Snæfríður Sól á Ólympíuleikana í París Sundkonan Snæfríður Sól Jórunnardóttir mun keppa fyrir Ísland á Ólympíuleikunum sem fram fara í París síðar í sumar. Sport 24. júní 2024 16:00
Dró fram Yu-Gi-Oh!-spil og tryggði sig inn á Ólympíuleika Noah Lyles, ríkjandi heimsmeistari í 100 metra hlaupi karla, tryggði sig um helgina inn á Ólympíuleikana sem fram fara í París síðar í sumar. Virðist lukkugripur hans hafa hjálpað honum að þessu sinni. Sport 24. júní 2024 12:31
Datt í garðinum heima, fótbrotnaði og missir af Ólympíuleikunum Ekkert verður af þátttöku skosku Ólympíumeistarans Katie Archibald á leikunum í París seinna í sumar. Hún meiddist nefnilega á fremur neyðarlegan hátt á dögunum. Sport 24. júní 2024 10:31
Þrettán ára stelpa tryggði sér sæti á Ólympíuleikunum í París Heili Sirviö verður meðal keppenda á Ólympíuleikunum í París í sumar og skrifar þar með nýjan kafla í sögu finnskra íþrótta. Sport 23. júní 2024 14:20
Tryggði sér Ólympíusætið og trúlofaði sig í kjölfarið Bandaríska sundkonan Lilly King átti eftirminnilegan dag á úrtökumóti bandaríska sundlandsliðsins fyrir komandi Ólympíuleika í París. Sport 22. júní 2024 11:00
Ennþá allt of mikið af E. coli í vatninu sem Guðlaug Edda keppir í á ÓL í París Ísland á í fyrsta sinn keppenda í þríþrautarkeppni Ólympíuleikanna því Guðlaug Edda Hannesdóttir varð annar Íslendingurinn til að vinna sér þátttökurétt á leikunum í París. Sport 22. júní 2024 09:31
Ólympíudraumur Eyþóru úti eftir grátlegt slys Draumur Eyþóru Elísabetar Þórsdóttur um að keppa á þriðju Ólympíuleikunum í röð er úti eftir slys á æfingu í gær. Hún greinir frá gríðarlegum vonbrigðum á samfélagsmiðlum sínum. Sport 21. júní 2024 08:30
Féll á lyfjaprófi en sleppur við refsingu Bandaríski spretthlauparinn Erriyon Knighton á enn möguleika á því að keppa á Ólympíuleikunum í París í sumar þrátt fyrir að hafa fallið á lyfjaprófi í vor. Sport 20. júní 2024 11:30
Kínverjar senda umdeilda keppendur til leiks á ÓL Sundfólk sem kom við sögu í umfangsmiklu lyfjamáli fyrir síðustu leika hefur verið valið í Ólympíulið Kínverja fyrir leikana í París í sumar. Sport 19. júní 2024 11:00
Ein sú besta í heimi velur heilsuna yfir Ólympíuleikana Aryna Sabalenka mun ekki taka þátt í Ólympíuleikunum í París í sumar en hún er númer þrjú á heimslistanum í tennis. Sport 18. júní 2024 13:31
Átján ára strákur sem átti að keppa á ÓL í sumar lést í slysi Brimbrettastrákurinn Jackson James Rice átti að keppa á Ólympíuleikunum í París í sumar en því miður verður ekkert af því. Sport 18. júní 2024 12:31
Vill ekki spila á Wimbledon því það gæti skemmt undirbúning fyrir Ólympíuleikana Tenniskappinn Rafael Nadal hefur ákveðið að draga sig frá keppni á Wimbledon mótinu sem hefst 1. júlí. Á Wimbledon er spilað á grasi og Nadal vill frekar setja sína orku í að æfa á leirvelli til að ná sem bestum árangri á Ólympíuleikunum í sumar. Sport 13. júní 2024 23:00
Hákon Þór fer á Ólympíuleikana í París Haglabyssuskyttan Hákon Þór Svavarsson mun keppa fyrir Íslands hönd á Ólympíuleikunum í París í sumar. Sport 13. júní 2024 18:08
Fyrsta trans konan til að vinna háskólatitil fær ekki að keppa á ÓL Bandaríska sundkonan Lia Thomas, sem varð á sínum tíma fyrsta trans íþróttamanneskjan til að vinna NCAA háskólatitil, fær ekki að keppa á Ólympíuleikunum í París eftir að hafa tapað dómsmáli gegn Alþjóðasundsambandinu, World Aquatics. Sport 12. júní 2024 21:45
Sakaður um tilraun til nauðgunar en sektaður fyrir að bera sig Benoît Kounkoud, samherji Hauks Þrastarsonar hjá Kielce í Póllandi og leikmaður franska landsliðsins í handbolta, var á mánudag sektaður fyrir að bera sig á almannafæri. Hann var upprunalega sakaður um tilraun til nauðgunar. Handbolti 12. júní 2024 11:31
Fötluð en fer á Ólympíuleikana í sumar Brasilíski borðtennisspilarinn Bruna Alexandre verður í sumar fyrsti Brasilíumaðurinn til þess að hafa keppt bæði á ÓL fatlaðra og ófatlaðra. Sport 11. júní 2024 15:45
Clark ekki valin í landsliðið: „Þeir vöktu skrímslið“ Það vakti mikla athygli um nýliðna helgi að stórstjarnan Caitlin Clark var ekki valin í bandaríska landsliðið fyrir Ólympíuleikana í sumar. Körfubolti 10. júní 2024 14:31
Martínez dreymir um Ólympíugull en Aston Villa meinar honum þátttöku Markverði Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni, Emiliano Martinez, dreymir um gullverðlaun með argentínska landsliðinu á Ólympíuleikunum en segir félagið standa í vegi fyrir för hans til Parísar. Fótbolti 6. júní 2024 19:31
Spilaði í NBA en mun nú keppa í strandblaki á Ólympíuleikunum Chase Budinger spilaði sjö ár í NBA-deildinni í körfubolta er er nú á leið til Parísar þar sem Ólympíuleikarnir fara fram til að keppa í strandblaki. Hinn 36 ára gamli Budinger spilar með Miles Evans en þeir tryggðu sér sæti á leikunum í dag, miðvikudag. Körfubolti 5. júní 2024 23:31
Þúsundir heimilislausra fluttir frá París í aðdraganda Ólympíuleika Þúsundir heimilislausra manna hafa verið fluttir frá París og nágrenni sem hluti af hreingerningaraðgerð vegna Ólympíuleikanna sem fara fram í borginni í sumar. Erlent 4. júní 2024 16:26
Landin hættir í landsliðinu eftir Ólympíuleikana Handboltamarkvörðurinn Niklas Landin hefur ákveðið að hætta í danska landsliðinu eftir Ólympíuleikana í sumar. Handbolti 3. júní 2024 09:31
„Ég þurfti meira á þessu að halda en ég áttaði mig á“ Emma Hayes er hætt þjálfun ensku meistaranna í Chelsea og er nú orðin landsliðsþjálfari Bandaríkjanna. Þetta er stórt sumar fyrir hana á fyrstu mánuðunum í nýju starfi þar sem Ólympíuleikarnir í París eru næstir á dagskrá. Fótbolti 31. maí 2024 12:01
Hættulegt fyrir Guðlaugu Eddu að keppa á ÓL í París? Guðlaug Edda Hannesdóttir verður meðal keppanda í þríþrautarkeppni Ólympíuleikanna í París eftir velheppnaða Asíuferð sína. Gull, silfur og brons tryggði henni ÓL-sætið. Margir hafa áhyggjur af þeim aðstæðum sem þríþrautarfólkinu er boðið upp á eða að þurfa að synda í skítugu vatni Signu. Sport 30. maí 2024 08:00
Ólympíuboxarar munu líka fá peninga fyrir að komast á verðlaunapall Alþjóða hnefaleikasambandið hefur ákveðið að fylgja alþjóða frjálsíþróttasambandinu eftir og veita verðlaunahöfum á Ólympíuleikunum peningaverðlaun. Sport 29. maí 2024 17:30
Fyrrum Ólympíumeistari dæmdur í bann fyrir lyfjamisnotkun Brasilíski stangarstökkvarinn og fyrrum Ólympíumeistarinn Thiago Braz hefur verið dæmdur í 16 mánaða keppnisbann fyrir lyfjamisnotkun. Sport 29. maí 2024 14:00
„Litla Edda öskrar inn í mér“ Íslenska þríþrautarkonan Guðlaug Edda Hannesdóttir mun skrifa nýjan kafla í íslenska íþróttasögu á Ólympíuleikunum í París í sumar. Sport 28. maí 2024 08:31
Guðlaug Edda komin með Ólympíusæti Þríþrautarkonan Guðlaug Edda Hannesdóttir hefur fengið boð um að taka þátt á Ólympíuleikunum í París í sumar. Sport 27. maí 2024 16:47
Missir af sínum fyrstu Ólympíuleikum síðan 1992 Oksana Chusovitina, fimleikakona frá Úsbekistan, verður ekki með á Ólympíuleikunum í París í sumar. Það er ekki í frásögur færandi nema að þetta verða fyrstu Ólympíuleikarnir síðan 1992 sem hún missir af. Sport 24. maí 2024 14:00
Vonar að pabbi sinn komist ekki á ÓL Sá böggull fylgir skammrifi fyrir bestu handboltamenn heims að á meðan að þeir eru önnum kafnir við stórmót landsliða og með félagsliðum, þá missa þeir af dýrmætum tíma með fjölskyldunni. Handbolti 12. maí 2024 11:30
Segir „mjög líklegt“ að Guðlaug Edda komist á ÓL í París í sumar Sigurður Örn Ragnarsson, þjálfari íslensku þríþrautarkonunnar Guðlaugar Eddu Hannesdóttur, er mjög bjartsýnn á það að henni takist að tryggja sér farseðil á Ólympíuleikana í París í sumar. Sport 5. maí 2024 10:40