

Samkvæmislífið
Fréttir af fólki að gera sér glaðan dag við hin ýmsu tilefni.

Hera og Sam sæt saman í Eistlandi
Hera Hilmarsdóttir leikkona mætti með kærastann sinn á frumsýningu Svar við bréfi Helgu á PÖFF kvikmyndahátíðinni sem fram fór í Tallin í Eistlandi.

Myndaveisla: Sköpuðu nýjan fatnað úr ósöluhæfum flíkum
Verkefnið Misbrigði VIII er unnið af nemendum í fatahönnun á öðru ári við Listaháskóla Íslands í samstarfi við Fatasöfnun Rauða kross Íslands. Tískusýning Misbrigða fór fram 3. nóvember síðastliðinn og á morgun, 18. nóvember, kl 16:00 opna nemendur sýningu í húsnæði Listaháskólans við Þverholt 11 með flíkunum og nánari upplýsingum um hverja línu.

Litadýrð, glamúr og tónlistarveisla í verslun Hildar Yeoman
Það var mikið um dýrðir í verslun Hildar Yeoman á Laugarveginum nú á dögunum þegar tónlistarhátíðin Iceland Airwaves fór fram. Yeoman fagnaði nýrri línu sinni Hidden People með sannkallaðri tónlistarveislu í verslun sinni.

Húsfyllir á Heilbrigðisþinginu á Hilton
Húsfyllir var á Heilbrigðisþinginu á Hilton í gær sem hófst með setningarávarpi Willum Þórs Þórssonar heilbrigðisráðherra.

Myndaveisla: Lúxus og glamúr á glæsilegu förðunarkvöldi á Edition
Reykjavík Edition hótelið fylltist af fögrum fljóðum á föstudagskvöldið, þegar þar fór fram Masterclass á vegum Reykjavík Makeup School og Lancôme. Þar kenndi förðunarfræðingurinn Heiður Ósk gestum glæsilega hátíðarförðun.

„Verð alltaf aðeins öðruvísi skotin í henni þegar hún er uppi á sviði“
Listasafn Reykjavíkur iðaði af lífi síðastliðið laugardagskvöld þar sem Iceland Airwaves hátíðin náði hápunkti sínum og þolinmóðir tónleikagestir biðu í langri röð sem einkenndist þó aðallega af gleði og fjöri.

Eva Ruza og Sycamore Tree á góðgerðarviðburði fyrir Kvennaathvarfið
Nú er í fullum gangi landssöfnun þess að safna fyrir nýju og hentugra húsnæði fyrir Kvennaathvarfið í Reykjavík. Fimmtudaginn 10. nóvember verður sýndur söfnunarþáttur í opinni dagskrá á Stöð 2.

Myndaveisla: „Mannlegur harmleikur og hugleiðing um réttlæti og hefnd“
Rithöfundurinn Skúli Sigurðsson var að gefa út sína fyrstu bók sem ber heitið Stóri bróðir. Hún er saga um hefnd, réttlæti, kærleika, missi, ofbeldi og gamlar syndir. Kápa bókarinnar er úr smiðju Ragnars Helga Ólafssonar.

Fólkið á Airwaves: Elskar íslenskan bjór og íslenska tónlist
Tónlistargleðin umlykur borgina um þessar mundir í tilefni af Iceland Airwaves og bærinn er stútfullur af fjölbreyttum hópi fólks sem sameinast í ást sinni af tónlist og ýmsu öðru. Bretinn Nick Robinson er einn af þeim en blaðamaður rakst á hann á hátíðinni í gær og dásamaði hann meðal annars bjórinn hérlendis.

Myndaveisla: BAND er hljómsveit sem er ekki hljómsveit
„Meiksaga hljómsveitar sem á líklega ekki eftir að meika það og er í raun ekki hljómsveit,“ var frumsýnd á dögunum. Það er heimildamyndinni BAND í leikstjórn Álfrúnar Örnólfsdóttur.

Myndaveisla: Húsfyllir hjá 66°Norður á fyrsta kvöldi Airwaves
Verslun 66°Norður á Hafnartorgi fylltist þegar þar fóru fram off-venue tónleikar í tengslum við Iceland Airwaves tónlistarhátíðina. DJ Dóra Júlía þeytti skífum áður en tónlistarfólkið Laufey Lín Jónsdóttir og Kaktus Einarsson stigu á stokk.

„Ástin er blind“
Parið Karlotta Halldórsdóttir og Skúli Bragi Geirdal fékk hugmynd um að opna hönnunarstúdíó þar sem þau sátu í eldhúsinu heima hjá sér einn daginn. Þeirra fyrsta verkefni er punktaleturs-veggplaköt í samstarfi við Blindrarfélag Íslands en hluti af ágóðanum fer til félagsins.

Stemning í opnun á nýrri og bættri verslun Kölska
Það var mikil stemmning í opnunarpartýi Kölska þegar ný og glæsileg herrafataverslun opnaði í Síðumúla 31 um helgina. Kölski sérhæfir sig í fínni herrafatnaði og þá aðallega sérssniðnum jakkafötum.

Myndaveisla: Búningapartý FM957 á Bankastræti Club
Útvarpsstöðin FM957 og Bankastræti Club héldu hrekkjavökupartý á laugardagskvöldið. Vegleg verðlaun voru í boði fyrir besta búninginn, hundrað þúsund krónur.

Bleikar sjálfstæðiskonur í Kópavogi
Félag sjálfstæðiskvenna í Kópavogi, Edda, hélt fyrsta viðburð starfsársins í gær. Ræðumenn og heiðursgestir kvöldsins voru Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra og Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri Kópavogs.

Myndaveisla: Forsætisráðherra gefur út glæpasögu
Það var líf og fjör í útgáfuteiti glæpasögunnar Reykjavík í Iðnó í gær og má með sanni segja að höfundar bókarinnar séu óvanalegt teymi en það eru þau Ragnar Jónasson, rithöfundur, og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Lífið á Vísi tók púlsinn á þessu tvíeyki.

Myndaveisla: Bríet upp á borðum og fjör á árshátíð Sýnar
Árshátíð Sýnar var haldin með pomp og prakt en þema kvöldsins var Idol. Það ætlaði allt um koll að keyra þegar fyrsta Idol stjarna Íslands, Kalli Bjarni, steig á sviðið. Hann var klæddur rauða jakkanum sem var talinn vera týndur. Veislustjórar kvöldsins voru Hraðfréttamennirnir Benedikt Valsson og Fannar Sveinsson.

Fögnuðu hönnun Kristjönu S Williams fyrir BIOEFFECT
Ný gjafasett BIOEFFECT voru afhjúpuð á Hafnartorgi í gær. Hönnuður þeirra er listakonan Kristjana S Williams.

Hrefna og Ágúst héldu upp á 15 ára afmæli
Fiskmarkaðurinn hélt upp á 15 ára afmælið sitt í vikunni. Afmælið var haldið á Uppi bar efri hæð Fiskmarkaðsins þar sem skálað var fyrir síðustu 15 árum. Andri Viceman var með með Tanqurey kokteila pop up fyrir gesti.

Myndaveisla frá Idol prufunum
Fyrstu dómaraprufum í Idolinu er lokið og hafa örlög þeirra sem komust í þær verið ráðin. Það eru þau Herra Hnetusmjör, Birgitta Haukdal, Daníel Ágúst og Bríet sem sitja í dómarasætunum.

Dynjandi lófatak á frumsýningu Sumarljós og svo kemur nóttin
Það var margt um manninn á lokahófi RIFF í Háskólabíói síðast liðið laugardagskvöld þar sem RIFF var haldin í nítjánda sinn. Aðsókn á myndir var með besta móti á hátíðinni.

Myndaveisla: Svartur á leik snýr aftur
Í gær fór fram tíu ára afmælissýning kvikmyndarinnar Svartur á leik. Myndin er farin aftur í sýningu í Smárabíó. Í gær var tilkynnt að framleiða eigi tvær kvikmyndir í viðbót og verður myndin því hluti af þríleik.

„Goðsagnakennd djammkvöld“
„Mánudagsklúbburinn á Prikinu hefur fengið endurvakningu lífdaga. Goðsagnakennd djammkvöld hér á árum áður,“ segir Geoffrey Þ. Huntingdon-Williams, eigandi Priksins. Mánudagsklúbburinn var gríðarlega vinsæll fyrir um áratugi síðan og er nú leiddur af þremur ungum konum, þeim Valgerði, Heiðbrá og Nadiu, sem sérhæfa sig í skvísutónum og góðri stemningu.

Hrópað húrra fyrir átta ára Húrra
Afmælisveisla tískufataverslunarinnar Húrra var haldin í gær og mættu velunnarar og tískuáhugamenn landsins til að skála fyrir afmælisbarninu.

Frönsk stemning á frumsýningu Bara smástund
Sýningin Bara smástund var frumsýnd í Borgarleikhúsinu á föstudag. Frönsk stemning beið gestanna í leikhúsinu og hljómaði harmonikkuleikur um forsalinn.

Myndaveisla frá eftirpartýi fjárfestadagsins í Grósku
Frambærilegustu og efnilegustu sprotafyrirtæki landsins kynntu viðskiptahugmyndir sínar fyrir fullum hátíðarsal í Grósku á aðaldegi Startup SuperNova.

Mættu í sínu fínasta pússi á Edduna
Edduverðlaunin voru afhent við hátíðlega viðhöfn í Háskólabíói í gær. Það besta í innlenndri þátta- og kvikmyndagerð var þar verðlaunað.

Fögnuðu saman nýjasta samstarfinu
Lína Birgitta Sigurðardóttir, Sólrún Diego og Gurrý Jónsdóttir, þáttastjórnendur hlaðvarpsins Spjallið, hafa gefið út nýtt partýspil. Björn Bragi Arnarson gefur út spilið en hann gaf einnig út skipulagsdagbækur Sólrúnar, auk bókanna Heima og Skipulag.

Unga fólkið fyllti Smárabíó á frumsýningu Abbababb
Söng- og dansmyndin Abbababb var frumsýnd með pompi og prakt í Smárabíói í gær. Myndin er fyrir alla fjölskylduna og voru því börn í miklum meirihluta á meðal áhorfenda. Myndin var frumsýnd í nokkrum sölum samtímis.

Myndaveisla: Markaðsfólk fjölmennti á haustkynningu
Auglýsinga- og markaðsfólk fjölmennti á haustkynningu Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis sem fór fram í Gamla bíó í síðustu viku. Fyrirlesarinn Jenni Romaniuk kom fram auk þess að Herra Hnetusmjör og Hugo fengu salinn til að dilla sér með nokkrum frábærum lögum.