Það voru rauðir og hvítir Þróttarar sem skipulögðu blótið sem virðist falla vel í kramið hjá íbúum í Laugardalnum. Hefð sem er komin til að vera. Veislustjórinn Freyr Eyjólfsson var svo sannarlega á heimavelli enda mikill Þróttari. Þá fór Bolli Bjarnason á kostum í hverfisannálnum.
Mugison mætti með gítarinn og nikkuna og fékk gesti til að taka vel undir. Regína Ósk Eurovision-stjarna var leynigestur og DJ Dóra Júlía hélt svo gestum á dansgólfinu fram á nótt.
Anton Brink, ljósmyndarinn lipri á Seltjarnarnesinu, var með vélina á lofti og myndaði gesti áður en allt ætlaði um koll að keyra á dansgólfinu.
Lifi Þróttur!






































