eggertsson, þáverandi formaður atvinnumálahóps Reykjavíkurborgar, í inngangsorðum „Atvinnustefna Reykjavíkur – skapandi borg“ sem kom út fyrir áratug. Hvað hefur áunnist í þeim efnum síðan þá? Fátt, að ég hygg. Dagur hefur samt verið borgarstjóri í átta ár samfleytt. Skoðun 23. febrúar 2022 13:00
Þjónusta við fjölskyldur í Garðabæ er mér hjartans mál Þjónusta við fjölskyldur og velsæld barna og ungmenna er mér hjartans mál. Ég á fjórar dætur á aldrinum 15 til 23 ára sem hafa gengið í leik- og grunnskóla í Garðabær og stundað íþróttir- og frístundir í bænum. Skoðun 23. febrúar 2022 11:31
Samlegðaráhrif mannréttinda í þjónustu og umhverfi borgarinnar Mér er umhugað um að Reykjavíkurborg sé umfaðmandi og manneskjuleg, þar sem allir borgarbúar fá tækifæri til að vaxa og dafna á eigin forsendum óháð öllum breytum. Skoðun 23. febrúar 2022 10:31
Gestur Þór leiðir lista Sjálfstæðismanna í Ölfusi og Elliði bæjarstjóraefnið Gestur Þór Kristjánsson húsasmíðameistari og forseti bæjarstjórnar í Ölfusi mun leiða lista Sjálfstæðismanna í sveitarfélaginu fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í maí. Elliði Vignisson, núverandi sveitarstjóri, er bæjarstjóraefni flokksins. Innlent 23. febrúar 2022 09:42
Fimm nýir grunnskólar - Fimm ný hverfi Undanfarin ár hafi verið slegin met í fjölda nýrra íbúða í Reykjavík. Seinustu þrjú ár hafa hér verið byggðar yfir þúsund íbúðir á ári. Það er ekkert útlit er fyrir að lát verði á þessari miklu uppbyggingu. Alla vega ekki vegna skorts á skipulögðum svæðum. Það eru til dæmis fimm nýir grunnskólar á teikniborðinu í borginni. Skoðun 23. febrúar 2022 08:31
Færri stefnur og fleiri aðgerðir í Reykjavík Byrjum á titli þessarar greinar, stefnur er góðar, þetta ætti ég að vita eftir að hafa starfað um árabil við stjórnun og stefnumótun hjá fjölda fyrirtækja og stofnana. Stefnur draga fram sýn stjórnenda og hagsmunaaðila og geta þannig verið fyrsta skref í átt að nýjum markmiðum. Skoðun 23. febrúar 2022 08:00
Segir söluna stærsta dæmið um fjármálaafglöp á sveitarstjórnarstigi Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir söluna á eignarhlutum Reykjavíkurborgar og Akureyrarbæjar í Landsvirkjun til ríkisins árið 2006 vera mestu fjármálaafglöp sögunnar á sveitarstjórnarstigi. Innlent 23. febrúar 2022 07:55
Uppbygging nýrra hverfa - Urriðaholt Uppbyggingu fylgja fjárfestingar og vöxtur kallar á uppbyggingu innviða. Félagslegir innviðir eru jafnmikilvægir og götur og brýr – og við getum gert betur. Gæðin sem felast í því að geta sótt leik- og grunnskóla sem næst heimili barnsins eru mikil, það einfaldar líf okkar, er umhverfisvænna og tengir saman börn og fjölskyldur sem búa í sama hverfi. Skoðun 22. febrúar 2022 23:01
Félagslegt húsnæði og biðlistarnir í Hafnarfirði Það er grundvallarskylda sveitarfélaga að sjá fólki fyrir húsnæði sem af einhverjum ástæðum þarf á stuðningi að halda í þeim efnum. Árið 2020 voru þrjár íbúðir keyptar inn í félagslega íbúðakerfið og 6 í fyrra. Skoðun 22. febrúar 2022 22:30
Hættum að rukka börn fyrir þjónustu sveitarfélaganna og byrjum að rukka ríkt fólk Útsvar er það sem við greiðum af launum okkar til sveitarfélagsins sem við búum í. Fjármagnseigendur greiða hinsvegar ekkert af fjámagnstekjum sínum til sveitarfélagsins. Útsvarið sem er veigamesti tekjustofn sveitarfélaganna er notað til uppbyggingar leik- og grunnskóla, fyrir menningarstofnanir, vetrarþjónustu, götulýsingu, sundlaugar og allt það sem sveitarfélögin sjá um. Skoðun 22. febrúar 2022 17:30
Stundum eru lausnirnar svo einfaldar Umræða um mikilvægi klasasamstarfs hefur farið vaxandi undanfarin ár. Klasar hafa víða sannað gildi sitt; þeir auka samkeppnishæfni og verðmætasköpun almennt. Skoðun 22. febrúar 2022 15:00
Borgarskipulag gegn félagslegri einangrun Síðasta vor fékk ég miða inn um lúguna um að fólkið í götunni ætlaði að koma saman einn dag og tína rusl í nágrenninu. Skoðun 22. febrúar 2022 12:01
Nýtum krafta Þórdísar Sigurðardóttur í þágu borgarbúa Hvernig má bæta starfsanda, rekstur, þjónustu og auka fagþekkingu? Mín reynsla er sú að það er best gert með því að treysta því fólki sem vinnur verkin sem ætlast er til þess að séu unnin betur til að hafa áhrif á starf. Skoðun 22. febrúar 2022 09:31
Íþrótta- og tómstundabörn Það er ekki sjálfgefið að börnin okkar falli í hópinn, eigi vini eða hafi áhuga á því sama og meirihlutinn. Sjálfur þekki ég það af eigin reynslu sem barn með ADHD að erfitt var að finna íþrótt eða tómstund sem mér líkaði við. Skoðun 22. febrúar 2022 09:00
Tónlistarborgin Fyrsta stefnumótunin sem ég fór fyrir var að skrifa stefnu um framtíðarskipan tónlistarnáms í Reykjavík til 2030, með góðu liðssinni bæði borgarfulltrúa og starfsfólks á skóla- og frístundasviði. Skoðun 21. febrúar 2022 14:30
Húsnæðismarkaður í heljargreipum borgarlínu Fyrir hartnær fjórum árum voru fögur fyrirheit gefin í aðdraganda borgarstjórnarkosninga. Nú skyldi einblínt á hagkvæmt húsnæði fyrir alla. Nú skyldi öllum gert kleift að kaupa sér húsnæði - heimili á viðráðanlegu verði. Skoðun 21. febrúar 2022 11:00
Það þarf ekkert minna en byltingu í húsnæðismálum Sósíalistar bentu á það fyrir þingkosningarnar í haust að vaxandi húsnæðiskostnaður væri alvarlegasta ógnin við lífsafkomu almennings í dag. Sósíalistar sögðu það mikilsverðasta verkefni hins opinbera er að tryggja öllum landsmönnum öruggt og ódýrt húsnæði. Skoðun 21. febrúar 2022 10:00
Innri Njarðvík - hverfið mitt Ég er búinn að búa í Innri Njarðvík í tæp fjögur ár. Á þessum tíma hefur hverfið stækkað hratt en á sama tíma hefur þjónustan við hverfið minnkað. Hér býr mikið af ungu fólki sem finnst hverfið sitt vera afskipt. Skoðun 21. febrúar 2022 09:31
Þynningarsvæði – svæðisskipulag – Hafnarfjörður Það er ánægjulegt að svokallað „þynningarsvæði“ hverfi nú af aðalskipulagi Hafnarfjarðar. Innan þess svæðis hefur hvorki verið heimilt að vera með íbúðir/gistingu eða matvælavinnslu. Skoðun 21. febrúar 2022 08:30
Betri en Fasteignaskatturinn Það hefur ekki farið framhjá neinum að fasteignaverð í Reykjavík hefur hækkað gífurlega síðustu ár og mánuði. Ungt fólk hefur setið á hakanum því kaupmáttur launa hefur ekki hækkað í sama mæli. Flestir eru sammála að þessi staða sé vandamál en þeim kemur ekki saman um hvernig er best að taka á vandanum. Vilja sumir meina að lækka þurfi útlánsvexti bankanna en aðrir vilja meina að þetta sé bara spurning um að byggja meira. Skoðun 21. febrúar 2022 08:30
Leikskóli sem virkar fyrir alla Mikilvægt er að allir sem koma að starfi leikskólanna vinni saman að góðu leikskólastarfi. Þá þarf þörfum allra að vera sem best sinnt; starfsfólks, foreldra og barna. Markmið okkar í fræðsluráði Hafnarfjarðar hefur verið að vinna að lausnum til að ná því. En hvernig? Skoðun 21. febrúar 2022 07:00
Baráttan um ókyngreind salerni og innleiðingu laga um kynrænt sjálfræði skilar árangri Barátta mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs Reykjavíkur gegn úreldum reglugerðum hefur staðið yfir síðan 2018 við upphaf núverandi kjörtímabils. Fyrsta samþykkt ráðsins á kjörtímabilinu var að gera salerni í stjórnsýsluhúsnæði ókyngreind með því markmiði að gera Reykjavík að hinseginvænni vinnustað sem og bæta aðgengi trans fólks og kynsegin fólks. Skoðun 20. febrúar 2022 08:02
Bergljót leiðir lista Samfylkingarinnar í Kópavogi Bergljót Kristinsdóttir leiðir lista Samfylkingar í Kópavogi fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Innlent 19. febrúar 2022 17:48
Bein útsending: Frambjóðendur Viðreisnar takast á um borgina Frambjóðendur í prófkjöri Viðreisnar í Reykjavík taka í dag þátt í pallborðsumræðu á vegum Uppreisnar, ungliðahreyfingar Viðreisnar. Þetta er í fyrsta sinn sem Viðreisn heldur prófkjör. Innlent 19. febrúar 2022 16:16
Samfylking og Píratar kjósa í forystusæti í Kópavogi og Reykjavík Tvennt sækist eftir að leiða lista í forvali Samfylkingarinnar í Kópavogi. Tveir borgarfulltrúar Pírata sækjast eftir endurkjöri í Reykjavík og oddviti flokksins í Kópavogi vill leiða flokkinn áfram en tekist er á um annað sætið. Innlent 18. febrúar 2022 20:29
Nútímaborg sem laðar fram það besta í fólki Fólk sem fæðist á Íslandi í dag mun í framtíðinni vonandi vera frjálst til að geta valið hvar það vill búa. Ég vil að fólk hafi þetta frelsi og þess vegna finnst mér mikilvægt að skapa aðlaðandi borgarlíf hér á landi svo fólki finnist eftirsóknarverðast að búa hér. Höfuðborgin Reykjavík þarf því að vera í fremstu röð og standast samanburð við aðrar borgir. Hlutverk okkar stjórnmálafólks í borginni er að sjá til þess að Reykjavík sé frjálslynd, jafnréttissinnuð og alþjóðleg borg sem laðar fram það besta í fólki, veitir því tækifærin sem það sækist eftir og lætur því líða vel. Skoðun 18. febrúar 2022 16:01
Örn Geirsson býður fram krafta sína í Hafnarfirði Örn Geirsson, verkefnastjóri og sölumaður auglýsinga hjá Fréttablaðinu og öðrum miðlum, gefur kost á sér í 4. til 5. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði. Þetta kemur fram í tilkynningu. Innlent 18. febrúar 2022 15:44
Sameiningar myndu fækka kjörnum fulltrúum og lækka launakostnað Kosið er um sameiningu í tíu sveitarfélögum á næstu vikum. Samkvæmt nýrri úttekt Viðskiptaráðs gæti kjörnum fulltrúum fækkað um 27 og hagræðing í launakostnaði numið um 200 milljónum á næsta kjörtímabili ef af sameiningunum verður. Innherji 18. febrúar 2022 15:30
Hugsum vel um eldri íbúa Það er gæfa að eldast. Flestir sem komnir eru yfir miðjan aldur taka hverju ári fagnandi. Aldur er að mörgu leyti afstæður og snýst ekki endilega um tölu heldur hvernig fólki líður. Skoðun 18. febrúar 2022 12:01
Valgerður sækist eftir þriðja sæti hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Borgarfulltrúinn Valgerður Sigurðardóttir sækist eftir þriðja sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í borginni. Prófkjörið fer fram 18. og 19. mars næstkomandi. Innlent 18. febrúar 2022 07:58