Unaðsstund Elizu og Guðna Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 15. febrúar 2024 12:28 Það fór vel á með píanóhjónunum og forsetahjónunum í Hörpu í gærkvöldi. Eliza Reid Forsetahjónin Eliza Reid og Guðni Th. Jóhannesson skelltu sér á tónleika Víkings Heiðars Ólafssonar í Eldborgarsal Hörpu í gærkvöldi. Goldberg-tilbrigðin voru flutt fyrir fullum sal. Unaðsstund að sögn Elizu. Eliza segir frá gærkvöldinu á Instagram-síðu sinni og óskar Víkingi Heiðari til hamingju með stórafmælið. Píanósnillingurinn fagnaði fertugsafmæli sínu í gær. „Til hamingju með stórafmælið, Víkingur Heiðar Ólafsson! Þvílíkur unaður að fá að hlusta á einn af tónlistarsnillingum Íslands leika Goldberg-tilbrigðin fyrir fullum Eldborgarsal í Hörpu í gær,“ segir Eliza og birtir mynd af þeim hjónum með Víkingi Heiðari og Höllu Oddnýju Magnúsdóttur eiginkonu hans. Goldberg-tilbrigðin eru af mörgum talin eitt flottasta píanóverk sögunnar en Johann Sebastian Bach samdi þau árið 1741. Víkingur Heiðar er orðinn vanur því að fræga fólkið taki púlsinn á honum að loknum tónleikum. Sjálfur Sting heilsaði upp á Víking Heiðar að loknum vel heppnuðum tónleikum hans í Carnegie Hall í New York á dögunum. „Ekki síður gaman var að fá tækifæri til að óska snillingnum til hamingju með stórafmælið þegar við heilsuðum upp á hann og eiginkonu hans Höllu Oddnýju Magnúsdóttur baksviðs eftir tónleikana. Takk fyrir okkur!“ segir Eliza fyrir hönd forsetahjónanna. Þau hafa verið á ferð og flugi undanfarna daga síðan Eliza kom heim úr vel heppnaðri ferð á bókamessu í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Þau hafa bæði heimsótt hjúkrunarheimili í Reykjanesbæ þar sem heldri Grindvíkingar dvelja og gúffað í sig saltkjöti og baunum með fólkinu hjá Sjálfsbjörg. Víkingur Heiðar getur slakað á með fjölskyldunni í dag en fram undan eru tvennir tónleikar í Hörpu til viðbótar, á föstudags- og sunnudagskvöld. Guðni Th. Jóhannesson Forseti Íslands Harpa Tónlist Samkvæmislífið Víkingur Heiðar Tengdar fréttir Forsetahjónin fagna sprengidegi Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands og Eliza Reid forsetafrú fagna sprengideginum eins og fjölmargir Íslendingar. Hjónin kíktu í heimsókn til Sjálfsbjargar á höfuðborgarsvæðinu í dag og fengu sér saltkjöt og baunir. 13. febrúar 2024 13:45 Eliza að drukkna í viðtölum í Dubai Eliza Reid forsetafrú og rithöfundur lætur vel af heimsókn sinni til Dúbaí í Sameinuðu arabísku furstadæmunum þar sem hún var á meðal þátttakenda í Emirates Literary bókahátíðinni. 5. febrúar 2024 13:51 Mest lesið Julian McMahon látinn Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Fleiri fréttir Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Sjá meira
Eliza segir frá gærkvöldinu á Instagram-síðu sinni og óskar Víkingi Heiðari til hamingju með stórafmælið. Píanósnillingurinn fagnaði fertugsafmæli sínu í gær. „Til hamingju með stórafmælið, Víkingur Heiðar Ólafsson! Þvílíkur unaður að fá að hlusta á einn af tónlistarsnillingum Íslands leika Goldberg-tilbrigðin fyrir fullum Eldborgarsal í Hörpu í gær,“ segir Eliza og birtir mynd af þeim hjónum með Víkingi Heiðari og Höllu Oddnýju Magnúsdóttur eiginkonu hans. Goldberg-tilbrigðin eru af mörgum talin eitt flottasta píanóverk sögunnar en Johann Sebastian Bach samdi þau árið 1741. Víkingur Heiðar er orðinn vanur því að fræga fólkið taki púlsinn á honum að loknum tónleikum. Sjálfur Sting heilsaði upp á Víking Heiðar að loknum vel heppnuðum tónleikum hans í Carnegie Hall í New York á dögunum. „Ekki síður gaman var að fá tækifæri til að óska snillingnum til hamingju með stórafmælið þegar við heilsuðum upp á hann og eiginkonu hans Höllu Oddnýju Magnúsdóttur baksviðs eftir tónleikana. Takk fyrir okkur!“ segir Eliza fyrir hönd forsetahjónanna. Þau hafa verið á ferð og flugi undanfarna daga síðan Eliza kom heim úr vel heppnaðri ferð á bókamessu í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Þau hafa bæði heimsótt hjúkrunarheimili í Reykjanesbæ þar sem heldri Grindvíkingar dvelja og gúffað í sig saltkjöti og baunum með fólkinu hjá Sjálfsbjörg. Víkingur Heiðar getur slakað á með fjölskyldunni í dag en fram undan eru tvennir tónleikar í Hörpu til viðbótar, á föstudags- og sunnudagskvöld.
Guðni Th. Jóhannesson Forseti Íslands Harpa Tónlist Samkvæmislífið Víkingur Heiðar Tengdar fréttir Forsetahjónin fagna sprengidegi Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands og Eliza Reid forsetafrú fagna sprengideginum eins og fjölmargir Íslendingar. Hjónin kíktu í heimsókn til Sjálfsbjargar á höfuðborgarsvæðinu í dag og fengu sér saltkjöt og baunir. 13. febrúar 2024 13:45 Eliza að drukkna í viðtölum í Dubai Eliza Reid forsetafrú og rithöfundur lætur vel af heimsókn sinni til Dúbaí í Sameinuðu arabísku furstadæmunum þar sem hún var á meðal þátttakenda í Emirates Literary bókahátíðinni. 5. febrúar 2024 13:51 Mest lesið Julian McMahon látinn Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Fleiri fréttir Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Sjá meira
Forsetahjónin fagna sprengidegi Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands og Eliza Reid forsetafrú fagna sprengideginum eins og fjölmargir Íslendingar. Hjónin kíktu í heimsókn til Sjálfsbjargar á höfuðborgarsvæðinu í dag og fengu sér saltkjöt og baunir. 13. febrúar 2024 13:45
Eliza að drukkna í viðtölum í Dubai Eliza Reid forsetafrú og rithöfundur lætur vel af heimsókn sinni til Dúbaí í Sameinuðu arabísku furstadæmunum þar sem hún var á meðal þátttakenda í Emirates Literary bókahátíðinni. 5. febrúar 2024 13:51