

Samkvæmislífið
Fréttir af fólki að gera sér glaðan dag við hin ýmsu tilefni.

Myndaveisla frá Idol prufunum
Fyrstu dómaraprufum í Idolinu er lokið og hafa örlög þeirra sem komust í þær verið ráðin. Það eru þau Herra Hnetusmjör, Birgitta Haukdal, Daníel Ágúst og Bríet sem sitja í dómarasætunum.

Dynjandi lófatak á frumsýningu Sumarljós og svo kemur nóttin
Það var margt um manninn á lokahófi RIFF í Háskólabíói síðast liðið laugardagskvöld þar sem RIFF var haldin í nítjánda sinn. Aðsókn á myndir var með besta móti á hátíðinni.

Myndaveisla: Svartur á leik snýr aftur
Í gær fór fram tíu ára afmælissýning kvikmyndarinnar Svartur á leik. Myndin er farin aftur í sýningu í Smárabíó. Í gær var tilkynnt að framleiða eigi tvær kvikmyndir í viðbót og verður myndin því hluti af þríleik.

„Goðsagnakennd djammkvöld“
„Mánudagsklúbburinn á Prikinu hefur fengið endurvakningu lífdaga. Goðsagnakennd djammkvöld hér á árum áður,“ segir Geoffrey Þ. Huntingdon-Williams, eigandi Priksins. Mánudagsklúbburinn var gríðarlega vinsæll fyrir um áratugi síðan og er nú leiddur af þremur ungum konum, þeim Valgerði, Heiðbrá og Nadiu, sem sérhæfa sig í skvísutónum og góðri stemningu.

Hrópað húrra fyrir átta ára Húrra
Afmælisveisla tískufataverslunarinnar Húrra var haldin í gær og mættu velunnarar og tískuáhugamenn landsins til að skála fyrir afmælisbarninu.

Frönsk stemning á frumsýningu Bara smástund
Sýningin Bara smástund var frumsýnd í Borgarleikhúsinu á föstudag. Frönsk stemning beið gestanna í leikhúsinu og hljómaði harmonikkuleikur um forsalinn.

Myndaveisla frá eftirpartýi fjárfestadagsins í Grósku
Frambærilegustu og efnilegustu sprotafyrirtæki landsins kynntu viðskiptahugmyndir sínar fyrir fullum hátíðarsal í Grósku á aðaldegi Startup SuperNova.

Mættu í sínu fínasta pússi á Edduna
Edduverðlaunin voru afhent við hátíðlega viðhöfn í Háskólabíói í gær. Það besta í innlenndri þátta- og kvikmyndagerð var þar verðlaunað.

Fögnuðu saman nýjasta samstarfinu
Lína Birgitta Sigurðardóttir, Sólrún Diego og Gurrý Jónsdóttir, þáttastjórnendur hlaðvarpsins Spjallið, hafa gefið út nýtt partýspil. Björn Bragi Arnarson gefur út spilið en hann gaf einnig út skipulagsdagbækur Sólrúnar, auk bókanna Heima og Skipulag.

Unga fólkið fyllti Smárabíó á frumsýningu Abbababb
Söng- og dansmyndin Abbababb var frumsýnd með pompi og prakt í Smárabíói í gær. Myndin er fyrir alla fjölskylduna og voru því börn í miklum meirihluta á meðal áhorfenda. Myndin var frumsýnd í nokkrum sölum samtímis.

Myndaveisla: Markaðsfólk fjölmennti á haustkynningu
Auglýsinga- og markaðsfólk fjölmennti á haustkynningu Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis sem fór fram í Gamla bíó í síðustu viku. Fyrirlesarinn Jenni Romaniuk kom fram auk þess að Herra Hnetusmjör og Hugo fengu salinn til að dilla sér með nokkrum frábærum lögum.

Tískudívur landsins sameinuðust í afmæli Andrá
Tískuverskuverslunin Andrá Reykjavík varð 1 árs laugardaginn 3. september. Í tilefni af afmælinu sló Andrá til veislu.

Rauðar varir á frumsýningu íslensku hrollvekjunnar It Hatched
Íslenska hrollvekjugamanmyndin It Hatched var frumsýnd á Íslandi í gær. Myndin hefur nú þegar hlotið góða gagnrýni erlendis eins og fjallað hefur verið um hér á Vísi.

Allskonar kynlífi fagnað
Ný þáttaröð af „Allskonar kynlíf" fer í loftið í kvöld og af því tilefni var fyrsti þáttur frumsýndur á bar Loft Hostel um helgina þar sem gleðin var við völd.

Útgáfuhóf forsetans fór fram í Sjóminjasafninu
Sögufélag hefur nú gefið út bókina Stund milli stríða. Saga landhelgismálsins, 1961-1971 eftir Guðna Th. Jóhannesson, sagnfræðing og forseta Íslands.

GDRN söng í opnunarhófi nýrrar H verslunar
Föstudaginn 2. september opnar H verslun á nýjum stað að Bíldshöfða 9. H verslun bauð því í opnunarpartý í gær í nýja rýminu.

Stjörnurnar skinu skært á hátíðarsýningu Svar við bréfi Helgu
Það var troðfullt út úr húsi í Háskólabíói í gær á sérstakri hátíðarfrumsýningu á kvikmyndinni Svar við bréfi Helgu. Stjörnur myndarinnar ljómuðu skært á rauða dreglinum fyrir sýningu.

Húsfyllir á forsýningu Svars við bréfi Helgu í Trékyllisvík
Sérstök forsýning var á kvikmyndinni Svar við bréfi Helgu í Árneshreppi um helgina. Íbúar fjölmenntu í bíó.

Svona var stemningin í veislu Bylgjunnar
Fjölmennt var í Tónleikaveislu Bylgjunnar á Menningarnótt þrátt fyrir rokið. Áhorfendur voru reglulega hvattir til að dansa til þess að halda á sér hita.

Systur báðu áhorfendur að muna áfram eftir Úkraínu
Hljómsveitin Systur kom fram á Tónleikaveislu Bylgjunnar í Hljómskálagarðinum á Menningarnótt. Þau Sigga, Beta, Elín og Eyþór fluttu þar meðal annars lagið Með hækkandi sól sem var framlag Íslands til Eurovision í ár.

Rafmögnuð stemning í Kolaportinu á Menningarnótt
Menningarnæturtónleikar X977 voru haldnir í Kolaportinu á laugardaginn og það var gríðarleg stemming í salnum. Vel var mætt á tónleikana enda einvala lið tónlistafólks sem kom þar fram eins og áður.

Nýjum stílum og bikiní frá Swimslow fagnað í Andrá
Sundfatamerkið Swimslow fagnar fimm ára afmæli í ár og heldur upp á áfangann með því að bæta við þremur nýjum stílum af sundbolum og loksins bikiníi. Silja Magg myndaði nýja herferð íslenska merkisins.

Dorrit stal senunni á frumsýningu Beast
Í gær var kvikmyndin Beast frumsýnd, sem Baltasar Kormákur leikstýrði, og fór frumsýningin fram í Laugarásbíó. Það var þó engin önnur er Dorrit Moussaieff sem stal senunni og hélt uppi stuðinu á staðnum.

Giftu sig í undirgöngum
Glódís Guðgeirsdóttir, jarðfræðingur og plötusnúður, og Steinþór Helgi Arnsteinsson, umboðsmaður og athafnamaður, giftust hvort öðru við fallega athöfn á Flateyri síðastliðna helgi þar sem vinir og fjölskylda fögnuðu ástinni með þeim fram á rauða nótt.

Myndaveisla: LXS partý
Forsýningarpartý raunveruleikaþáttanna LXS fór fram á Bankastræti Club þar sem glamúrinn var allsráðandi. Í veislunni voru tveir fyrstu þættirnir sýndir og skálað var fyrir verkefninu. Margt var um manninn og voru gestir klæddir sínu fínasta pússi en stjörnur kvöldsins voru án efa LXS píurnar.

Myndaveisla: Fréttastofan kvaddi Eddu
Fjölmiðladrottningin Edda Guðrún Andrésdóttir á fimmtíu ára feril að baki og hefur lesið kvöldfréttir á Stöð 2 í þrjátíu ár. Í gærkvöldi las hún fréttirnar í síðasta skipti og mætti fréttastofan að fagna þessum stóru tímamótum í hennar lífi með konfetti og kampavín við hönd.

Myndaveisla: Brúðkaup Þórhildar Sunnu og Rafaels Orpel
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata giftist Rafael Orpel við fallega athöfn undir stjórn Arnars Snæberg hjá Siðmennt síðastliðinn laugardag. Sunna skartaði bleikum og gylltum brúðarkjól sem hún var í skýjunum með og tengist náið ævagamalli ást hennar á fatnaði og sögum frá 18. öldinni. Blaðamaður tók púlsinn á Sunnu og fékk að heyra nánar frá draumadeginum.

VERA mathöll hefur opnað dyrnar
Vera mathöll opnaði í Vatnsmýri um helgina en um er að ræða mathöll þar sem átta veitingastaðir verða með rekstur sinn.

Myndaveisla: Opnun 66°Norður á Hafnartorgi
Fyrirtækið 66°Norður opnaði á dögunum sína elleftu verslun til þessa og er hún staðsett á Hafnartorgi á gamla hafnarsvæðinu. Basalt Arkitektar hönnuðu verslunina og var innblásturinn íslenskt veður og umhverfi.

Draumadagur í Drangey hjá Áslaugu Örnu og vinum
Veðurblíðan og náttúrufegurðin í Skagafirðinum virtust fara vel með Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, nýsköpunarráðherra, og stjörnum prýddan vinahóp hennar í skemmtiferð þeirra í vikunni.